Stökkpallar!

Að gefnu tilefni,vill undirritaður benda mönnum sem hafa hug á að stökkva sem lengst á heimasmíðuðum pöllum eða náttúrufyrirbrigðum sem notast má til slíkra stökkva, að velja ramp sem er nokkru undir 45 gráður frá láréttum fleti.

Þá mun ökutækið fljúga í gegnum loftið í fallegum boga sem kallast Parabóla(fleygbogi), og allir aðrir hallar á palli, rampi eða hól, gefa styttri fluglengd.  Farið varlega,og gleymið ekki stóra málbandinu hans Lopa og að sjálfsögðu botngjöf, sem miðast skal jafnan við aðstæður.   Kveðja, sveinn@enduro.is

P.S ef þér mistekst jafnan við fyrstu tilraun! þá er fallhlífastökk ekki fyrir þig.

Skildu eftir svar