Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Já, sigurinn hjá Kára var aldrei í hættu í dag. Hann sýndi glæsilegan akstur og rúllaði báðum umferðum upp með glæsibrag. Ingvi Björn var reyndar aldrei langt undan en hann var sá eini sem náði eitthvað að halda í við Kára. Hann keppir reyndar í ECC2 flokki á minna hjóli þannig að samkeppnin var kannski minni en ætla mátti.

Keppnin tókst mjög vel í dag þó keppendur hefðu mátt vera fleiri en rúmlega 60 manns tóku þátt. Veðrið var frábært hreinlega, logn og sól í allan dag. Brautin var enduro, þúfur og brölt allan tímann og litlar eða engar pásur. Víða komu holur og djúp för sem gátu breytt stöðu manna mjög hratt.

Í 40+ flokki voru að þessu sinni skráðir þrír heiðursmenn eldri en fimmtugt og fengu þeir sérstök 50+ heiðursverðlaun enda mennirnir að sýna okkur sem yngri eru frábært fordæmi með því að taka þátt. Þeir röðuðu sér svona í sæti:
1. sæti 50+ Jón H. Magnússon Ólafur Gröndal
2. sæti 50+ Ólafur Gröndal
3. sæti 50+ Elvar Kristinsson

Að síðustu viljum við þakka öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóg við brautarlagningu, undirbúning og keppnishaldið í dag sem og öllum sem komu og fylgdust með – bestu þakkir fyrir stórskemmtilegan dag. Með þessari keppni lýkur keppnisdagatalinu 2012 og við í Vélhjólaíþróttaklúbbnum þökkum kærlega fyrir líflegt og skemmtilegt sumar.

Helstu úrslit dagsins voru sem hér segir:  Lesa áfram Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Dagskrá fyrir Enduro CC á morgun Laugardag.

 

Skoðun hefst formlega kl 10:00. Gott er að mæta tímlega og klára allan undirbúning.

Sjá tengil inn á dagskrá MSÍ HÉR

Brautarlagningu lokið

Við viljum þakka öllum þeim sem komu og hjálpuðu við brautarlagninguna í Bolaöldu í gærkveldi. Ca 15 manns voru við laganing fram yfir myrkur,og það var ekki laust við að maður hafi verið hissa að mæta Robert Knasiak og félögum ljóslausum í svarta myrkri á fullu að klára nokkra staði þegar að ég rúllaði síðasta hringin til að lengdarmæla hringin.

Hringurinn er 9.65km og er ekta Endurohringur þar sem hraði er kannski ekki mikil en alltaf nóg að gera og lítil hvíld.

Við hvetjum fólk til að koma í Bolaöldu á morgun og horfa á,það er góð veðurspá,fullt af berjum í móanum í kring ;=), og það er töluvert af góðum áhorfendastöðum nálægt húsinu okkar í Bolaöldu að þessu sinni.Einnig má búast við spennandi keppni þar sem að úrslit Íslandsmótsinns er langt frá því að vera úrkljáð.

Bolaalda keppni 2012
Brautin

Race Police

VÍK vantar nokkra vaska menn/konur til að vera í Race Police í Enduro keppninni á Laugardag.

Race Police snýst um það að vera út í braut og laga til Stikur sem brotna eða detta niður,og einnig að fylgjast með keppendum hvort að þeir fari ekki réttar leiðir og tilkynna brot ef það á við.Það er æskilegt að viðkomandi sé á Hjóli,en það er líka hægt að vera á gangi þar sem að töluvert af brautinni er í ágætis göngufæri. Án Race Police fer keppnin ekki fram.

Þeir sem eru aflögufærir geta sett sig í samband við Gugga í síma 8643066 eða send e-mail guggi@flug.is. Koma svo.

Endurokeppnishringur í Bolaöldu.

Keppnishringurinn sem notaður verður um næstu helgi er í smíðum þessa dagana af Enduronefnd.

Brautinn er auðkennd með stikum og borðum og það ætti ekki að fara framhjá neinum sem aka um ef þeir eru komnir inn á þennan keppnishringin.Það er ekki ætlast til að keppendur séu að aka þennan hring fyrir keppni.Það verður vinnukvöld í hringnum á Fimmtudagskvöld og menn eru  velkomnir þá við að hjálpa við og gera þennan hring perfect.

 

Skráningu í Enduróið lýkur klukkan 21

Skráningu í 7. og 8. umferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro CC lýkur í kvöld kl: 21:00.
Síðasti séns ársins að keppa í enduroi, nema þú sért í landsliðinu.

Keppnin verður svo í Bolaöldu á laugardaginn. Smellið hér fyrir Facebook viðburð.

Bolalada