Krakkaskemmtikeppni frestast til Mánudags v/veðurs

Við ætlum að fresta skemmtikeppninni fyrir krakkana fram til Mánudags v/veðurs, það kolbjrálað rok v/Bolöldu svæðið. Búið er að græja flott verðlaun, puslurnar bíða eftir að grilla sig og við hlökkum til að sjá ykkur á mánudag 🙂

Skemmti og Styrktarkvöld Six Days Endurokappa

Föstudaginn 14. sept kl 17:30 verður haldið skemmti/styrktarkvöld til stuðnings landsliðinu í Enduro sem tekur þátt í 6 Days keppninni í Þýskalandi sem hefst 24. sept 2012

Kvöldið verður haldið í Húsnæði Happy Campers Rofabæ 9

Á dagskrá verður m.a. umfelgunarkeppni keppenda þar sem markmiðið er að ná að skipta um dekk með mousse á undir 2 mín.
Gestir fá að spreyta sig á dekkjavélunum.

Boðið verður uppá léttar veitingar frá Ölgerðinni en öll framlög vel þegin.

Seldir verða bolir og Sonax hreinsipakkartil styrktar strákunum.

Frábært tækifæri til að læra réttu handtökin við mousse umfelgun.

Kveðja landsliðsstrákarnir.

Sjá hér fyrir neðan Facebook Event fyrir þetta.

http://www.facebook.com/#!/events/184940521640717/

Skemmtikeppni í kvöld! Tvísýn veðurspá fyrir kvöldið

Veðrið er frábært enn sem komið er og því stefnum við ótrauðir á krakkaskemmtikeppina í kvöld. EN – spáin er langt frá því að vera góð og því biðjum við fólk að fylgjast vel með vefnum ef okkur sýnist veðrið vera að versna verulega seinnipartinn.

Kv. Krakkakeppnisskemmtinefndin

Team Iceland Motocross of Nations bolir í Moto / KTM

Við strákarnir í íslenska landsliðinu eru tilbúnir með fleiri boli en þeir urðu uppseldir í S & M. Nú eru til stærðir fyrir krakka 3-8 ára og svo bolir í stærðum S & M! Endilega kíkið við hjá Moto og kaupið einn bol á 2.500.- (greiðist með pening)

Kv. Viktor, Ingvi & Sölvi

 

Engin æfing í kvöld

Enginn æfing í kvöld vegna veðurs. Við bætum við auka æfingu í vikunni í staðinn. Fylgist með á morgun þriðjudag hér á motocross.is hvenær hún verður.
Kv Gulli & Helgi Már

 

Krakkaskemmtikeppni á miðvikudaginn nk.

Þriðja og síðasta skemmtikeppni sumarsins verður haldin næsta miðvikudag 12. september. Allir krakkar velkomnir, hvort sem þau hafa verið með æfingunum okkar eða ekki . Fyrirkomulagið verður svipað og áður og keppt í þremur flokkum, 50 cc, 65 cc og 85 flokkum. Ánægja og skemmtun er að aðaltakmarkið og í lokin býður félagið upp á léttar veitingar af grillinu. Mæting er kl 18. og þátttakan kostar ekki krónu. Sjáumst.

 

Bolalada