KTM Ísland býður uppá „Adventure tours“

KTM á Íslandi er byrjað að bjóða upp á hjólaleigu fyrir útlendingana  Sjá nánar á www.ktm.is

Vestmannaeyjar heimsfrægar ?

Blaðamaður frá ameríska motocross-blaðinu Racer X hefur staðfest komu sína á Vestmannaeyja motocrossið 2.júní n.k.
Ætlar hann sjálfur að keppa og skrifa svo grein í blaðið um keppnina, Keikó og eitthvað fleira.

Mótorhjólatryggingar

Höfundur: Heimir Barðason

Á vegum Snigla hefur undanfarin ár starfað Trygginganefnd. Þessi nefnd hefur á hverju ári átt í viðræðum við tryggingafélögin um lægri iðgjöld á Mótorhjólatryggingum. Þetta starf hefur ekki skilað neinum árangri síðastliðin ár og eru nú iðgjöld á þessum tryggingum í sögulegu hámarki. VÍK og VÍH eru í ár í fyrsta sinn með fulltrúa í nefndinni og má segja að ekkert markvert hefur gerst enn sem komið er. Við erum þó lauslega búin að skoða reglugerðir, fá tilboð í tryggingar og skoða rök tryggingafélaganna. Þar sem ljóst er að þetta er tapaður slagur í ár, þá ákváðum við að setja þær upplýsingar sem við höfum aflað á netið, til að spara símtöl og vesen fyrir þá sem hafa í hyggju að tryggja sinn fák.Lesið því vel og vandlega eftirfarandi; Lesa áfram Mótorhjólatryggingar

Umfjöllun um enduro

höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Enduro er spænskt orð og þýðir úthald. Orðið vísar til þess er keppnin gengur út á, enda er keppnisleið valin með því hugarfari að hún sé erfið og að meðalhraði keppanda sé undir 60 km. Það má segja að Enduro mætti líkja við maraþonhlaup, torfærukeppni, rallí, motocross og formúlu 1, allt í sömu keppninni.. Keppt hefur verið til Íslandsmeistara í Enduro í 3 ár og er það 4. að hefjast. Lesa áfram Umfjöllun um enduro

Bolalada