MotoMos til umfjöllunar í Bæjarráði Mosfellsbæjar

Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi MotoMos eftirfarandi þann 20/4-01.
Á 513. fundi bæjaráðs sem haldinn var þann 18/4-01 var framangreint erindi tekið til afgreiðslu og eftirfarandi bókun samþykkt.  „Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til skoðunar og umsagnar íþrótta og tómstundanefndar.“
Steini Tótu segir að „þetta þýðir svo sem ekki neitt merkilegt en skrefið er þó að baki.  Kosturinn er að við eigum hauk í horni í nefndinni og vonumst eftir jákvæðri umfjöllun í henni.  Fram að því höldum við í horfinu í gryfjunum og allt verður sem fyrr. Við höfum engann skýlausan rétt til að vera þarna en við erum í sátt við alla eins og er.  Eftir nokkra svona stjórnmálaleiki má fara að reikna með svari. Þ.e. þegar allir sem að málinu koma verða búnir að firra sig ábyrgð. Tekur meiri tíma en við höfum svo sem nóg af honum. Og það kemur alltaf meira af honum.“

Þorlákshöfn heimsfræg?

Ritstjóri breska mótorhjólablaðsins TBM hyggst koma til Þorlákshafnar og keppa í endúróinu þar 5.maí. Bretar bóna hjólin sín stíft þessa dagana þar sem bannað er að hjóla endúró í flestum sveitum vegna gin-og klaufaveikinnar. Ef af verður, verður grein í júní hefti TBM

4 síðna sérblað um enduro

Miðvikudaginn 2 maí kemur út 4 síðna sérblað með DV sem fjallar um enduro.  Upplýsingar verða um alla keppendur sem skrá sig í fyrstu keppnina ásamt myndum af 25 efstu keppendum.

Æfing í Ólafsvík

Um 10 manns, Team Green og Team VHS mættu í Ólafsvík um helgina og keyrðu í 2 daga.  Hífandi norðanátt, 1 stigs hiti og grá jörð.  Skv. frásögn Steina Tótu sló Valdi í gegn og Reynir var helillur á nýja 470 berginum.  Stakk alla af.  Raggi krassaði illa og vissi ekkert hvort hann var að koma eða fara.  Keyrði eins og kelling eftir það og vissi ekki hvað sneri fram og aftur á hjólinu.

Action í Sandvík

Lögreglan í Keflavík er í einhverjum ævintýraleik.  Kom beygjandi frá Kross-brautinni í Njarðvík og keyrði í hummátt á eftir bíl með kerru og hjól, alla leiðina inn í Sandvík.  Tók þar niður nöfn og kennitölur á öllum sem voru þar.  Þar af var einn Keflvíkingur sem var próflaus.  Sá var vinsamlegast beðinn um að mæta inn á stöð þegar hann kæmi í bæinn aftur

För út um allt land

Það er hrikaleg drulla út um allt.  Nú eru farin að sjást, ekki eitt far, heldur 10-15 för þar sem menn eru ekki að keyra í hvers annars förum.  Minnum alla á að passa upp á landið þar sem það er einstaklega viðkvæmt eins og stendur.

Bolalada