Vefmyndavél

Æfing í Ólafsvík

Um 10 manns, Team Green og Team VHS mættu í Ólafsvík um helgina og keyrðu í 2 daga.  Hífandi norðanátt, 1 stigs hiti og grá jörð.  Skv. frásögn Steina Tótu sló Valdi í gegn og Reynir var helillur á nýja 470 berginum.  Stakk alla af.  Raggi krassaði illa og vissi ekkert hvort hann var að koma eða fara.  Keyrði eins og kelling eftir það og vissi ekki hvað sneri fram og aftur á hjólinu.

Action í Sandvík

Lögreglan í Keflavík er í einhverjum ævintýraleik.  Kom beygjandi frá Kross-brautinni í Njarðvík og keyrði í hummátt á eftir bíl með kerru og hjól, alla leiðina inn í Sandvík.  Tók þar niður nöfn og kennitölur á öllum sem voru þar.  Þar af var einn Keflvíkingur sem var próflaus.  Sá var vinsamlegast beðinn um að mæta inn á stöð þegar hann kæmi í bæinn aftur

För út um allt land

Það er hrikaleg drulla út um allt.  Nú eru farin að sjást, ekki eitt far, heldur 10-15 för þar sem menn eru ekki að keyra í hvers annars förum.  Minnum alla á að passa upp á landið þar sem það er einstaklega viðkvæmt eins og stendur.

KTM Ísland býður uppá „Adventure tours“

KTM á Íslandi er byrjað að bjóða upp á hjólaleigu fyrir útlendingana  Sjá nánar á www.ktm.is

Vestmannaeyjar heimsfrægar ?

Blaðamaður frá ameríska motocross-blaðinu Racer X hefur staðfest komu sína á Vestmannaeyja motocrossið 2.júní n.k.
Ætlar hann sjálfur að keppa og skrifa svo grein í blaðið um keppnina, Keikó og eitthvað fleira.

Mótorhjólatryggingar

Höfundur: Heimir Barðason

Á vegum Snigla hefur undanfarin ár starfað Trygginganefnd. Þessi nefnd hefur á hverju ári átt í viðræðum við tryggingafélögin um lægri iðgjöld á Mótorhjólatryggingum. Þetta starf hefur ekki skilað neinum árangri síðastliðin ár og eru nú iðgjöld á þessum tryggingum í sögulegu hámarki. VÍK og VÍH eru í ár í fyrsta sinn með fulltrúa í nefndinni og má segja að ekkert markvert hefur gerst enn sem komið er. Við erum þó lauslega búin að skoða reglugerðir, fá tilboð í tryggingar og skoða rök tryggingafélaganna. Þar sem ljóst er að þetta er tapaður slagur í ár, þá ákváðum við að setja þær upplýsingar sem við höfum aflað á netið, til að spara símtöl og vesen fyrir þá sem hafa í hyggju að tryggja sinn fák.Lesið því vel og vandlega eftirfarandi; Lesa meira af Mótorhjólatryggingar

Síða 938 af 939« Fyrsta...2040...935936937938939