Vefmyndavél

Einhver vitleysa í úrslitunum

Nokkur símtöl hafa borist með ábendingum um að úrslit frá Ólafsvík séu röng.  Bent hefur verið á að Haukur Þorsteinsson hafi ekki lokið við 3 moto og Ishmael David fékk 10 stig úr 2 moto í B flokk en tók ekki þátt í því moto.  Umsjónarmaður vefsíðunnar mun ekki breyta niðurstöðunum fyrr en formleg leiðrétting berst frá keppnishöldurum.  Er hennar nú beðið.

MOtocross í Ólafsvík

Úrslit á efstu mönnum í hvorum flokki í motocrossinu á Ólafsvík liggja fyrir.  Restin kemur vonandi seinni partinn í dag, vonandi… þar sem að tímatökubúnaðurinn klikkaði í byrjun og það þarf að handreikna út fyrsta mótó í A-flokk og allan B-flokkinn.

A-flokkur
1. Viggó Viggósson 60
2. Ragnar Ingi Stefánsson 51
3. Reynir Jónsson

B-flokkur
1. Gunnar Sölvason 37
2. Þorsteinn Bárðarson
3. Magnús Ragnar Magnússon

Hvað gerðist í Ólafsvík?

Allt efni er birt við fyrsta tækifæri hér á vefnum.  Litlar sem engar fréttir / „heyrst hefur“ hafa borist síðunni til birtingar að undanskildum Þorsteini Marel frá Vélhjól og Sleðum.  Sendið því inn allar þær upplýsingar sem þið hafið svo aðrir fái notið.  Núna.  Fréttirnar birtast ekki að sjálfu sér, sérstaklega ef umsjónarmaður síðunnar var ekki á staðnum.

Moto Mos

Moto Mos er nýtt félag hjólamanna í Mosfellsbæ.  Eru allir hvattir til að skrá sig í félagið (engin félagsgjöld) til að pressa á bæjarstjórnina að úthluta þeim svæði undir crossbraut.  Hafið samband við biker@simnet.is eða hringið í Steina Tótu (Vélhjól og sleða), og látið hann skrá ykkur.

Tryggingamál

Grein eftir Aron Reynisson og Heimir Barðason.

Á vegum Snigla hefur undanfarin ár starfað Trygginganefnd.  Þessi nefnd hefur  á hverju ári átt í viðræðum við tryggingafélögin um lægri iðgjöld á Mótorhjólatryggingum.  Þetta starf hefur  ekki skilað neinum árangri síðastliðin ár og eru nú iðgjöld á þessum tryggingum í sögulegu hámarki.  VÍK og VÍH eru í ár í fyrsta sinn með fulltrúa í nefndinni og má segja að ekkert markvert hefur gerst enn sem komið er.  Við erum þó lauslega búin að skoða reglugerðir, fá tilboð í tryggingar og skoða rök tryggingafélaganna.  Þar sem ljóst er að þetta er tapaður slagur í ár, þá ákváðum við að setja þær upplýsingar sem við höfum aflað á  netið, til að spara símtöl og vesen fyrir þá sem hafa í hyggju að tryggja sinn fák.

Lesið því vel og vandlega eftirfarandi;

 

Lesa meira af Tryggingamál

Gríðarleg þátttaka í Ólafsvík

Gríðarleg þátttaka er í motocrossinu á morgun á Ólafsvík.  39 keppendur eru skráðir til leiks, 20 í A-flokk og 19 í B-flokk.  Búast má við spennandi og skemmtilegri keppni.  Mikilvægt er að keppendur mæti tímanlega til þess að sé hægt að skoða öll hjól og setja á þau sendi.

Síða 936 af 940« Fyrsta...2040...934935936937938...Síðasta »