Vefmyndavél

Ferðalag þvert yfir Bandaríkin

Þeir félagar Guðmundur læknir, Guðmundur Bjarna og Ólafur Gylfasson eru á hjólaferðalagi þessa dagana þvert yfir Bandaríkin.  Allar upplýsingar um ferð þeirra ásamt dagbók er að finna hér.

Nýr fréttavefur

Vélhjól&Sleðar hafa opnað nýjan fréttavef á vefsíðu sinni.  Sú flóra sem blómstrar nú á internetinu fyrir hjólamenn verður alltaf meiri, fallegri og betri, öllum til góða.  Það eru ekki nema nokkrar „vikur“ síðan hjólamenn áttu erfitt með að nálgast upplýsingar um hvað væri að gerast en úr því hefur verið bætt stórlega og búast má við enn frekari þróun á því sviði.
Hér kemur tilvitnun í opnunarfrétt hins nýja fréttavefs:
„Er það von okkar að þetta nýja og fullkomna kerfi bæti enn frekar þjónustuna við ykkur vefverja og viðskiptavini Vélhjóls og sleða, Kawasaki.   Kerfið verður opnað núna en verður í þróun og íslenskun næstu vikurnar þangað til endanlegu útliti og uppsetningu er náð.“  Sjá fréttavefinn.

Auglýst eftir nýjum úrslitum

Borist hefur email frá stefan@frost.is sem birt er óbreytt.  Umsjónarmaður síðunnar bíður eftir nýjum úrslitum frá Ólafsvík sem og flestir keppendur og áhugasamir áhorfendur.  Vonandi tekst að greiða úr þessu sem fyrst þannig að hægt er að birta rétt úrslit.  Bréfið hljóðar eftirfarandi:
„Keppnin í Ólafsvík var framúrskarandi skemmtileg, fyrir keppendur og góð skemmtun fyrir áhorfendur, fyrir utan slysin (vonandi ná þeir sér fljótt og vel). Ætlar keppnisstjórn að laga úrslitin sem sannarlega voru röng.“

Svínaskarð og Svínadalur

Ósk hefur borist vefnum um að komið verði á framfæri beiðni til hjólamanna að aka ekki í gegnum Svínaskarð og Svínadal næstu vikur.  Tugir hesta eru þar á beit og tryllast þeir þegar keyrt er í gegnum dalinn.  Bændur með hesta á beit eru orðnir snælduvitlausir þar sem hestarnir verða með öllu óviðráðanlegir og fást ekki á beit fyrr en löngu síðar.  Síðan endurtekur leikurinn sig þegar næsti hjólamaður kemur.

Eins mánaðar afmæli

Frá því þessi vefsíða var stokkuð upp fyrir um mánuði hafa birst á henni um 150 fréttir og „Heyrst hefur…“ sem er mun meira en búist var við í byrjun.  Þó svo fréttirnar haldi síðunni lifandi þá er enn eftir að vinna töluvert í henni.  Aðalatriðið þessa dagana er að halda síðunni lifandi með nýjum fréttum og birta dagsskrá og úrslit líðandi keppna.  Það er ávallt ástæða til að minna menn á að ef þeir vita eitthvað sem ekki kemur fram á síðunni að senda inn fréttaskot.

Foreldrar mætið

Ákveðið var á fundi hjá MotoMos í gærkveldi að halda vikulegar æfingar fyrir krakkana í gryfjunum við Mosfellsbæ.  Æfingarnar verða á miðvikudagskvöldum eftir kvöldmat.  Foreldrar eru hvattir til að mæta með afkvæmi sín, skóflu og hrífu þar sem verkefni foreldra verður að gera þessar gryfjur nothæfar fyrir krakkana.  Keyrt er framhjá Þingvallarafleggjara, yfir eina brú og síðan beygt til hægri.

Síða 934 af 940« Fyrsta...2040...932933934935936...940...Síðasta »