Argnold verður testaður í vikunni

Sérsmíði Vélhjóla & Sleða er að smella saman. Búið er að ganga frá helstu hlutum og er næsta skref frágangur á smáatriðunum sem eru tímafrekust og svo ‘The real thing’ sem er að testa og stilla gripinn. Raggi er að missa legvatnið af spenningi og Steini heldur því fram að þetta verði ekkert mál. Það sé næg þekking innann fyrirtækisins til að fá eina nöðru til að virka!

Púkacross og tjaldstæði

Ef næg þátttaka fæst verður haldin púkakeppni á Ólafsvík sunnudaginn 1. júlí kl. 14. Skráning verður á staðnum. Tjaldstæði fyrir hjólafólk verður á sama stað og í fyrra, rétt hjá motocrossbrautinni.  Um kvöldið verður svo sprellað að hætti drullumallara og keppt í ýmsum nýjum greinum á Ólafsvíkingnum 2001.  Þeir sem vilja fræðast meira um Færeyska daga á Ólafsvík er bent á slóðina:

Nítró þáttur í kvöld

Í kvöld kl. 19.00 verður sýndur Nítró þáttur á Skjá einum með efni frá Enduró- og Motocrosskeppnum.  Missið ekki af þessu!

Engin nánari úrslit í B flokk

Reynt var að fá eitthvað vit í gögn úr B flokk þar sem talið var að hringur 3 og 4 væru eðlilegir.  Hinsvegar eru þær upplýsingar ekki réttar þar sem hringur 1 og 2 (þegar rafmagnið fór af) hafa bein áhrif á millitímana í næstu hringjum og um leið stöðu keppanda.  Við nákvæma skoðun eru því overall úrslitin þau einu sem hægt er að birta.  Allt annað væri steypa.  Keppendur í B flokk verða því að ganga með vasaklút næstu daga til að þurka tárin.

Önnur umferð í enduro

Úrslitin hafa verið birt á vefnum.  Fljótlega eftir að B flokkur var ræstur rofnaði straumur af tímatökubúnaðinum.  Þetta hafði engin áhrif á búnaðinn hvað varðar heildarniðurstöðu (ovarall) en millitímar og aðrar skemmtilegar upplýsingar eru ónýtar.  Tveir keppendur fengu refsingu, 5 mínútur hvor.  Viggó Viggósson, sigurvegari dagsins fékk 5 mínútna refsingu en hélt samt efsta sæti.  Guðmundur Bjarnason færðist hinsvegar niður um 1 sæti við sína 5 mínútna refsingu.  Í báðum tilvikum var það fyrir að sleppa hliði.
Vitað er um einn keppanda sem var meinað um þáttöku þar sem hann mætti of seint en keppendur áttu allir að vera mættir kl. 12.
Á tímabili snjóaði og rigndi á keppendur en undir lok dagsins er ekki vafamál að veðurguðirnir voru okkur hliðhollir.  Hjörtur Líklegur keppnishaldari, stóð sig yfir 100 prósent og var skipulag og framsetning keppninnar til sóma.

Lokastaðan í Enduro 2001

Búið er að reikna stig liða og raða þeim upp. Á þessari stundu eru þessar niðurstöður óstaðfestar. Sjá stöðu.

Bolalada