Spennandi veður

Veðurstofan spáir 3-9 stiga frosti fram að helgi.  Þó svo hlýni um helgina þá spáir veðurstofan því að hitinn fari ekki upp fyrir frostmark.  Svo er bara að bíða og sjá hvort eitthvað sé að marka þá veðurstofumenn.

Stjórnarfundur hjá VÍK í Miðdal

Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins hélt fund laugardaginn 19. janúar til þess að leggja línurnar fyrir komandi ár.  Þeir em hafa áhuga á að kynna sér það sem fram fór á fundinum er bent á að lesa fundargerðina hér.

Ferðasaga

Vefnum hefur borist ferðasaga frá Þóri Þorsteinssyni með nokkrum myndum

Sandferð í Vík í Mýrdal.

05.04.02
Ákveðið að skella sér austur fyrir fjall. Höfðum samband við Bjössa á Flúðum. Hann ákvað að slá til og koma með okkur Gretti. Hann ætlaði að hitta okkur við skeiða afleggjarann kl 9.00. Ég ákvað að breyta um main jet þar sem við yrðum niður við sjó. Þá tók ég eftir að keðjan var of slök og meðan ég var að strekkja á henni kom vinur minn Kristinn Sveinsson (Daddi í Suzuki umboðinu) í heimsókn. Við fórum að ræða heima og geyma. Við það hætti ég að hugsa um það sem ég var að gera, en það átti eftir að koma niður á mér daginn eftir.
06.04.02
Lagt af stað úr Rvk kl 08.00. Ákveðið var að fara í Vík í Mýrdal. Keyra með ströndinni í Þykkvabæjarklaustur. Aka þaðan í norður upp undir jökul. Fara þaðan til baka í Vík.

Grettir og Bjössi í Vík

Komnir í vík um tíuleytið. Hjólin fyllt af bensíni. Magar af mat og nestisboxin af samlokum.
Veðrið var gott ca 4 m sek og létt skýjað. Lögreglan í Vík kom og bað okkur góðfúslega að keyra ekki inn í Vík eða á sjóvarnargarðinum við bæinn. Einhver óánægja hafði verið með hjólamenn sem þurftu að sýna listir sýnar í námunda við hestamenn og almenna túrhesta. Löggi tjáði okkur að hann hefði átt hjól sjálfur og skildi áráttuna.
Við voru orðnir óþreyjufullir í að halda af stað. Loks var allt klárt og við komnir að Kúðafljóti. Ég hafði fundið einhver smá klikk í RMinu, ekki gat það verið keðjan. Þegar við vorum hálfnaðir yfir kvíslar Kúðafljóts finn ég fyrir tannhjólasöng. Mér er litið niður á aftur tannhjólið.
Róin er farin af öxulboltanum og hann hálfur úr, útí miðju Kúðafljóti. Nú eru góð ráð dýr. Ég stekk af hjólinu og næ að ýta því uppá næstu eyju. Ég hringi í Tryggva Ástþórsson í Vík. Hann bíðst til að finna ró á boltann. Grettir og Bjössi bruna í Vík og fá ró hjá Tryggva. Þannig að kvöldið áður þegar ég var að herða keðjuna hafði ég gleymt að herða boltann.

RM án Öxulbolta útí miðju Kúðafljóti.

Bjössi á DRZ og Þór á RM pikkfastir í sandbleytu

Eftir smá ævintýri og hamagang vorum við komnir undir Hjörleifshöfða. Ákváðum við þá að snæða nestið. Þar er Slysavarnarskýli.

Á hurðinni á Slysavarnarskálanum
Grettir og Bjössi seðja hungrið við Hjörleifshöfða við Hjörleifshöfða.
Bjössi og Þór í djúpum hyl

Bjössi og Þór í djúpum hyl

DRZ við Alviðru


Komnir að slysavarnaskálanum Gljáa. Hann hefur ekki fengið viðhald til margra ára. Hefur líklega farið á flot í vetur. Gólfin voru full af sandi. Og gaflin nánast úr húsinu. Umhverfið í kringum Gljáa var á floti. Við urðum að þræða uppí hraunið og yfir erfiðar sandbleytur. En eftir umþb ½ klst
vorum við komnir að öðru slysavarnarskýli.

Þaðan lá nokkuð greið leið upp að vitanum. Allt í einu var eins og við værum komnir úr óbyggðum í gróið land. Þarna voru bæirnir við Þykkvabæjarklaustur. Í gegnum þá lá frábær blast slóði með beygjum og böttum á alla kanta.

En þaðan lá leiðin á “Bensínstöðina”. En þar er til sölu frostlögur, kveikjarabensín og glussi. Að frátöldu Dísel og 95 okt bensíni. Þar kom í ljós að ekki hafði posatæknin rutt sér rúm. Við Sunnlendingarnir vorum náttúrlega bara með kort. En eftir samningaviðræður við hæstráðenda var fallist á að við greiddum í Vík. Þaðan lá leiðin upp norður yfir þjóðveg og í Vík


Höfundur fór fram af snjóhengju, fram yfir sig og fékk hjólið á bakið. Þarna kom brynjan að góðu notum. Eins og ekkert hefði í
skorist.

Bjössi að springa upp árbakka.
Á heimliðinni var skransað í læk

Við vorum komnir um 19 í Vík uppgefnir en sælir. Fengum okkur snarl og lögðum af stað í höfuðborgina. Bjössi sem býr á Flúðum varð eftir við Skeiðarafleggjarann. Við Grettir héldum til
Rvk.
Ef einhverjir ætla sömu leið þá viljum við minna á tilmæli Lögga keyra varlega út úr Vík með stöndinni. Það er nóg af blast stöðum út með ströndinni. Svo endilega versla Bensín og aðra nauðsynjavöru í Vík þar er mjög góður söluskáli og veitingastaður.

Þór Þorsteinsson

Viðbót við vefsíðuna

Vinnsla er hafin á félagshluta vefsíðunnar.  Búið er að bæta VÍK við hér til hliðar í valmyndinni.  Síðan kemur til með að þróast á næstu mánuðum.
Þessu til viðbótar hefur valmöguleikinn að sjá úrslit úr Íslandsmótinu 2001 verið tekinn úr (vinstri) valmynd og hann færður undir „Úrslit keppna og dagatal“.

Frá stjórn VÍK

Umhverfis og Skipulagsdeild hefur afgreitt umsókn V.Í.K um framtíðarsvæði.
Frétt þess efnis var birt í blaði allra landsmanna þriðjudaginn 15.janúar
Þeir gefa „JÁ“ á bráðabirgðarsvæði en tilgreina ekki til hve langs tíma.  Þetta er náttúrulega ekki það sem við vorum að sækja um (enn eitt bráðabirgðasvæðið !) En samt sem áður vilyrði um aðstöðu, og þannig hægt að semja til langs tíma.
næst fer málið til Skipulags-og Byggingarnefndar 23 janúar. Við erum því  að mjakast í rétta átt.
Hér að neðan er bréf frá Þórólfi Jónssyni sem fór með málið fyrir okkar hönd.
————————–
Sæll, Heimir
Ég er ekki kominn með afgreiðsluna í hendur en efnislega er hún þannig nefndin samþykkir fyrir sitt leyti bráðabirgðaleyfi en unnið verði að „draumalausninni“ það er eitt svæði td í Hafnarfirði.  Næst fer málið í skipulags- og byggingarnefnd þar sem Björn undirbýr málið.
kveðja, Þórólfur
—————————
Sæll Þórólfur,
Áð sjálfssögðu fögnum við öllum áföngum í máli okkar. En bráðabirgðarsvæði er ekki það sem við erum að sækja um.  Við höfum þegar fengið bráðabirgðarleyfi, og þau í fjórtán skipti.  Bráðabirgðarsvæði er engin lausn á okkar málum.
Það er helst fyrir „stjörnufræðinga“ og völvur“ að sega til um hvenær „draumalausnin“ verður að veruleika. 1ár? 10 ár ?  Þó að verið sé að vinna í málum í öðrum sveitarfélögum, er okkar lögheimili og varnarþing í Reykjavík.  Þar ætti því að klára okkar mál.  Ég vil taka það fram að ég er að gagnrýna nefndina, en ekki þig, Þórólfur.  Auðvitað tökum við bráðabirgðarleyfi ef ekkert annað býðst Þórólfur, en það er eins og að setja fimmtánda plásturinn á litlaputta, þegar meinið er kransæðarstífla.  Við skulum vona að Birni gangi vel með málið hjá Skipulags og Byggingarnefn,

Kær kveðja,  F.h. stjórnar Vélhjólaíþróttaklúbbsins,
Heimir Barðason

Bolalada