Púkabraut

Fyrsta „löglega“ púkabrautin er tilbúin.  Brautin er á Broadstreet við Njarðvík.  Rétt hjá Grindavíkurafleggjaranum.  Tilvalin braut fyrir púka og pæjur frá 8 ára til 13 ára.  Síðan er bara að færa sig yfir í stóru brautina þegar færnin verður betri.

Júlí 2002

23.07.02 …að Grétar sé eldri en koniakspelinn í verkfærasetti Magga, Just!

…að Öxin í Lambhaga verði hættulegri með árunum, fleiri halda að þeir ráði við hana eftir áralangt áhorf.

…að konur hafi geymt rigninguna meðan menn börðust við rykið.

…að Einar Krassi hafi haft mest fyrir túrnum. Kom á Nokia 520 – sjónvarpsstól, í forstjóraleik, spólaði upp nágrennið og hvarf í eldinn undir gítartónum Steina Tótu.

…að Úrbræðslubrekkan ( Einn af 3 löglegum hestaflamælum landsins ) sé enn þung eftir síðasta gos.

…að HRC gleymdu að kaupa eldgos fyrir hönnun CRF.

…að Maggi sé svekktur á framkvæmdaleysi HRC og tilbúinn að selja þeim gos.

…að evrópskir hafi dáðst ofan frá að tilraunum japanskra í brekkuna.

…að 470 sé 20% meira en 450 í metrum en enginn í ferðinni hafi kunnað að reikna. Hlógu bara hástöfum af brúninni?

…að Maggi hafi hlegið lítið!

…að Grétar hafi hlegið manna mest þegar 380 sveifin vildi ekki niður á brúninni. Og ekki minna á ádreparanum í bakaleiðinni samhliða Steina.

…að Pétur (Skipa) Miðill eigi þyngsta KDX landsins. Það kostaði 20min og 1bak að losna úr gilinu sem hinir tóku ekki eftir.

…að bak Péturs komist ekki fyrir í Suzuki húshjóli. Þegar farþegasætið var lagt aftur, þurfti hjálm og gleraugu í bæinn.

…að Tóti Mælir sparaði svo mikið bensín meðan hinir reyndu við Úrbræðslu að hann keyrir frítt fram á haust!

…að Gummi Púki sé enn skít-hræddur við FC501. Bergurinn var í enduro ferð og Gummi fékk að sitja á.

…að menn læra að sofa við 1 mini PW50 í gangi frá kl. 08:00 í Lambhaga, enda ný sofnaðir.

18.07.02 …að nýja 525 SXið sé allgjör sprengja

…að ónefndur topp keppnismaður hafi aukið hraðan um helming þegar hann prufaði græjuna í Ólafsvík

…að Helgi Valur hafi þurft að draga hann af baki

…að Einari þyki „gamla“ 520 SXið vera Enduro hjól

…að Helgi Valur fái 50.000,- sekt frá KTM Racing Team ef hann verði í 4 sæti

…að sektin sé 100.000,- fyrir 5 sætið

…að Einar sé klár í Fast Eddy´s um helgina

…að Bretarnir ætli að jafna leikinn við Íslendingana fyrir þorskastríðið.

…að Kjartan á Klaustri tali tungum eftir að hafa fengið nýja 450 EXCið

…að hann geti keyrt upp fossa

…að ótrúlegustu menn hafi komið í KTM / MOTO og óskað eftir 450

…að þeir hafi flestir verið dulbúnir og krafist nafnleyndar

…að von sé á nýjum 450 MXC fyrir Verslunarmannahelgi

…að KTM Austria sé þögul sem gröfin yfir nýja 250 SXinu og 450 SXinu

…að enginn fá að vita neitt um þessar Moto-Cross sprengjur fyrr en í September

…að karlmenn keyri 500

…að sannir karlmenn haldi áfram að vera sannir karlmenn

…að þeir elti enga tískustrauma

…að því að tískan fer í hringi

…að Ólafsfirðingar tengi saman hjóltúra og hrefnuveiðar

…að þeir séu þó skárri á hjólunum en við veiðarnar

16.07.02 …að góð mæting hafi verið í KTM Ferðina 2002

…að ferðin hafi verið sú 4 í röðinni

…að 22 hafi hjólað úr bænum á föstudag í Hrauneyjar

…að SKY Digital hafi vakið meira áhuga hjá hópnum um kvöldið en barinn

…að 2 ný 450 EXC 2003 hafi verið með í túrnum

…að það séu fyrstu 450 EXC hjólin sem tekin hafi verið í notkun í heiminum af venjulegum kaupendum

…að enginn hafi verið þunnur á laugardagsmorgun en 32 hjól lögðu frá Hrauneyjum kl:11

…að margir sprengdu, þó aðrir oftar en sumir.

…að það hafi verið farið að hvessa við komuna í Jökulheima

…að það hafi verið smollið á fárviðri þegar lagt var af stað frá Hrauneyjum

…að fyrst hafi hópurinn verið sandblásinn en síðan grýttur

…að Lucky Joe hafi verið án lukkunnar þegar hann fauk útí móa

…að Helgi Valur hafi fokið jafn langt

…að „S“Ölvi hafi slegið metið og fokið lengst

…að tilboð sé á vintra plasti og Autosol í MOTO

…að ekki hafi allir verið edrú á laugardagskvöldið

…að grill Chef a´la Katoom hafi verið sveittur við grillið

…að 1/2 kíló af enduro lambi hafi dottið ofan í hvern kjaft

…að Emil hafi dáið oftar á 24 tímum en meðal maður á áratug

…að gott sé að fara í bað fyrir svefnin

…að þeir sem fóru í bað hafi farið snemma að sofa… um morguninn

…að aðeins 5 hafi hjólað í bæinn

…að mótorhjólamenn séu enn velkomnir í Hrauneyjar

04.07.02 …að KTM-liðið hafi ekki geta tekið þátt í Fast Eddy keppninni vegna verslunar- leiðangurs í London.

Úrslit frá Ólafsvík

Vefurinn (vefstjóri) er í sumarfríi (alltaf í fríi) og ekki verið í aðstöðu til að uppfæra vefinn. Nú gafst loksins tækifæri til að birta úrslitin. Vefurinn biðst afsökunar á þessum töfum. Sjá nánar hér

Ólafsvíkingurinn 2002

Þar sem að Eyjafjarðarleikarnir voru ekki haldnir að þessu sinni þá hefur verið ákveðið að halda Ólafsvíkinginn 2002 í staðinn á laugardaginn, strax eftir keppni.  Búið er að fá tjaldaðstöðu á sama stað og í fyrra, við bátinn á vinstri hönd þegar maður kemur inn í bæinn. Það verður keppt í þessum klassísku keppnisgreinum eins og dekkjakasti, breakdansi, reipitogi, pönnukökubakstri, prumpu- og grettukeppni ásamt fleiru. Einnig verður keppt í Asnaleikum VÍK í fyrsta skipti. Heyrst hefur að hluti af Stimpilhringjunum ætli að mæta með bítl á svæðið. Það er því um að gera að mæta á svæðið og taka þátt.

Fast Eddie

Síðastliðinn sunnudag kepptu Reynir Jónsson og Einar Sigurðsson i Fast Eddie enduroinu sem að þessu sinni fór fram i Tong Hall i Bretlandi. Brautin lág að mestu um skóglendi og þar sem hafði rignt nokkuð var mikil drulla og trjáræturnar mjög sleipar og erfiðar viðureignar.  Voru félagarnir skraðir til þáttöku í Pro – flokki þar sem saman eru komnir allir bestu enduromenn Bretlands.
Einar keppti a KTM 450 og Reynir ók Hondu CRF 450.  Startið var ekki ósvipað því sem var á Klaustri í vor: hópur manna byrjaði keppnina med slökkt á vélunum. Strax i upphafi varð Reynir fyrir stóru áfalli þegar hjólið hans (sem var i fremstu röð við hliðina a Einari) fór ekki i gang. Upphófst mikil dramatík sem endadi ekki fyrr en meirihluti keppanda var lagður af stað og Rob Wobb sem var „makkinn“ hans Reynis kom inn á brautina og kom hjólinu i gang.   Það má segja að Reynir hafi þurft að yfirstíga stóran andlegann þröskuld við þetta óhapp og óttuðumst við sem horfðum á að hann mundi etv. missa algerlega móðinn.  Það gerði hann sem betur fer ekki og hóf keppnina med síðustu mönnum.  Ekki gott.  Fljótlega fóru hjólin þá að snúast og átti hann góða brautartíma eftir þetta.  Einar náð hinsvegar góðu starti og var greinilega í góðu formi og sýndi fantagóða takta.  Hélt hann stöðu sinni út alla keppnina og gott betur, því hann náði að kroppa i eitt og eitt sæti er menn fóru að detta út.  Greinilegt að hann er í æfingu, bæði á hjólinu og að keyra á erlendri grundu.  Í lok dags var Einar i 16 sæti og Reynir i 19 sæti sem verður að teljast góður árangur í Pro flokki.  Ég fékk tækifæri til að aka brautina i lok keppninar. Hrikalega sleip, krefjandi brekkur, allt á kafi í trjám og djúp drulla….. ekkert grín í þriggja tíma keppni.  Hefði ég þurft að aka alla keppnina hefði ég ekki verid lengi ad láta mig hverfa ofan i einhverja lautina með bjór í annari og vindil i hinni.  Að keppni lokinni var „fagnað“ med viðeigandi hætti glæsilegri frammistöðu okkar manna.  DBR voru mjög hrifnir af frammistöðu drengjanna.  Ljóst er að slíkum víkingaferðum fylgir gríðarleg ný reynsla.  Til hamingju strákar með flotta frammistöðu……4

Lambhagi

Enduroskreppurinn er að breytast í alvöru æfingu fyrir stóru ferðina. Í stað dagsferðar um nágrenni Reykjavíkur hefur Stein Tótu ákveðið að vera í Lambhaga um helgina.
Farið verður þaðan um hádegisbil og stefnt á Dómadal og nágrenni.  Menn geta ÞÁ valið hvort þeir fari hí bæinn um kvöldið eða veri í Grilli og gítar um kvöldið.
Steini guidar, grillar og gítrar.
Grillið verður 1,000kall á haus.
Það tekur ekki nema einn og hálfann tíma að rúlla þarna upp eftir. Frábærar leiðir um allt alveg inn að tjaldi. Leiðin er einföld. Keyrt upp Landssveitina að bænum Skarði, þar út af til vinstri ( Loka hliðum takk ) og upp með Þjórsánni austanverðri. Slóðin greinist í tvennt og liggja báðar að tjaldstæðinu. Greiðfærari leiðin er á vinstri innan við fyrsta hlið. Steini

Bolalada