VÍH er orðið deild í AíH

Stofnað hefur verið Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) og með þeim gjörningi hafa þrjú akstursíþróttafélög sameinast í eitt. Vélhjólaíþróttafélag Hafnarfjarðar, Rallýcrossklúbburinn og Mótorsportklúbbur Íslands standa á bak við þetta félag sem er deildaskipt. Vélhjóla, Rallýcross og Go-cart deildir munu starfa innan félagsins. Nýtt félag mun sækja um inngöngu í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og ætlunin er að byggja upp sameiginlegt keppnissvæði fyrir þessar þrjár akstursíþróttir í Hafnarfirði. Hafi menn áhuga á að ganga í félagið þá geta þeir sent tölvupóst á Aron Reynisson (aronreyn@simnet.is ), Guðberg Guðbergsson (iceman@simnet.is ) eða Halldór Jóhannsson (hj@centrum.is).
Stjórn AÍH.

Gamli góði XR-600

Búinn er að setja saman nokkrar línur um “gamlan vin” –XR 600 sem nú er að mestu út-dauður, og fylgja 4 myndir.  Gæti verið þokkaleg lesning.  Kveðja 4.

Förum ca. 6 ár aftur í tímann og þá þótti Honda XR 600 ennþá einn flottasti “thumperinn”  í bænum.  Förum aðeins lengra aftur,  kannski 10 ár og þá var bara ekkert annað til heldur en Honda XR 600 (amk í hugum flestra).  Enginn var maður með mönnum nema eiga honduna, og ekki að ástæðulausu, hjólið var gott á þeirra tíma mælikvarða, virkaði vel, var fjölhæft, flott og ekki síst alveg ódrepandi.  En svo kom Yamaha með YZ400 fourstroke sem svo óx úr öllu valdi og er afleiðingin fjórgengis bylting sem má alveg lýsa sem æði.  Hondan þróaði síðar alveg nýja hugmynd af fjórgengishjóli sem í dag heitir CRF (og CRF-X sem er endúró týpan) og smátt og smátt helltist gamli góði XR-inn úr lestinni sem forystufákur í fjórgengisdeildinni. Auðvitað mega XR-in sín lítils gegn nútíma fjórgengishjólum í keppni.  Þau eiga einfaldlega ekki sjéns (nema kannski í Baja). Lesa áfram Gamli góði XR-600

MX des Nations

MX des Nations, Bellpuig-Spain Þá er Des Nation lokið á Spáni en keppnin fór fram um helgina. Keppnin átti fyrst að fara fram í Californiu USA en pólítík og „Allir Grænir“ stöðvuðu það mál, keppnin var þá flutt til Spánar á síðustu stundu og sáu lönd eins og USA sér ekki fært að senda keppendur með svo skömmum fyrirvara. Afleiðingin var hálf litlaus keppni en Team Italy sigraði. Það var hinsvegar Spánverjinn Javier Garcia Viggó sem vann.

Landsliðakeppni: 1. Italy 2. Belgium 3. Finland 4. Spain 5. Sweden

Úrslit einstaklinga: 1. JAVIER GARCIA VICO, SPA  2. Andrea Bartolini, ITA 3. Alessio Chiodi, ITA 4. Jussi Vehvilainen, FIN 5. PETER IVEN, BEL   6. DANNY THEYBERS, BEL, KTM 7. Joakim Karlsson, SWE 8. Marko Kovalainen, FIN 9. Alex Puzar, ITA 10. Thierry Bethys, FRA

Hvaleyrarvatn

Búið er að mæla ísinn á Hvaleyrarvatni. Hann er spegilsléttur og 5 cm þykkur að meðaltali. Við þurfum að minnsta kosti 10 cm þykkan ís til þess að það teljist öruggt að hjóla á honum. Veðuspáin gerir ráð fyrir að það slakni á frostinu á föstudag og laugardag en síðan frysti aftur. Við getum því vonandi hjólað á ís í næstu viku. Eins og í fyrra er mælst til þess að ekið sé að Hvaleyrarvatni um Krísuvíkurveg en ekki í gegnum hesthúsahverfið. Einnig að bílum sé lagt við vestari enda vatnsins.

Innanhúss æfingar

Brotið hefur verið blað í sögu Vélhjólaíþróttaklúbbsins því að nú hefjast æfingar innanhúss og verða í allan vetur.  Fyrsta æfingin verður sunnudaginn 3.nóvember kl 14.15 til 17.30. Á þessari fyrstu æfingu verður opið hús, þannig að allir félagsmenn geta mætt og prófað aðstæður. Seinna í vetur verður tímanum síðan skipt niður eftir hjólastærð og aldri keppanda og verður það auglýst síðar. Á staðnum verða stjórnarmenn sem koma til með að kenna reglur hússins og hvernig æfingafyrirkomulagið verður. Nýliðar, krakkar og unglingar eru sérstaklega velkomin. Aðgangseyrir er enginn.

Áhugasamir um þjálfarastöðu fyrir krakka og unglinga hafið samband við stjórnarmenn.

Sunnudaginn 3.nóv allir félagsmenn VÍK velkomnir í Reiðhöllinna í Víðidal milli klukkan 14.15 og 17.30.
Stjórnin

Jesús gekk á vatni

…eða svo segir biblían.  Ingvar smurkóngur gekk hinsvegar á Hvaleyrarvatni um níuleytið í kvöld.  Sjö metrum frá fjöruborði brakaði og dúaði ísinn vel.  Þorði hann ekki lengra en henti stórum steinum eins langt og hægt var.  Enginn steinanna fór í gegn.  Það er þriðjudagur í dag og með hóflegum skammti af hafnfirskri bjartsýni verður hægt að hjóla á ísnum um næstu helgi.

Bolalada