Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

1. umferð Íslandsmótsins í ískrossi fór fram á Leirutjörninni á Akureyri í dag í björtu og góðu veðri og frábærum aðstæðum. Kári Jónsson tók vetrardekkjaflokkinn með trompi og sigraði öll sín moto með Bjarka Sig á hælunum í 2. sæti og Sigurð Bjarnason í þriðja sæti. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn eftir harða baráttu við Andreu Dögg Kjartansdóttur. Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir varð í þriðja sæti.

Opna flokkinn (skrúfugaurarnir) sigraði Jón Ásgeir Þorláksson með talsverðum yfirburðum en Anton Freyr Birgisson gerði þó sitt besta og veitti honum góða keppni, þriðji maður í opna flokknum varð svo Guðjón Vésteinsson.

Lesa áfram Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

Matarprógram – Pistill 2

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.

____________________________________________________

Næringarefnin

Við fáum orku úr þremur flokkum næringarefna – fitu, kolvetnum og prótíni.

Prótín eða eggjahvítuefni er uppbyggingarefni líkamans. Nauðsynlegt er að fá gott

prótín reglulega allan daginn, einkum eftir æfingar. Leitast skal við að eitthvert magn af

prótíni sé í hverri máltíð dagsins. Prótínrík matvæli eru til dæmis egg (hvítan), fiskmeti,

kjöt, hnetur, skyr og aðrar mjólkurvörur auk fæðubótarefna.

Lesa áfram Matarprógram – Pistill 2

Dagskrá fyrir Íscrossið

Hér er dagskráin fyrir Íscrossið á laugardaginn. Keyrt verður í tveimur hollum, annars vegar þeir sem eru á skrúfum og svo hins vegar þeir sem eru á nöglum.

Þar sem mæting er ekki fyrr en kl. 11, er ekkert mál að keyra úr Reykjavík um morguninn og heim aftur um kvöldið ef menn vilja.

Enn er hægt að skrá sig í skemmtilegt mót.

Smellið hér fyrir dagskrá

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.

Næstu daga mun ég birta hér nokkra punkta frá Jóa Pétri, en hann er einkaþjálfari og hjólari af skaganum. Þakka honum kærlega fyrir að leyfa okkur að fá smá innsýn í hvað hann ráðleggur sínu fólki. Kannski getum við nýtt okkur eitthvað af þessu hjá honum, jafnvel allt.

 

Matarprógram

 Inngangur

Eftirfarandi ráðleggingar henta öllum þeim sem vilja ná árangri.

Hvort sem markmiðið er að léttast eða þyngjast, er hér um að ræða

raunhæfar leiðbeiningar að settu marki. Hér eru engar skyndilausnir heldur er áherslan

lögð á nýjan heilsusamlegan lífsstíl til að fylgja eftir til frambúðar.

Lesa áfram Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.

Skráningu í Íscross lýkur á fimmtudagskvöld

Frá Akureyri

Íslandsmótið í íscrossi hefst á Akureyri á laugardag.  Aðstæður á Leirtjörninni eru prýðisgóðar og því horfur á góðu móti. Skráningu í keppnina lýkur í kvöld kl. 21.00 á heimasíðu MSÍ.

Skráning hefur verið framlengd fram á fimmtudagskvöld kl. 21.00. Ekki missa af þessu.

Bolalada