Vor í LOFTI ?

Hjólafólk vinsamlegast athugið.

Þar sem hlýindi undanfarinna daga hafa kveikt mikla hjólalöngun viljum við árétta!!!. Það verður að leyfa jarðveginum að jafna sig betur áður en farið er að sprautast út um allt á tuggunum. Hjólafar í viðkvæman jarðveg núna getur þýtt stórkostlega skemmd í vor. Vinsamlega nýtið ykkur brautirnar í Þorlákshöfn, það er leyfilegt og kostar bara 1000 kr að leika sér þar í heilan dag.

Einnig var tekin skoðunarferð á Bolaöldusvæðið, vegurinn þangað uppeftir er nánast ófær vegna leysinga. Allur jarðvegur utan vega er þar af leiðani enn viðkvæmari.

VEGURINN UPP Í BOLAÖLDU ER LOKAÐUR VEGNA LEYSINGA.

Hjólakveðja.

Stjórn VÍK.

 

Íscross á Mývatni

Smellið á auglýsingu!
Smellið á auglýsingu!

Mývetningar erum búnir að sjóða saman flottann pakka í kringum 2. og 3. umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, með hjálp nokkurra styrktaraðila.

Dagskráin er birt hér með og svo er skráningin á www.msisport.is

munið tímatökusendana…

Dagskrá
Laugardagur 2. mars – Stakhólstjörn – 2. umferð Íslandsmótið
12:00 Mæting keppenda og skoðun hjóla
13:00 Keppni hefst samkvæmt tímaplani
16:00 Verðlaunaafhending
17:00 Öllum keppendum boðið í Jarðböðin við Mývatn
19:00 Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar býður keppendum í Pizzaveislu á Daddy’s
Lesa áfram Íscross á Mývatni

Bíóviðburður ársins: Nitro Circus 3D The Movie / aðeins ein sýning

404

Ein rosalegasta kvikmynd sem gerð hefur veri532ð.

Í myndinni sýna sýna brjáluðu adrenalínfíklarnir í Nitro Circus hópnum hvernig hægt er að tvinna saman jaðarsporti og afþreyingu á eftirminnilegan hátt.

Nitro Circus hópurinn hefur slegið í gegn víða um heim með sýningum sem eiga sér engan líka og hér um að ræða þeirra fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Óhætt er að fullyrða að hér séu á ferðinni stærri og klikkaðri áhættuatriði en sést hafi áður á hvíta tjaldinu.

Íslenskir áhorfendur geta nú notið þessa einstaka bíóviðburðar í Smárabíói þann 28. febrúar. Það skal ítrekað að aðeins er um eina sýningu er að ræða. Miðasala er hafin og aðeins 400 miðar eru í boði; fyrstir koma, fyrstir fá. Kaupa miða hér:   http://midi.is/bio/7/3734 Lesa áfram Bíóviðburður ársins: Nitro Circus 3D The Movie / aðeins ein sýning

Matarprógram – Pistill 5.

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Boot camp Akranes. 

___________________________________________________

Gott er að eiga í skápnum

Kjöt og fiskur: Kjúklingur, kalkúnn, fiskur, túnfiskur, kjúklingaálegg og rautt kjöt, harðfiskur.

Egg: Eggjakaka, eggjahvíta á brauð og í salat.

. Mjólkurafurðir: Sykursnautt skyr, fjörmjólk, undanrenna, kotasæla, 11–17% ostur.

Ávextir og grænmeti.

.  Hnetur og fræ.

Kornmeti: Haframjöl, brún hrísgrjón eða hýðishrísgrjón, heilhveitipasta, gróft brauð, hrökkbrauð, sætar kartöflur, kúskús.

Lesa áfram Matarprógram – Pistill 5.

Matarprógram – Pistill 4.

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.  

___________________________________________________

Máltíðir

1. máltíð – Ef æft er fyrir morgunmat (ca. 6-7)

Banani eða appelsína og vatnsglas.

2 skífur af hrökkbrauði með grænmeti og vatnsglas

. Orkudrykkur.

Til að þyngja sig: Banani og orkudrykkur.

Á morgnana finnst mörgum erfitt að æfa á fastandi maga og þá er tilvalið að fá sér létta

máltíð sem gefur engu að síður orku. Ekki er gott að neyta mjólkurvara eða ávaxtasafa

svo snemma morguns þar sem mjólkursykur og sýrur geta valdið ógleði og óþægindum í

meltingarvegi. Á þeim dögum sem ekki er æft er þessari máltíð sleppt. Ef fólk æfir ekki á

morgnana á það að sleppa þessari máltíð.

Lesa áfram Matarprógram – Pistill 4.

Matarprógram – Pistill 3

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.  ATH gott er að ráðfæra sig við einkaþjálfara eða næringarfræðing um hvað hentar einstklingnum best. Hér eru almennar leiðbeiningar.

_____________________________________________________

Að léttast

Ef ætlunin er að léttast er mikilvægt að borða margar litlar máltíðir reglulega yfir daginn.

Ef við sveltum okkur í þeim tilgangi að losa okkur við aukakíló þá léttumst við eingöngu

vegna þess að vöðvarnir rýrna, en fituprósentan helst hins vegar hin sama eða eykst

jafnvel. Þegar sultarskeiðinu lýkur er líkaminn verr í stakk búinn til að verjast

aukakílóunum en áður, af því að það er hlutverk vöðvanna að brenna fitu. Fólk fellur þess

vegna aftur í sama far og oftast verður það enn þyngra en áður. Þegar barist er við

aukakíló skal ávallt muna að það tekur tíma að ná varanlegum árangri. Með styrktar- og

brennsluæfingum annars vegar og hollu og góðu mataræði hins vegar veitum við

líkamanum öflug vopn í þessari baráttu og komumst hjá því að falla í sama far og áður.

Lesa áfram Matarprógram – Pistill 3

Bolalada