Vefmyndavél

Góður kynningarfundur í gær vegna Klausturs 2013

IMG_0305Kynningarfundur fór fram í gær vegna Klausturs 2013 og var hann ágætlega sóttur.  Í upphafi fundar fór Geir Gunnar Magnússon næringafræðingur yfir mataræði almennt og sérstaklega fyrir íþróttafólk og var margt áhugavert sem koma þar fram.  Síðan var fyrirkomulag keppninnar sem fer fram 25 maí kynnt ásamt flokkum og skráningu.  Fjölgað hefur verið verulega í flokkum og er það gert til að reyna að skapa aukna stemmingu á staðnum og einnig fyrir keppninni.  Verður t.d. hjóna/paraflokkur (Einar púki og Gunni painter verða koma með staðfest vottorð um sambúð ef þeir ætla að keppa í þessum flokki :)).  Einnig á að reyna á að laða fram gamlar tuggur sem leynast inn í skúrum landsmanna og verður sérflokkur fyrir hjól sem eru 15 ára og eldri.  Verður það meira í skemmtiformi og „keppir“ sá flokkur á undan aðalkeppninni og er um að gera fyrir aðila sem eiga slík hjól að mæta með þau og sýna á staðnum, en nánar um það síðar.

Skráning í keppnina hefst kl.20:00 að íslenskum staðartíma föstudaginn 1 mars og fer skráningin fram á vef MSÍ, www.msisport.is.  Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og verður áfram miðað við 400 keppendur í það heila óháð fjölda liða, m.ö.o. einungis 400 keppendur fá að taka þátt.  Er það gert að beiðni landeiganda sem telur að svæðið beri ekki fleiri keppendur og virðum við það að sjálfsögðu.  Meginreglan við skráningu er sú að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR en þó með þeirri undantekningu að VÍK áskilur sér rétt til að endurraða á ráslínu í fyrstu tvær til þjár línurnar ef þarf og verður það eingöngu gert af öryggis sjónarmiði. Það er engin verðbólga í gangi hjá VÍK og verður keppnisgjaldið óbreytt frá árinu 2012 og verður AÐEINS kr. 13.000 á hvern keppenda.  M.ö.o. ef þú ert einn að þá borgar þú 1 x 13.000 kr., ef það eru tveir í liði að þá er borgað 2 x 13.000 kr. o.s.frv.  Fyrir þá sem eru orðnir ryðgaðir að skrá sig í gegnum MSÍ, að þá er hægt að skoða ferlið hér en þarna eru líka leiðbeiningar fyrir nýja aðila sem EKKI hafa notað þetta kerfi áður og þurfa að stofna sig inn í FELIX.  ATH! að nóg er að einn liðsfélagi sé með aðgang og getur hann þá skráð hina sem ekki eru með aðgang að FELIX kerfinu en hann getur eingöngu skráð sig og sitt lið.

Við viljum benda væntanlegum þátttakendum á að til þess að skráning verði gild, þarf sá að vera búin að greiða félagsgjaldið í sitt félag/klúbb og verður það kannað eftir skráningu hvort svo sé.  Búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda á vefnum hjá VÍK og nýjung í boði þar fyrir félagsmenn sem kynnt verður sérstaklega í annari tilkynningu/frétt.  Að lokum viljum við bara segja, „gangi ykkur vel og sjáumst hress á Klaustri 25 maí“

Breytt dagskrá og tímataka í ískrossinu um helgina

20130227_103712Eins og flestum mun ljóst er afar dræm þátttaka í Íslandsmeistaramótinu í Íscrossi um næstu helgi, þrátt fyrir að aðstæður séu með allra besta móti. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og MSÍ hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að keyra ekki tímatökur í mótinu, þar sem keppnisgjöld standa ekki undir kostnaði. Keppnisfyrirkomulagið verður því með sama sniði og á Akureyri í 1. umferðinni, en haldið verður utanum stigagjöf til Íslandsmeistara. Í þessu ljósi hefur Akstursíþróttafélagið tekið ákvörðun um að keyra báðar umferðirnar á laugardag, samkvæmt meðfylgjandi tímaplani.

 Kveðja úr Mývatnssveit

Dagskráin er hér: Lesa meira af Breytt dagskrá og tímataka í ískrossinu um helgina

Skráningarfrestur í ískrossið rennur út kl. 21 og verður EKKI framlengdur!

Skráningarfrestur í 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í ískrossi rennur út í kvöld á www.msisport.is og verður ekki framlengdur. Það er því ekki eftir neinu að bíða ef menn hafa hug á að taka þátt og skemmta sér í góðum hóp á Mývatni um helgina

Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.

Nú er allt að fara af stað hjá okkur.

Næstkomandi miðvikudag, 27.02.2013, verðum við með kynningafund um Klausturskeppnina 2013.

Fundarstaður er ÍSÍ húsið Laugardal, í sal G. Fundartími kl 20:00.

Farið verður yfir:

Kostnað, flokka, reglur, breytingar, skráningu og önnur atriði.

Einnig fáum við til okkar Geir Gunnar Markússon næringarfræðing. Hann mun fara yfir nokkur góð atriði varðandi mataræði fyrir okkur hjólafólk.

Mætið og takið þátt í að skapa.

Stjórn VÍK

Vor í LOFTI ?

Hjólafólk vinsamlegast athugið.

Þar sem hlýindi undanfarinna daga hafa kveikt mikla hjólalöngun viljum við árétta!!!. Það verður að leyfa jarðveginum að jafna sig betur áður en farið er að sprautast út um allt á tuggunum. Hjólafar í viðkvæman jarðveg núna getur þýtt stórkostlega skemmd í vor. Vinsamlega nýtið ykkur brautirnar í Þorlákshöfn, það er leyfilegt og kostar bara 1000 kr að leika sér þar í heilan dag.

Einnig var tekin skoðunarferð á Bolaöldusvæðið, vegurinn þangað uppeftir er nánast ófær vegna leysinga. Allur jarðvegur utan vega er þar af leiðani enn viðkvæmari.

VEGURINN UPP Í BOLAÖLDU ER LOKAÐUR VEGNA LEYSINGA.

Hjólakveðja.

Stjórn VÍK.

 

Íscross á Mývatni

Smellið á auglýsingu!

Smellið á auglýsingu!

Mývetningar erum búnir að sjóða saman flottann pakka í kringum 2. og 3. umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, með hjálp nokkurra styrktaraðila.

Dagskráin er birt hér með og svo er skráningin á www.msisport.is

munið tímatökusendana…

Dagskrá
Laugardagur 2. mars – Stakhólstjörn – 2. umferð Íslandsmótið
12:00 Mæting keppenda og skoðun hjóla
13:00 Keppni hefst samkvæmt tímaplani
16:00 Verðlaunaafhending
17:00 Öllum keppendum boðið í Jarðböðin við Mývatn
19:00 Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar býður keppendum í Pizzaveislu á Daddy’s
Lesa meira af Íscross á Mývatni

Síða 81 af 940« Fyrsta...2040...7980818283...100120...Síðasta »