Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar fær leyfi fyrir fleiri æfingasvæði

Af www.feykir.is
Beiðni Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um endurnýjun á leigusamningi til 25 ára á svæði því sem sveitarfélagið hefur úthlutað klúbbnum undir starfsemi sína var tekið fyrir á fundi byggðarráðs í síðustu viku. Þykir mikilvægt fyrir klúbbinn að fá samninginn samþykktan svo klúbburinn geti haldið áfram að byggja upp starfsemi sína til framtíðar.

Einnig óskaði klúbburinn eftir því að fá leyfi til æfinga á eftirfarandi svæðum sem landeigendur hafa gefið samþykki sitt fyrir. Æfingasvæði fyrir ísakstur á Miklavatni í landi Gils, æfingasvæði motocross í landi Kjartanstaðakots og æfingasvæði fyrir enduro í landi Fagragerðis.

Umhverfis- og samgöngunefnd tók erindið fyrir á 83. fundi sínum og bókaði eftirfarandi ”Umhverfis- og samgöngunefnd mælir með endurskoðun og framlengingu leigusamnings til 25 ára en með gagnkvæmu uppsagnarákvæði eftir 5 ár. Nefndin hefur ekki athugasemdir við leyfisveitingu á umbeðnum svæðum til æfingaaksturs.“

Byggðarráð samþykkti erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi til 25 ára með gagnkvæmu uppsagnarákvæði á 5 ára fresti.

Signý valin Íþróttamaður HSÞ 2012

Signý hlaðin verðlaunum
Signý hlaðin verðlaunum

Signý Stefánsdóttir hefur verið valin Íþróttamaður HSÞ fyrir árið 2012 en tilkynnt var um kjörið á ársþingi HSÞ á Grenivík í gær. Er þetta í fyrsta skipti í manna minnum sem íþróttamaður sem stundar aðrar greinar en frjálsar íþróttir eða glímu fær þessa viðurkenningu.

Í umsögn um Signý Stefánsdóttur segir þetta:

Signý hefur á undanförnum árum unnið fjölda Íslandsmeistaratitla í akstursíþróttum, m.a. í ískrossi, motocrossi og þolakstri.
Hún var valin akstursíþróttakona ársins árið 2008 hjá MSÍ, keppti erlendis í heimsmeistaramóti kvenna í motocrossi árið 2009 og endaði í 27. sæti. Var töluvert frá keppni árið 2010 vegna meiðsla, en varð Íslandslandsmeistari í ískrossi árið 2011 og nú á síðasta ári varð hún Íslandsmeistari í öllum greinum sem keppt var í á vegum Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands og var að auki valin akstursíþróttakona ársins 2012.

Lesa áfram Signý valin Íþróttamaður HSÞ 2012

Kvikmyndasýning um Dakar rallið

stories from the Dakar rallyHið árlega Kvikmyndakvöld Slóðavina verður næstkomandi miðvikudagskvöld í Bíó Paradís, sal 2 við Hverfisgötu 54.

Miðasala hefst á staðnum klukkan 19:30 en myndin hefst kl.20:00. Miðaverð er 1200.kr og er veitingarsala á staðnum.

Sýnd verður myndin „Stories from the Dakar Rally“ en í myndinni er farið yfir 30 ára sögu keppninnar meðan hún var í haldin í Afríku, sýndar myndir og viðtöl frá upphafsárunum ásamt eftirminnilegustu atburðum frá hverri keppni.

Lesa áfram Kvikmyndasýning um Dakar rallið

Úrslit ískrossins og kveðja úr Mývatnssveit

Ískrossið í Mývatnssveit um síðustu helgi heppnaðist gríðarlega vel í frábæru veðri.

Veðrið lék hreinlega við keppendur!
Veðrið lék hreinlega við keppendur!

Lagðar voru tvær brautir, annars vegar á Stakhólstjörn og hins vegar við Fuglasafnið í Neslöndum. Ísinn gat ekki verið betri og í hádegishléinu á milli umferða buðu strákarinir í Team Ice-andi uppá grillaðar pylsur. Eftir mótið skelltu menn sér í Jarðböðin og síðan í Pizzaveislu í boði Akstursíþróttafélagsins. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins, en stelpurnar tvær Signý og Ásdís ákváðu að keppa bara við strákana í vetrardekkjaflokki og gerðu þeim heldur betur erfitt fyrir.

Kveðja úr Mývatnssveitinni !

Nánari úrslit eru hér:

Lesa áfram Úrslit ískrossins og kveðja úr Mývatnssveit

Enduro Klaustur 2013.

Skráningin er þegar farin fram úr okkar björtustu vonum. Hvetjum alla til að skrá sig tímalega, já eiginlega strax. Annars verður allt uppselt áður en helgin er liðin.

Þökkum kærlega fyrir góðar viðtökur, þetta hvetur okkur til enn frekari  dáða.

Viljum þó taka eitt fram!!!! Ógeidd félagsgjöld þýðir að viðkomandi er ekki að taka þátt í Klausturskeppninni. Gangið frá félagsgjöldum í ykkar klúbb sem fyrst til að forðast vandræði.

Aðeins nokkrar mínútur þar til skráning í Klausturskeppnina

Nú hefst skráning í Klausturskeppnina eftir örfáar mínútur. Þetta þarftu að hafa á hreinu:

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2013
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2013 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélagann ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Bolalada