Vefmyndavél

Úrslit ískrossins og kveðja úr Mývatnssveit

Ískrossið í Mývatnssveit um síðustu helgi heppnaðist gríðarlega vel í frábæru veðri.

Veðrið lék hreinlega við keppendur!

Veðrið lék hreinlega við keppendur!

Lagðar voru tvær brautir, annars vegar á Stakhólstjörn og hins vegar við Fuglasafnið í Neslöndum. Ísinn gat ekki verið betri og í hádegishléinu á milli umferða buðu strákarinir í Team Ice-andi uppá grillaðar pylsur. Eftir mótið skelltu menn sér í Jarðböðin og síðan í Pizzaveislu í boði Akstursíþróttafélagsins. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins, en stelpurnar tvær Signý og Ásdís ákváðu að keppa bara við strákana í vetrardekkjaflokki og gerðu þeim heldur betur erfitt fyrir.

Kveðja úr Mývatnssveitinni !

Nánari úrslit eru hér:

Lesa meira af Úrslit ískrossins og kveðja úr Mývatnssveit

Enduro Klaustur 2013.

Skráningin er þegar farin fram úr okkar björtustu vonum. Hvetjum alla til að skrá sig tímalega, já eiginlega strax. Annars verður allt uppselt áður en helgin er liðin.

Þökkum kærlega fyrir góðar viðtökur, þetta hvetur okkur til enn frekari  dáða.

Viljum þó taka eitt fram!!!! Ógeidd félagsgjöld þýðir að viðkomandi er ekki að taka þátt í Klausturskeppninni. Gangið frá félagsgjöldum í ykkar klúbb sem fyrst til að forðast vandræði.

Aðeins nokkrar mínútur þar til skráning í Klausturskeppnina

Nú hefst skráning í Klausturskeppnina eftir örfáar mínútur. Þetta þarftu að hafa á hreinu:

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2013
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2013 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélagann ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Félagsgjöld og árskort Motomos 2013

Félagsgjald fyrir árið 2013 er 4.000 kr.  (lækkun síðan í fyrra)

Veittur er fjölskylduafsláttur til þeirra sem hafa sama lögheimili.
Gjaldið fyrir fjölskyldu er 6.000 kr.

Til að gerast félagsmaður MotoMos þarf að leggja inná reikning
0315-13-301354, kennitala MotoMos er 511202-3530.

Setjið í skýringu með greiðslu, kennitölu þess sem greitt er fyrir.
Ef menn/konur vilja greiða 8.000 kr fyrir alla fjölskylduna, vinsamlega sendið
póst á motomos@internet.is með nafni og kennitölu allra fjölskyldumeðlima.

Félagsskírteinið verður sent innan 2 vikna eftir að  þú hefur greitt.  Ef það berst ekki þá vinsamlegast sendið okkur póst á motomos@internet.is

Við viljum benda foreldrum á að hægt er að nota frístundaávísunina frá Mosfellsbæ upp í félagssgjöld og árskort hjá Motomos.

Árskort í Motmos 2013,  fyrir félagsmenn:

Fullorðnir 16.000 kr,  og  börn: 8.000 kr.

Utanfélagsmenn:

fullorðnir:  20.000 kr og  börn: 12.000

Greiðist inn á reikning: 0315-13-301354, kennitala  511202-3530.

Bylting í félags- og brautargjöldum hjá VÍK

VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna.  Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn.  Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði.  En hér fyrir neðan má sjá það helsta.

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
  • Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
  • Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
  • 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
  • Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins.  Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK.  Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.

Nú þegar er hægt að greiða félagsgjaldið á vef VÍK og er það gert með að smella á undirsíðuna/flipann „Félagsstarf“.  2013 ætlar sem sagt að verða árið :).  Ef það eru einhverjar fyrirpurnir að þá er hægt að senda póst á netfangið vik@motocross.is

Góður kynningarfundur í gær vegna Klausturs 2013

IMG_0305Kynningarfundur fór fram í gær vegna Klausturs 2013 og var hann ágætlega sóttur.  Í upphafi fundar fór Geir Gunnar Magnússon næringafræðingur yfir mataræði almennt og sérstaklega fyrir íþróttafólk og var margt áhugavert sem koma þar fram.  Síðan var fyrirkomulag keppninnar sem fer fram 25 maí kynnt ásamt flokkum og skráningu.  Fjölgað hefur verið verulega í flokkum og er það gert til að reyna að skapa aukna stemmingu á staðnum og einnig fyrir keppninni.  Verður t.d. hjóna/paraflokkur (Einar púki og Gunni painter verða koma með staðfest vottorð um sambúð ef þeir ætla að keppa í þessum flokki :)).  Einnig á að reyna á að laða fram gamlar tuggur sem leynast inn í skúrum landsmanna og verður sérflokkur fyrir hjól sem eru 15 ára og eldri.  Verður það meira í skemmtiformi og „keppir“ sá flokkur á undan aðalkeppninni og er um að gera fyrir aðila sem eiga slík hjól að mæta með þau og sýna á staðnum, en nánar um það síðar.

Skráning í keppnina hefst kl.20:00 að íslenskum staðartíma föstudaginn 1 mars og fer skráningin fram á vef MSÍ, www.msisport.is.  Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og verður áfram miðað við 400 keppendur í það heila óháð fjölda liða, m.ö.o. einungis 400 keppendur fá að taka þátt.  Er það gert að beiðni landeiganda sem telur að svæðið beri ekki fleiri keppendur og virðum við það að sjálfsögðu.  Meginreglan við skráningu er sú að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR en þó með þeirri undantekningu að VÍK áskilur sér rétt til að endurraða á ráslínu í fyrstu tvær til þjár línurnar ef þarf og verður það eingöngu gert af öryggis sjónarmiði. Það er engin verðbólga í gangi hjá VÍK og verður keppnisgjaldið óbreytt frá árinu 2012 og verður AÐEINS kr. 13.000 á hvern keppenda.  M.ö.o. ef þú ert einn að þá borgar þú 1 x 13.000 kr., ef það eru tveir í liði að þá er borgað 2 x 13.000 kr. o.s.frv.  Fyrir þá sem eru orðnir ryðgaðir að skrá sig í gegnum MSÍ, að þá er hægt að skoða ferlið hér en þarna eru líka leiðbeiningar fyrir nýja aðila sem EKKI hafa notað þetta kerfi áður og þurfa að stofna sig inn í FELIX.  ATH! að nóg er að einn liðsfélagi sé með aðgang og getur hann þá skráð hina sem ekki eru með aðgang að FELIX kerfinu en hann getur eingöngu skráð sig og sitt lið.

Við viljum benda væntanlegum þátttakendum á að til þess að skráning verði gild, þarf sá að vera búin að greiða félagsgjaldið í sitt félag/klúbb og verður það kannað eftir skráningu hvort svo sé.  Búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda á vefnum hjá VÍK og nýjung í boði þar fyrir félagsmenn sem kynnt verður sérstaklega í annari tilkynningu/frétt.  Að lokum viljum við bara segja, „gangi ykkur vel og sjáumst hress á Klaustri 25 maí“

Síða 80 af 940« Fyrsta...2040...7879808182...100120...Síðasta »