Keppni frestað vegna veðurs til sunnudags 8.9.2013

Keppnin verður haldin samkvæmt dagskrá á morgun, sunnudag 8.9.2013.

Motocross í Bolaöldu á morgun laugardag 7.9.13

5. og síðasta umferðin í motocrossi þetta sumarið fer fram á svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins í Bolaöldu á morgun. Tímatökur hefjast kl. 10.30 og fyrsta keppni um kl. 12. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera brautina sem allra besta og verður spennandi að sjá hvernig brautin keyrist í keppni á morgun. Um 75 ökumenn eru skráðir til keppni í fimmflokkum. Spennan er gífurleg í MX Open þar sem Kári Jónsson getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil í motocrossi og þá mögulega sigrað tvöfalt í ár en hann er líka efstur í Íslandsmótinu í Enduro ECC. Hvernig sem fer þá verður hörkukeppni á morgun. Gert er ráð fyrir þokkalega veðri fyrripart og nú er bara að vona að veðrið haldist gott fram á kvöld og við sleppum við að vera með fjórðu drullukeppnina í sumar – 7 – 9 -13 🙂

 

Aðstoð óskast á laugardaginn – startæfingar í kvöld

Um 75 keppendur eru skráðir í síðustu motocrosskeppni sumarsins. Eins og áður gerum við ráð fyrir að keppendur flaggi einhverja staði í brautinni en okkur vantar þó aðstoð við flöggun á nokkrum pöllum.  Okkur vantar uþb 4-8 manns sem geta aðstoðað okkur og róterað inn og út úr flöggun yfir daginn eftir því sem þarf.

Við bjóðum hvorki góð laun eða friðsælt umhverfi en amk. góðar samlokur og kaffi, fínan félagsskap og frábært útsýni á keppnina. Fyrrum keppendur og reynsluboltar eru sérstaklega velkomnir – ef þú ert til í að hjálpa okkur væri fínt að fá póst á palmarpet@hotmail.com (má líka vera bara hluta af deginum s.s. 13-16 og við púslum í kringum það)

En að öðru, það verður ekki önnur bikarkeppni í vikunni en í staðinn verða startæfingar á steypunni. Fyrirkomulagið verður þannig að ef þátttaka verður góð stillum við á línu eftir styrkleika, hliðin droppa og allir keyra einn heilan hring í brautinni og yfir endapallinn við húsið. Keyra niður með tjörninni og beygja til hægri út úr braut og inn í S-beygjurnar og bíða eftir næsta starti. Byrjar kl. 18.30 og stendur til 19.30 – kostar ekki neitt, bara að mæta og hafa gaman – hægt að hjóla á undan og eftir.

Guggi verður á staðnum með hljóðmælingagræjuna ef einhver vill vera viss um að vera ekki Off-limit í síðustu keppni.

Krakkaæfing frá Miðvikudegi til Fimmtudags

Krakkaæfing morgundagsins miðvikudag frestast til fimmtudags. Kv Gulli

Æfum saman í vetur

Núna er búið að semja við Bootcamp stöðina í Elliðaárdalnum um að vera með sér tilboð fyrir meðlimi Vík – Vír og Motomos.

Við munum byrja æfingarnar fyrstu vikuna í október ( mánud. 30. sept ) og gildir tilboðið til 15. maí.

Þetta er uppsett þannig að við æfum saman 3x í viku, mán-mið-fös kl:18.00 ( hægt er að taka aðra tíma ef þessir henta alls ekki ).

Verð fyrir allan veturinn er til okkar 49.500.- Boðið er uppá 6 vikna reynslutíma á 16.500.- sem mun ganga uppí vetrarkortið.

Til þess að skrá sig þarf að fara inná bootcamp.is og í „skráning í bootcamp“ þar þarf að fylla inn allar upplýsingar og velja „bootcamp 7“ námskeiðið. Setja síðan í athugarsemdar dálkinn „motocross tilboð frá 30. sept“.

Þessar æfingar eru klukkutími í hvert skipti og unnið er aðalega með eigin líkamsþyngd. Engar 2 æfingar eru eins, þannig að það er alltaf einhvað nýtt að gerast. Unnið er aðalega í því að bæta vöðvaúthald, styrk og þrek.

Innifalið í verði er allsherjarmæling, aðstoð við aukaæfingar og markmiðasetningu auk þess sem þú getur fengið matarplan og ráðgjöf frá þjálfurum. Auk aðgangs að aðstöðu eru einnig opnar æfingar sem þér býðst kostur á að taka í hverri viku en það er hlaupaæfing, teygjuæfing og aðstoð frá þjálfara í lyftingarsal.

Væri hrikalega gaman að sjá sem flesta mæta.

HAFÐU FYRIR ÞESSU Í VETUR SVO AÐ ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI NÆSTA SUMAR.

Æfing í dag frestast til morgundagsins :(

Skv. Garðari er hávaðarok og vart stætt í Bolaöldu. Krakkaæfingin frestast því til morgundagsins á sama tíma, því miður.

Í sárabætur má þó koma því að við vorum að fá vilyrði frá Fák fyrir krakkaæfingum í Reiðhöllinni fram í janúar! 🙂

Bolalada