Bolaöldubraut NÝLÖGUÐ og fín.

Búið er að fara yfir alla brautina og er hún í flottu standi. Enduroslóðar eru þó enn mjög blautir eftir að sjálfvirka vökvunarkerfið fór í sjálfvirka yfirvinnu sl daga.

Gaman saman

Brautarnefnd.

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman

Jonni sigraði síðustu umferðina í Enduro ECC

Jónas Stefánsson sigraði í síðustu umferð í enduroinu sem fram fór á Akureyri í gær laugardag eftir flottan akstur. Kári Jónsson gekk ekki heill til skógar vegna magakveisu og gat aðeins tekið þátt í fyrri umferðinni. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Kári Jónsson er glæsilegur Íslandsmeistari í Enduro árið 2013 og er því tvöfaldur Íslandsmeistari þetta árið eftir að hafa landað titlinum í motocrossi um síðustu helgi. Til hamingju með það Kári!

Aðrir sigurvegarar dagsins voru Signý Stefánsdóttir sem sigraði kvennaflokkinn á fullu húsi stiga og er því ótvíræður Íslandsmeistari 2o13. Einar Sigurðsson sigraði B-flokkinn en þar varð Haraldur Björnsson efstur að stigum eftir árið. 40+ flokk sigraði Magnús Gas Helgason en Íslandsmeistarinn Ernir Freyr Sigurðsson varð í öðru sæti. Í tvímenning sigruðu Óskar Þór Gunnarsson og Michael B. David en þátttaka í tvímenning var aldrei nægileg til að flokkurinn teldi til Íslandsmeistara. Stigahæstir þar eftir sumarið urðu þó Pétur Smárason og Vignir Oddsson og hefði verið gaman að sjá fleiri taka þátt í þessum flokk í sumar.

Veðrið á Akureyri var eins og best var á kosið á þessum árstíma, logn og blíða. Brautin var frábær að hætti KKA manna sem fjölmenntu til starfa við mótið og stóðu sig með stakri prýði. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri eins og oft áður í sumarið en þeir sem mættu skemmtu sér mjög vel. Takk fyrir gott endurosumar.

Ítarleg úrslit og staðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan

Lesa áfram Jonni sigraði síðustu umferðina í Enduro ECC

Breytt fyrirkomulag í Enduro 2014?

Vefnum hefur borist bréf frá Pétri Smárasyni sem birtist hér fyrir neðan:

Enduro – Miklar breytingar – Allt að vinna – Ekkert að tapa

Þetta sumarið hefur Enduro verið mér ofarlega í huga, sérstaklega eftir þáttöku á Klaustri í vor þar sem voru hátt í 300 keppendur í flottri keppni.

Því miður hefur allt annað verið uppi á tenignum í Íslandsmótinu í Enduro og tók steininn úr í Bolöldu þegar aðeins 33 keppendur tóku þátt í öllum flokkum þrátt fyrir góðar aðstæður, frábæra braut og einstaklega vel lagða þó svo að hringurinn hefði mátt vera styttri.

Ég hef verið í kringum þetta skemmtilega sport í 20 ár, ég tók þátt í minni fyrstu Cross keppni árið 1993 og í minni fyrstu Enduro keppni árið 2000 í Þorlákshöfn þar sem var einn opinn flokkur og svaka stemming allan tímann.  Á þessum 20 árum hefur sportið mikið þróast og miklar framfarir orðið.  Ég er persónuelga rosalega sáttur við þann farveg sem motocrossið er í, í dag þó ég vildi sjá fleiri aldursflokka þar. Í sumar hefur umgjörðin, dagskráin, brautaraðstæður og annað verið til fyrirmyndar og ber sérstakelga að hrósa því.

Að mínu viti er staðan allt önnur þegar kemur að íslandsmótinu í  Enduro.  Því hlýtur maður að spyrja sig hvað sé að og hvað veldur því að aðeins 33 keppendur skrá sig í keppni á einu skemmtilegasta Enduro svæði landssins þar sem brautarlagning og aðstæður eru til fyrirmyndar.  Því vil ég með bréfi þessu koma mínum hugmyndum á framfæri en ég vil sjá breytingar á fyrirkomulagi á Enduro keppnum.  Ég vil taka það sérstaklega fram að ég hef ekkert út á keppnisstaði að setja, né brautarlagningu enda hafa brautirnar í sumar verið vel lagðar og verið skemmtilegar.

Tillaga mín að breyttu mótafyrirkomulagi í íslandsmóti í Endruo.

Lesa áfram Breytt fyrirkomulag í Enduro 2014?

Bolaöldubraut er opin í dag.

Ekkert hefur verið átt við brautina frá því í keppninni í gær, þannig að það verður að fara varlega fyrstu hringina.
Brautin verður væntanlega löguð á miðvikudag ef veðrið býður uppá það. Nánar um það síðar.

Brautarnefnd.

Síðasta keppni Íslandsmótsins í motocrossi 2013 að baki

Nýi kaflinn í Bolaöldu var farinn að þorna í lok keppni ... og hver segir að það myndist ekki röttar á Íslandi?
Nýi kaflinn í Bolaöldu var farinn að þorna í lok keppni … og hver segir að það myndist ekki röttar á Íslandi?

Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í MX Open flokki í síðustu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fram fór í Bolaöldu í dag. Vélhjólaíþróttaklúbburinn hélt keppnina en hún átti að fara fram í gær laugardag en var frestað vegna veðurs. Aðstæður voru mun betri í dag, gola en skúrir annað slagið sem auk rigningarinnar frá því í gær gerði það að verkum að brautin var vel blaut á köflum. Það olli keppendum þó ekki stórum vandræðum en einn og einn tók þó jarðvegssýnishorn til öryggis en stórslysalaust sem betur fer.

Sigurvegarar dagsins voru Sölvi Borgar Sveinsson verðskuldað í Mx Open eftir flottan akstur, Guðbjartur Magnússon sigraði í MX2 og Unglingaflokki og landaði þar með Íslandsmeistaratitli. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn örugglega og varð jafnframt Íslandsmeistari rétt eins og Viggó Smári Pétursson í 85 flokki en Ragna Steinunn Arnarsdóttir sigraði 85 flokk kvenna en þar varð Gyða Dögg Heiðarsdóttir Íslandsmeistari. Í heldri flokki 40+ manna sigraði Gunnar Sölvason með stæl en Íslandsmeistaratitilinn þar átti Haukur Þorsteinsson skuldlaust eftir öruggan akstur.

Nánari úrslit og lokastaðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan Lesa áfram Síðasta keppni Íslandsmótsins í motocrossi 2013 að baki

Bolalada