Hægt er að fylgjast með landsliðinu okkar í gegnum facebook hér: Team Iceland MXoN
Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!
Sumarið hefur aldeilis verið upp og ofan en nú er það að baki og vetur framundan og svo kemur aftur sumar og þá er eins gott að vera klár í slaginn. Fimmtudaginn 3. október byrjum við aftur með Moto Crossfitæfingarnar sem VÍK hefur boðið upp á í samstarfi við Crossfit Reykjavík. Við Árni Gunnar Gunnarsson #100 höfum stýrt æfingunum undanfarin þrjú ár og ætlum að byggja á þeirri reynslu og bæta enn frekar við í vetur.
Krakkakeppni í kvöld mánudag 23.9
Í kvöld mánudaginn 23.9 er síðasta umferð í krakkamótaröð VÍK og að því tilefni hvetjum við sem flesta til að mæta í Bolöldu
Keppt verður í 50cc flokk, 65cc flokk, 85cc flokk og kvennaflokki
Komið með krakkana í kvöld! Byrjar stundvíslega kl 18:00 / Mæting 17:30
UNDUR OG STÓRMERKI!!!!
Það spáir líka þessu fína veðri um helgina. Brautarnefndin er alveg gáttuð á þessu.
Í tilefni þess er Garðar búinn að vera í því að fínpússa brautina í allan dag. Öll uppstökk, lendingar já og bara öll brautin er í super standi. Um að gera að nýta sér veðrið.
Sjáumst í brautinni um helgina. Munið miðana og góða skapið.
Brautarnefndin.
Styrktarmót á morgun í MotoMos / Krakkakeppni næsta mánudag
Minnum alla Motocross / Enduro ökumenn á styrktarkeppni landsliðsins á morgun í MotoMos, byrjar kl 18 / Mæting 17. Hvetjum alla byrjendur til að mæta í C flokkinn. Puslur og fleira í boði Ölgerðarinnar og Norðlenska.
Næst komandi mánudag er síðasta krakkakeppni sumarins og ætlum við að hafa 1.000 krónur keppnisgjald sem rennur beint til landsliðsins. Við minnum þó foreldra á að ef þeir vilja borga meira þá er það velkomið. Nánar um þetta um helgina.
Bolaöldubraut NÝLÖGUÐ og fín.
Búið er að fara yfir alla brautina og er hún í flottu standi. Enduroslóðar eru þó enn mjög blautir eftir að sjálfvirka vökvunarkerfið fór í sjálfvirka yfirvinnu sl daga.
Gaman saman
Brautarnefnd.