Vefmyndavél

Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

Sumarið hefur aldeilis verið upp og ofan en nú er það að baki og vetur framundan og svo kemur aftur sumar og þá er eins gott að vera klár í slaginn. Fimmtudaginn 3. október byrjum við aftur með Moto Crossfitæfingarnar sem VÍK hefur boðið upp á í samstarfi við Crossfit Reykjavík. Við Árni Gunnar Gunnarsson #100 höfum stýrt æfingunum undanfarin þrjú ár og ætlum að byggja á þeirri reynslu og bæta enn frekar við í vetur.cfr

Lesa meira af Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

Krakkakeppni í kvöld mánudag 23.9

Í kvöld mánudaginn 23.9 er síðasta umferð í krakkamótaröð VÍK og að því tilefni hvetjum við sem flesta til að mæta í Bolöldu

Keppt verður í 50cc flokk, 65cc flokk, 85cc flokk og kvennaflokki

Komið með krakkana í kvöld! Byrjar stundvíslega kl 18:00 / Mæting 17:30

UNDUR OG STÓRMERKI!!!!

Það spáir líka þessu fína veðri um helgina. Brautarnefndin er alveg gáttuð á þessu.

Í tilefni þess er Garðar búinn að vera í því að fínpússa brautina í allan dag. Öll uppstökk, lendingar já og bara öll brautin er í super standi. Um að gera að nýta sér veðrið.

Sjáumst í brautinni um helgina. Munið miðana og góða skapið.

Brautarnefndin.

Styrktarmót á morgun í MotoMos / Krakkakeppni næsta mánudag

Minnum alla Motocross / Enduro ökumenn á styrktarkeppni landsliðsins á morgun í MotoMos, byrjar kl 18 / Mæting 17. Hvetjum alla byrjendur til að mæta í C flokkinn. Puslur og fleira í boði Ölgerðarinnar og Norðlenska.

Næst komandi mánudag er síðasta krakkakeppni sumarins og ætlum við að hafa 1.000 krónur keppnisgjald sem rennur beint til landsliðsins. Við minnum þó foreldra á að ef þeir vilja borga meira þá er það velkomið. Nánar um þetta um helgina.

Bolaöldubraut NÝLÖGUÐ og fín.

Búið er að fara yfir alla brautina og er hún í flottu standi. Enduroslóðar eru þó enn mjög blautir eftir að sjálfvirka vökvunarkerfið fór í sjálfvirka yfirvinnu sl daga.

Gaman saman

Brautarnefnd.

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman

Síða 60 af 940« Fyrsta...2040...5859606162...80100...Síðasta »