Myndir frá MX Akureyri

IMG_7495

 

Myndir eru inná FB síðu VÍK HÉR:

MX á Akureyri klikkar ekki!

Brautin á Akureyri er með þeim skemmtilegri á landinu og í dag var engin undantekning á því. Bjarki og félagar í KKA voru búnir að gera stórvirki á svæðinu og brautin leit hrikalega vel út í morgun. 66 keppendur voru skráðir til keppni og áttu langflestir mjög skemmtilegan dag. Eitt óhapp varð í dag og vonandi að þeir sem urðu fyrir hnjaski verði snöggir að koma til baka.

Ekki var mikið um óvænt úrslit og eiginlega varð þetta dagur fullra húsa. Eyþór Reynisson sigraði í báðum motoum í MX Open og það með yfirburðum, Sölvi Borgar og Aron Ómars áttu flotta spretti en #11 átti nóg inni og gerði það sem þurfti til að vinna. Hlynur Örn sigraði MX Unglingaflokk með fullu húsi rétt og eins og feðginin Anita Hauksdóttir í Kvennaflokk og Haukur Þorsteinsson í 40+ og Elmar Darri Vilhelmsson í 85 flokki eftir glæsilegan akstur.

Keppnin er komin í heild sinni á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1040338

Championship upplýsingar birtast þó ekki þar vegna bilunar sem ekki hefur enn verið lagfærð hjá Mylaps, því miður.

Staðan í Íslandsmótinu 2014 sést því hér á eftir: Lesa áfram MX á Akureyri klikkar ekki!

Krakkakeppni NR:2

untitledÞað er komið að krakkakeppni nr:2 í Bolaöldu , hún verður handin 30.06.2014, mæting kl.17:40, skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Flokkar 50cc, 65cc og 85cc.
Eitthvað gott verður á grillinu eftir keppni. Mætum öll og eigum góða stund.

Flott mót á Selfossi í dag.

Það viðraði vel á keppendur í  1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fór fram í dag. Selfyssingar voru búnir að undirbúa brautina og hún leit stórkostlega út í morgun, fullkomið rakastig og greinilega búið að leggja mikla vinnu í hana. Óhöpp settu því miður svip sinn á keppnina en samtals voru fjórir keppendur fluttir til skoðunar af sjúkraflutningamönnum. Við vonum það besta og að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.

Eyþór sigraði MX Open flokkinn með talsverðum yfirburðum en Aron Ómars kom sterkur inn í fyrra motoi og hefur greinilega litlu eða engu gleymt. Aroni hlekktist á í seinna motoinu og náði ekki að halda áfram. Fleiri „gamlir“ og góðir keppendur komu fram í dagsljósið og sýndu flotta takta á köflum.

Úrslitin eru hér fyrir neðan og keppnin er aðgengileg á Mylaps.com

Myndir frá keppninni eru á FB síðu VÍK HÉR

Lesa áfram Flott mót á Selfossi í dag.

1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Þá er það loksins orðið staðfest nokkrum dögum á eftir áætlun að 1. umferðin í enduro fer fram á draumasvæði margra – við Hellu. Náðst hefur samkomulag við Flugbjörgunarsveitina á Hellu og landeigandann um að halda keppnina 12. júlí nk. á þessu stórskemmtilega svæði.

Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu
Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu

Margir þekkja svæðið frá fyrri tíð en það bíður upp á frábæra möguleika á þrautum og glímu við brekkur, sand, kletta, vatn og margt fleira. VÍK leigir keppnissvæðið til afnota þennan eina dag og rennur gjaldið alfarið til Flugbjörgunarsveitarinnar sem á móti mun aðstoða okkur með gæslu á svæðinu.

Utan við þennan eina dag er svæðið þó lokað allri umferð mótorhjóla  – brot þýðir að leyfið verði afturkallað. Vinsamlegast virðið það!

Nú er bara að safna liði, búa til stemningu og taka þátt og gera þetta að næst flottustu keppni ársins (þe. á eftir Klaustri 🙂

Lesa áfram 1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Nú vantar okkur hjálp!!!!!!!!!!

herfir2Okkur vantar HJÁLP við að laga herfið sem við notum til að rippa og lagfæra brautirnar. Við erum að leita eftir einhverjum sem gæti smíðað það upp, gert sterkara sem og notendavænna. Við erum tilbúin í að greiða hæfilegt gjald og efniskostnað. Er einhver harðduglegur og laghentur með aðstöðu og færni í þetta verkefni með okkur? Hafið samband við Kela eða Óla í S: 6697131 – 6903500 eða senda póst á vik@motocross.is

Bolalada