Vefmyndavél

Krakkakeppni NR:2

untitledÞað er komið að krakkakeppni nr:2 í Bolaöldu , hún verður handin 30.06.2014, mæting kl.17:40, skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Flokkar 50cc, 65cc og 85cc.
Eitthvað gott verður á grillinu eftir keppni. Mætum öll og eigum góða stund.

Flott mót á Selfossi í dag.

Það viðraði vel á keppendur í  1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fór fram í dag. Selfyssingar voru búnir að undirbúa brautina og hún leit stórkostlega út í morgun, fullkomið rakastig og greinilega búið að leggja mikla vinnu í hana. Óhöpp settu því miður svip sinn á keppnina en samtals voru fjórir keppendur fluttir til skoðunar af sjúkraflutningamönnum. Við vonum það besta og að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.

Eyþór sigraði MX Open flokkinn með talsverðum yfirburðum en Aron Ómars kom sterkur inn í fyrra motoi og hefur greinilega litlu eða engu gleymt. Aroni hlekktist á í seinna motoinu og náði ekki að halda áfram. Fleiri „gamlir“ og góðir keppendur komu fram í dagsljósið og sýndu flotta takta á köflum.

Úrslitin eru hér fyrir neðan og keppnin er aðgengileg á Mylaps.com

Myndir frá keppninni eru á FB síðu VÍK HÉR

Lesa meira af Flott mót á Selfossi í dag.

1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Þá er það loksins orðið staðfest nokkrum dögum á eftir áætlun að 1. umferðin í enduro fer fram á draumasvæði margra – við Hellu. Náðst hefur samkomulag við Flugbjörgunarsveitina á Hellu og landeigandann um að halda keppnina 12. júlí nk. á þessu stórskemmtilega svæði.

Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu

Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu

Margir þekkja svæðið frá fyrri tíð en það bíður upp á frábæra möguleika á þrautum og glímu við brekkur, sand, kletta, vatn og margt fleira. VÍK leigir keppnissvæðið til afnota þennan eina dag og rennur gjaldið alfarið til Flugbjörgunarsveitarinnar sem á móti mun aðstoða okkur með gæslu á svæðinu.

Utan við þennan eina dag er svæðið þó lokað allri umferð mótorhjóla  – brot þýðir að leyfið verði afturkallað. Vinsamlegast virðið það!

Nú er bara að safna liði, búa til stemningu og taka þátt og gera þetta að næst flottustu keppni ársins (þe. á eftir Klaustri 🙂

Lesa meira af 1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Nú vantar okkur hjálp!!!!!!!!!!

herfir2Okkur vantar HJÁLP við að laga herfið sem við notum til að rippa og lagfæra brautirnar. Við erum að leita eftir einhverjum sem gæti smíðað það upp, gert sterkara sem og notendavænna. Við erum tilbúin í að greiða hæfilegt gjald og efniskostnað. Er einhver harðduglegur og laghentur með aðstöðu og færni í þetta verkefni með okkur? Hafið samband við Kela eða Óla í S: 6697131 – 6903500 eða senda póst á vik@motocross.is

Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Við lofuðum frekari fréttum í kvöld af enduroinu og hér kemur hluti 1.0. MSÍ hefur ákveðið að breyta keppnisfyrirkomulaginu á endurokeppnum fyrir sumarið. Helstu breytingar eru:

GFH Meistaraflokkur: 75 mínútna keppnistími, 2 umferðir yfir daginn eins og áður
GFH Tvímenningur: 74 mínútna keppnistími og tvær umferðir, hámark 2 hringir á mann í einu en allir geta tekið þátt þe. keppendur í Motocrossi geta sameinast í þennan flokk og tekið létta motocrossæfingu í enduroinu. Áherslan í flokknum er þó eftir sem áður á stemningu og Klaustursfíling þannig að allir alvöru keppnismenn skrá sig að sjálfsögðu í GFH Meistaraflokk.
GFH Enduroflokkur; 45 mínútna keppnistími sem fyrr og tvær umferðir yfir daginn. Aldursskiptir flokkar bæði karla og kvenna, 14-18, 19-39, 40-49, 50+ mv. aldur á líðandi ári. Lágmarksfjöldi í flokk eru 5 keppendur, annars er flokkurinn keyrður með næsta flokk fyrir neðan.
Styttri en erfiðari keppnisbrautir: Styttri hringir, lagt verður upp með að hringurinn verði að hámarki 10-12 mínútur og að áhorfendur geti fylgst með keppninni úr návígi. Keppnin á að vera öllum fær EN í hverri braut eiga að vera 1-2 erfiðar hindranir með skýrum (og lengri) hjáleiðum fyrir þá sem ekki treysta sér erfiðari leiðina.

Seinni hlutinn 2.0 þe. varðandi næsta keppnisstað þe. 12. júlí átti að vera klár í kvöld en því miður hefur ekki náðst að klára formsatriðin ennþá en það gerist væntanlega á þriðjudagskvöldið næsta. Fylgist því vel með, ef allt gengur að óskum verður fyrsta keppnin mögnuð og frábært start á nýju endurotímabili á Íslandi, hvorki meira né minna!

Nánar um nýjar enduroreglur:  Lesa meira af Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Slysin gera ekki boð á undan sér.

Við erum í sporti þar sem slysin gera ekki boð á undan sér og þar af leiðandi þurfum við að muna eftirfarandi!!!!

Ef óhapp gerist í braut og fleiri eru að hjóla!!! Byrjið á því að tryggja að aðrir iðkendur viti af því að ökumaður liggi í brautinni. Við viljum alls ekki að frekari slys verði.

  1. Sjáið til þess að aðrir iðkendur viti af óhappi áður en þið sinnið þeim sem fyrir óhappi varð. Það hjálpar þeim slasaða ekkert að aðrir ökumenn lendi í því að keyra á hann.
  2. Eftir að það er búið að tryggja að aðrir iðkendur viti um óhappið, sinnið þá þeim sem fyrir óhappinu varð. Reynið að sinna þeim slasaða án þess að hreyfa við honum. Athugið hvort um andnauð er um að ræða, ef ekki  þá bíðið með allar aðgerðir þangað til viðkomandi nær rænu til að svara eða hringið strax í 112 sem liðsinna hvað á að gera í þeim aðstæðum sem við á.
  3. Eru ekki anars allir búnir að fara á fyrstuhjálparnámskeið?

 

Síða 41 af 940« Fyrsta...20...3940414243...6080...Síðasta »