Vefmyndavél

Slysin gera ekki boð á undan sér.

Við erum í sporti þar sem slysin gera ekki boð á undan sér og þar af leiðandi þurfum við að muna eftirfarandi!!!!

Ef óhapp gerist í braut og fleiri eru að hjóla!!! Byrjið á því að tryggja að aðrir iðkendur viti af því að ökumaður liggi í brautinni. Við viljum alls ekki að frekari slys verði.

 1. Sjáið til þess að aðrir iðkendur viti af óhappi áður en þið sinnið þeim sem fyrir óhappi varð. Það hjálpar þeim slasaða ekkert að aðrir ökumenn lendi í því að keyra á hann.
 2. Eftir að það er búið að tryggja að aðrir iðkendur viti um óhappið, sinnið þá þeim sem fyrir óhappinu varð. Reynið að sinna þeim slasaða án þess að hreyfa við honum. Athugið hvort um andnauð er um að ræða, ef ekki  þá bíðið með allar aðgerðir þangað til viðkomandi nær rænu til að svara eða hringið strax í 112 sem liðsinna hvað á að gera í þeim aðstæðum sem við á.
 3. Eru ekki anars allir búnir að fara á fyrstuhjálparnámskeið?

 

Heyrst hefur …

… að stór tíðindi séu í vændum

… að keppnin 12. júlí verði á frábærum stað – ef allt gengur upp

… að nýtt keppnisfyrirkomulag verði í enduroinu í sumar

… að sumarið verði GFH

… að meira verði að frétta á sunnudagskvöldið

… vúhúúú!

Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?

Hvað fékkst þú fyrir peninginn sem þú borgaðir í Keppsigjöld á Klaustri.

 1. Eitt skemmtilegasta svæði landsins fyrir svona keppni.
 2. Styrktir ýmis góð málefni, björgunarsveit, leikskóla, sjúkrabíla, VÍK, ofl ofl.
 3. En síðast en ekki síst þá fáum við frábært framlag frá landeigendum að Ásgarði. Þeir eru þegar byrjaðir að undirbúa Klaustur 2015 með því að lagfæra alla slóðana eftir okkur. Þetta er með því besta sem þú færð fyrir peninginn þinn.
Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.

Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.

Lesa meira af Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?

Veist þú um skemmtilegt endurosvæði?

Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur s.l. ár haldið í það minnsta eina keppni í Íslandsmótinu í enduro. Margar af þessum keppnum hafa verið haldnar í Bolaöldu,en einnig höfum við fengið til afnota svæði á Flúðum og nokkrum öðrum stöðum í gegnum tíðina.

Það er mat okkar VÍK manna nú að Bolaöldusvæðið sé komið að þolmörkum hvað keppnishald og slit á svæðinu varðar og höfum við s.l. ár leitað eftir svæðum í kringum borgina til að halda þessar keppnir. Það hefur gengið upp og ofan og við höfum í raun ekki verið 100% sáttir við neitt af þeim svæðum sem við höfum fengið s.l. ár.

 

Við þekkjum það vel frá Ásgarði hversu skemmtilegt þetta er ef við finnum rétta landið og réttu umgjörðina. Þess vegna langar okkur að athuga hvort að það sé ekki einhver þarna úti sem gæti átt, eða bent okkur á svæði sem við gætum fengið afnot af fyrir Íslandsmótið sem verður haldið núna í sumar þ. 12. júlí. Með réttu svæði trúum við því að við getum séð Enduro keppnishaldið fara upp á við aftur og það ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu að sjá 100 manna keppnir ef rétta svæðið finnst. VÍK getur boðið greiðslu fyrir svæði sem uppfyllir væntingar um góða keppni.

Íslandsmótið í ár saman tendur af einungis tveimur mótum og er hugmyndin að halda þessar keppnir með veglegri hætti en áður ef rétta umhverfið finnst.

 

Seinni keppni sumarsins fer fram á Akureyri 9. ágúst á Akureyri, en norðan menn eiga frábært svæði til enduro keppnishalds.

 

Endilega skoðið í kringum ykkur og látið okkur vita ef ykkur dettur eitthvað gott svæði í hug, eða þá ef þið hreinlega hafið svæðið til umráða undir þetta. Allar ábendingar er hægt að senda á vik@motocross.is eða í gegnum Skilaboð á Facebooksíðu félagsins.

Áréttum HÉR OPNUNARTÍMA í MX brautum í Bolaöldu

Opnuatímar í Bolaöldum:

 • Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
 • Mánudaga    LOKAÐ
 • Þriðjudaga         15 – 21
 • Miðvikudaga    15 – 21   ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
 • Fimmtudaga     15- 21
 • Föstudaga         17- 21

Slóðarnir eru opnir alla daga.

Gjaldskylda er í Stóru MX brautina og SLÓÐANA. Þeir sem staðnir verða að því að vera miðalausir verður umsvífa laust vísað á brott ásamt refsingu sem stjórn VÍK ákveður.

Það er eiginlega fáránlegt að láta taka sig miðalausann þegar árskortið kostar bara 12.000.

 

Skemmtilegt. Krakkakeppni næsta mánudag.

w0683__MX1_Ken_DE_DYCKER__30D_19192Jæja kæru vinir og félagar, það er komið að fyrstu mx krakkakeppni sumarsins, hún verður haldin í Bolaöldu í hluta af stóru brautinni líkt og í fyrra, keppt verður í 50cc, 65cc og 85cc flokkum, mæting 17.40 til skráningar við rauða bílinn, keppnisgjald kr 0 Allir velkomnir sem ekki eru að keppa í íslandsmóti. Hr Smárason #35 bíður uppá grill, gerum góða stemmningu í kringum krakkana okkar og mætum með góða skapið. Látið orðið berast..

Síða 41 af 939« Fyrsta...20...3940414243...6080...Síðasta »