Vefmyndavél

ENDÚRÓ NÁMSKEIÐ KÁRA JÓNS OG VÍK

Kári Jóns ætlar í samstarfi við VÍK að standa fyrir Endúró námskeiði í Bolaöldum.

Námskeiðið verður tvö kvöld.

Miðvikudaginn 06.08.2014  Tími 19 – 21:00 og Miðvikudaginn 13.08.2014 Tími 19:00 – 21:00

Námskeiðið er ætlað öllum. Fyrra kvöldið er ætlað fyrir uppsetningu á hjólum, hvernig skal standa, undirbúning og ýmis tækniatriði. Seinna kvöldið er fyrir tækniæfingar og skilning.

Frítt er fyrir árskortshafa VÍK

Gjald fyrir aðra en árskortshafa er kr 5.000, sem greiðist in á reikning VÍK. ( nánar um það í vefpósti )

Skráning á vik@motocross.is  ( Sendið nafn og símanúmer )

Fjöldi er takmarkaður við 15 manns. Fyrstir skrá, fyrstir fá.

Pétur „Snæland“ GRILLKÓNGUR mun að öllum líkindum grafa upp  grillspaðann og grilla burger eftir að námskeiði lýkur.

PS: Ef mikil ásókn verður munum við reyna að sannfæra Kára um áframhald á samstarfinu.

Ef þörf er á nánari upplýsingum: Óli S: 6903500.

 

HEYRST HEFUR AÐ:

images EnduroAÐ: Meistari Meistaranna hugi að námskeiði.

AÐ: Meistarinn hugi að Enduro námskeiði.

AÐ: Meistarinn kunni ýmislegt sem menn gætu lært af.

AÐ: Meistarinn kunni að syngja.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði í samvinnu við VÍK.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði á Bolaöldusvæðinu.

AÐ: Meistarinn og VÍK ætli að bjóða Árskortshöfum frítt á námskeiðið.

AÐ: Meistarinn hugi á tveggja kvölda námskeið.

AÐ: Meistarinn hugi á að byrja eftir versló.

AÐ: Námskeiðið verði auglýst bráðlega hér á vefnum.

AÐ: Námskeiðið henti öllum.

AÐ: Ákveðinn sjoppukall hafi orðið svo æstur þegar hann heyrði af námskeiðsáætlun að hann hafi rokið í að kaupa hamborgara og meðlæti til að grilla eftir námskeiðið.

HEFÐIR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ MÆTA?

ATH!! Í HEYRST HEFUR ERU ENGAR ÁREIÐANLEGAR HEIMILDIR, JAFNVEL HIÐ MESTA BULL EN KANNSKI HEILAGUR SANNLEIKUR. HVER VEIT.

 

Viðbeinsbrot

Þar sem viðbeinsbrot er frekar algeng meiðsli hjá okkur drullumallara fólki þá leyfum við okkur að birta hér grein frá frændum okkar hjá MXA vefnum. En ekki ætlum við þó að leggjast í þýðinu á greininni.

collar-bonebig

Smá vesen þarna

EVERYTHING YOU NEED TO KNOW ABOUT BROKEN COLLARBONE RECOVERY

KLIKKIÐ Á HLEKK HÉR

Bolaöldubraut

Í Gær var farið með hörpunargræju í stóru MX brautina. Tekin var skvering á nokkrum stöðum þar sem grjótið hefur hvað hellst verið að plaga okkur. Við vonumst til að þessi aðgerð bæti brautina enn meira.

10269556_675274402526348_6203133108172918665_n

Eitt var samt slæmt við þetta allt. Eftir að við sáum traktorinn sem var með hörpunargræjuna aftan í sér gerðist okkar fíni og stóri traktor voða lítill í samanburði.

GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

GFH endurokeppnin á Hellu stóð fyllilega undir væntingum en þetta var í fyrsta sinn síðan 2007 sem keppt var í þessu einstaka keppnissvæði.

Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki

Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki

Sandur, vatn, meiri sandur og sandsteinsklettar og svo aðeins meiri sandur var jarðvegur dagsins – þvílík snilld. Veðrið kom skemmtilega á óvart, en eftir að úrhellisrigning hafði barið á bílum keppenda langleiðina frá Reykjavík (þeir sem þaðan komu amk) var nær þurrt á Hellu fyrir utan eina og eina skúr sem voru pantaðar til að rykbinda brautina. Brautin var lögð á tiltölulega afmörkuðu svæði í stóra gilinu og niður að ánni og aftur að pittinum.

Guggi og félagar lögðu uþb. 6-7 km langan frábæran endurohring sem bauð upp á allar útgáfur af brölti og tæknilegri skemmtun, hraða kafla og brekkuæfingar sem hristu hressilega upp í röð keppenda yfir daginn. Þar sem búast mátti við vandræðum var búið að leggja góðar hjáleiðir og var gaman að sjá að nær allir keppendur nýttu sér hjáleiðirnar á einhverjum tímapunkti sem segir sitt um erfiðleikastig þrautanna. Lesa meira af GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

Hella Enduro 2014

Nú er komið að alvöru málsins. Verið vakandi og vinsamlegast hjálpið okkur eftir að keppni lýkur.

Keppnis- og brautarstjórar vilja koma eftirfarandi á framfæri.

Það eru 67 keppendur skráðir.

Skoðunarhringur er kl. 09:30 stundvíslega á laugardagsmorgun ef einhverjir vilja.

Til upplýsinga: Lega brautarinnar er þannig að það eru hjáleiðir við þá staði þar sem erfitt gæti verið að komast fyrir óvana en við eigum ekki von á því að það þurfi að nota þær í fyrri umferð.

Í seinni umferð byrjar meira Enduro og þá verða 3 hjáleiðir sem verða vel merktar.

Að keppni lokinni þá viljum við biðja um aðstoð við að taka brautarmerkingar niður. Þetta er létt verk fyrir margar hendur og framtíð okkar á þessu svæði veltur töluvert á umgengni á svæðinu og hvernig við skilum því af okkur. Við viljum gera allt til að eiga möguleika á þessu svæði aftur að ári.

 

AÐ GEFNU TILEFNI ÞÁ ER FÓLK BEÐIÐ AÐ HAFA EFTIRFARANDI TIL FYRIRMYNDAR NÚNA Á HELLU.

Keppnishjól skal vera skráð og tryggt og skal keppandi hafa skráningarskírteini og tryggingapappíra

meðferðis því til staðfestingar. Keppendur skulu einnig hafa ökuréttindi meðferðis.

Keppendum er skylt að kynna sér keppnisreglur MSÍ og hafa staðfest það með rafrænni skráningu.

Sjáumst svo eldspræk kl 08:30 á keppnissvæðinu á laugardag.

 

Síða 39 af 940« Fyrsta...20...3738394041...6080...Síðasta »