Dúbl í Horn 2014 – Ekkert á Íslandi er nema dagleið..!?!

Vefurinn fékk fréttir af því að Einar „TF FLUG“ væri að fara á rúntinn. Eins og oft með Einar Sverrisson þá er ekkert dass af neinu hjá honum. Linkurinn hér að neðan ætti að sýna stöðu mála á ferð Einars yfir landið á morgun, á ca. 10 mín. fresti…geta samt komið gloppur.

Hann lagði af stað á miðnætti  og ef Excel lýgur ekki þá ætti kappinn að vera kominn á Font um hádegi og svo aftur til baka að Reykjanesvita um kl. 21:00 í kvöld.
Hehe..  Þetta er álíka tilgangslaust og að leggja kapal – Bara miklu skemmtilegra….!! ( Haft eftir Einari )
Horn-i-Horn-i-Horn

BOLAÖLDUBRAUT er lokuð.

Bolaöldubraut er LOKUÐ vegna framkvæmda í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro  Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur :)
Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro
Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur 🙂

Veðurspáin lofaði ekki sérlega góðu fyrir síðustu helgi og kannski létu einhverjir það á sig fá. Fjöldi keppenda var amk. talsvert undir væntingum í þessari síðari umferð Íslandsmótsins í GFH Enduro sem fram fór á Akureyri um helgina. Veðrið hefði ekki átt að trufla neinn enda var þvílík blíða, sól og logn á laugardeginum, frábært keppnisveður.

KKA hefur yfir stórskemmtilegu og fjölbreyttu svæði að ráða sem var nýtt til hins ítrasta. Talsvert hafði rignt á föstudeginum þannig að hluti brautarinnar var vel blautur og mynduðust djúpir drullupyttir víða. Á neðra svæðinu voru það svo sandbrekkurnar sem héldu keppendum á tánum (eða hausnum jafnvel). Brautin bauð því upp á allt, bleytu, vatn, mýri, brekkur, sand, grjót, gras og bláberjalyng. Einn vel sáttur keppandi hafði þetta að segja eftir keppni  „I survived GFH enduro á Akureyri!

Lesa áfram Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Krakkaæfingar út september í Bolaöldu

10410551_10203027935313895_8463676123069397020_n10609690_10203027962354571_1775617687276273683_n 10609535_10203027961474549_4074267720598433714_n 10461966_10203027962594577_801772670400690343_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú í kvöld mættu um 12 krakkar á fyrri æfingu kvöldsins sem var frá kl 18 til 19. Á seinni æfingu kvöldsins voru mættir líklega um 16 krakkar. Mikil framför er á hópnum og nú þegar eru 65 / 85 hjólin farin að æfa í stóru brautinni.

Við viljum benda á það eru allir velkomnir á aldrinum 3-15 ára á hjólum frá 50cc uppí 150cc. Allar æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 18-20.

Miðvikudaginn 20. ágúst verður næsta krakkakeppni á vegum VÍK og Snælands Video sem er aðalstyrktaraðili barnakeppnanna en þeir gefa öllum pylsur, gos og nammi í lok keppni en þá er grillað og haldin verðlaunaafhending. Við ætlum svo að halda eina keppni í september þar sem við komum til með að ljúka sumrinu á skemmtilegan hátt, en það á eftir að ákveða dagsetningu en ákveðið hefur verið að grilla hamborgara með öllu tilheyrandi fyrir þátttakendur og foreldra.

Við viljum fá að þakka Pétri #35 hjá Snæland Video fyrir framtakið á grillinu!

 

 

Krakkaæfingar!

Minnum á að krakkaæfingarnar hjá Gulla & Helga Má eru komnar á fullt aftur eftir sumarfrí! Hlökkum til að sjá ykkur í Bolöldu.

Mánudaga & Miðvikudaga

Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Start í 85 og kvennaflokki
Start í 85 og kvennaflokki

Lesa áfram Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Bolalada