Vefmyndavél

Krakkaæfingar út september í Bolaöldu

10410551_10203027935313895_8463676123069397020_n10609690_10203027962354571_1775617687276273683_n 10609535_10203027961474549_4074267720598433714_n 10461966_10203027962594577_801772670400690343_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú í kvöld mættu um 12 krakkar á fyrri æfingu kvöldsins sem var frá kl 18 til 19. Á seinni æfingu kvöldsins voru mættir líklega um 16 krakkar. Mikil framför er á hópnum og nú þegar eru 65 / 85 hjólin farin að æfa í stóru brautinni.

Við viljum benda á það eru allir velkomnir á aldrinum 3-15 ára á hjólum frá 50cc uppí 150cc. Allar æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 18-20.

Miðvikudaginn 20. ágúst verður næsta krakkakeppni á vegum VÍK og Snælands Video sem er aðalstyrktaraðili barnakeppnanna en þeir gefa öllum pylsur, gos og nammi í lok keppni en þá er grillað og haldin verðlaunaafhending. Við ætlum svo að halda eina keppni í september þar sem við komum til með að ljúka sumrinu á skemmtilegan hátt, en það á eftir að ákveða dagsetningu en ákveðið hefur verið að grilla hamborgara með öllu tilheyrandi fyrir þátttakendur og foreldra.

Við viljum fá að þakka Pétri #35 hjá Snæland Video fyrir framtakið á grillinu!

 

 

Krakkaæfingar!

Minnum á að krakkaæfingarnar hjá Gulla & Helga Má eru komnar á fullt aftur eftir sumarfrí! Hlökkum til að sjá ykkur í Bolöldu.

Mánudaga & Miðvikudaga

Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Start í 85 og kvennaflokki

Start í 85 og kvennaflokki

Lesa meira af Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Endúró Námskeið Kára Jóns og VÍK.

Við þökkum fyrir þann mikla áhuga sem félagsmenn og aðrir hafa sýnt vegna námskeiðsins hjá Kára. Fullbókað er á námskeiðið sem byrjar á Miðvikudagskvöld. En ykkur er velkomið að senda áfram inn skráningar á vik@motocross.is. Ef það reynist áhugi fyrir því að fylla annað námskeið þá reynum við allt sem við getum til að sannfæra Kára um að starfa með okkur áfram.

Það er þegar kominn biðlisti ef svo vildi til að einhver fellur út af skipulagða námskeiðinu. Þeir sem eru skráðir og komast að fá póst með staðfestingu á morgun.

Stjórn VÍK

Bolaalda. STAÐA 31.07.14

Bolaalda

Fögur er hlíðin.

Stóra MX brautin fékk töluverða yfirhalningu í gær þar sem okkar ofvirki formó mætti á svæðið og gerði og græjaði hægri og vinstri. Sagt er að brautin hafi ekki verið betri frá síðustu jarðýtuvinnu.

Slóðakerfið er sennilega eins gott og það nokkurtíman getur orðið, pottþétt rakastig, smá pollar hér og þar, algjörlega fært um allt á svæðinu.

Um að gera að nýta sér þetta frábæra svæði. Bara muna eftir miðunum / árskortum.

Gaman saman.

ENDÚRÓ NÁMSKEIÐ KÁRA JÓNS OG VÍK

Kári Jóns ætlar í samstarfi við VÍK að standa fyrir Endúró námskeiði í Bolaöldum.

Námskeiðið verður tvö kvöld.

Miðvikudaginn 06.08.2014  Tími 19 – 21:00 og Miðvikudaginn 13.08.2014 Tími 19:00 – 21:00

Námskeiðið er ætlað öllum. Fyrra kvöldið er ætlað fyrir uppsetningu á hjólum, hvernig skal standa, undirbúning og ýmis tækniatriði. Seinna kvöldið er fyrir tækniæfingar og skilning.

Frítt er fyrir árskortshafa VÍK

Gjald fyrir aðra en árskortshafa er kr 5.000, sem greiðist in á reikning VÍK. ( nánar um það í vefpósti )

Skráning á vik@motocross.is  ( Sendið nafn og símanúmer )

Fjöldi er takmarkaður við 15 manns. Fyrstir skrá, fyrstir fá.

Pétur „Snæland“ GRILLKÓNGUR mun að öllum líkindum grafa upp  grillspaðann og grilla burger eftir að námskeiði lýkur.

PS: Ef mikil ásókn verður munum við reyna að sannfæra Kára um áframhald á samstarfinu.

Ef þörf er á nánari upplýsingum: Óli S: 6903500.

 

Síða 38 af 940« Fyrsta...20...3637383940...6080...Síðasta »