Bolaöldubraut er LOKUÐ vegna framkvæmda í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur 🙂
Veðurspáin lofaði ekki sérlega góðu fyrir síðustu helgi og kannski létu einhverjir það á sig fá. Fjöldi keppenda var amk. talsvert undir væntingum í þessari síðari umferð Íslandsmótsins í GFH Enduro sem fram fór á Akureyri um helgina. Veðrið hefði ekki átt að trufla neinn enda var þvílík blíða, sól og logn á laugardeginum, frábært keppnisveður.
KKA hefur yfir stórskemmtilegu og fjölbreyttu svæði að ráða sem var nýtt til hins ítrasta. Talsvert hafði rignt á föstudeginum þannig að hluti brautarinnar var vel blautur og mynduðust djúpir drullupyttir víða. Á neðra svæðinu voru það svo sandbrekkurnar sem héldu keppendum á tánum (eða hausnum jafnvel). Brautin bauð því upp á allt, bleytu, vatn, mýri, brekkur, sand, grjót, gras og bláberjalyng. Einn vel sáttur keppandi hafði þetta að segja eftir keppni „I survived GFH enduro á Akureyri!
Krakkaæfingar út september í Bolaöldu
Nú í kvöld mættu um 12 krakkar á fyrri æfingu kvöldsins sem var frá kl 18 til 19. Á seinni æfingu kvöldsins voru mættir líklega um 16 krakkar. Mikil framför er á hópnum og nú þegar eru 65 / 85 hjólin farin að æfa í stóru brautinni.
Við viljum benda á það eru allir velkomnir á aldrinum 3-15 ára á hjólum frá 50cc uppí 150cc. Allar æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 18-20.
Miðvikudaginn 20. ágúst verður næsta krakkakeppni á vegum VÍK og Snælands Video sem er aðalstyrktaraðili barnakeppnanna en þeir gefa öllum pylsur, gos og nammi í lok keppni en þá er grillað og haldin verðlaunaafhending. Við ætlum svo að halda eina keppni í september þar sem við komum til með að ljúka sumrinu á skemmtilegan hátt, en það á eftir að ákveða dagsetningu en ákveðið hefur verið að grilla hamborgara með öllu tilheyrandi fyrir þátttakendur og foreldra.
Við viljum fá að þakka Pétri #35 hjá Snæland Video fyrir framtakið á grillinu!
Krakkaæfingar!
Minnum á að krakkaæfingarnar hjá Gulla & Helga Má eru komnar á fullt aftur eftir sumarfrí! Hlökkum til að sjá ykkur í Bolöldu.
Mánudaga & Miðvikudaga
Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina
Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Endúró Námskeið Kára Jóns og VÍK.
Við þökkum fyrir þann mikla áhuga sem félagsmenn og aðrir hafa sýnt vegna námskeiðsins hjá Kára. Fullbókað er á námskeiðið sem byrjar á Miðvikudagskvöld. En ykkur er velkomið að senda áfram inn skráningar á vik@motocross.is. Ef það reynist áhugi fyrir því að fylla annað námskeið þá reynum við allt sem við getum til að sannfæra Kára um að starfa með okkur áfram.
Það er þegar kominn biðlisti ef svo vildi til að einhver fellur út af skipulagða námskeiðinu. Þeir sem eru skráðir og komast að fá póst með staðfestingu á morgun.
Stjórn VÍK