SKAMMAR-RÆÐAN. Þeir taki til sín sem eiga.

Það er með hreinum ólíkindum að þetta þurfi að ritast hér, en því miður er það svo.

Einhverjir „SNILLINGAR“ ( að eigin áliti væntanlega ) telja sér heimilt að hjóla í MX brautunum á þeim tímum sem þeim hentar. Ekki bara það, heldur finnst þeim eðlilegt að spóla í kringum traktorinn meðan verið er eð vinna á honum í brautinni. Þetta er ekki bara bannað heldur STÓRHÆTTULEGT.

Brautirnar eru LOKAÐAR á auglýstum tímum til að hægt sé að vinna að viðhaldi í þeim. Opnunartímar hafa verið marg-auglýstir hér á síðunni og ekki lengra síðan en nú i vikunni sem það var síðast gert.

Opnuatímar í Bolaöldum:

  • Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
  • Mánudaga    LOKAÐ
  • Þriðjudaga         15 – 21
  • Miðvikudaga    15 – 21   ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
  • Fimmtudaga     15- 21
  • Föstudaga         17- 21

VIRÐIÐ ÞESSA OPNUNARTÍMA TIL AÐ EKKI ÞURFI AÐ KOMA TIL ÞESS AÐ SETJA ÞURFI UPP ÖFLUG HLIÐ OG GIRÐINGAR. Það mun kosta okkur = ykkur mikla fjármuni sem annars færu í sportið.

Bolaöldubrautir OPNA á morgun Þriðjudag kl 15:00

Það er búið að fara í hressilegar breytingar á öllum þremur brautum í Bolaöldu.

Stóra MX brautin fékk verulega yfirhalningu með dassi af breytingum.

Barnabrautin fékk yfirhalningu og breytingu.

85 cc brautin fékk verulega yfirhalningu og breytingu.

Eftir allar þessar breytingar viljum við benda fólki á að fara rólega amk í fyrsta hring, rétt á meðan það er verið að sjá breytingarnar og hvernig þær virka.

OG SVO ER ÞAÐ LYKILATRIÐIÐ.

ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ ÞVÍ ÞEGAR FARIÐ HEFUR VERIÐ ÚT Í SVONA BREYTINGAR OG VINNU AÐ ÞAÐ KOMI UPP GRJÓT.

VINSAMLEGAST GEFIÐ YKKUR TÍMA, STIGIÐ AF HJÓLUNUM OG TAKIÐ STÆSTU STEINANA ÚR BRAUTINNI. 

Við höfum ekki mannskap til að ganga á eftir ykkur og hreinsa steina, þetta er jú gert meira og minna í sjálfboðavinnu fyrir ykkur = það sem þið gerið er verið að gera fyrir ykkur sjálf.

OG ekki gleyma miðum eða árskortum, einhvern vegin verðum við að borga fyrir ýtuvinnuna.

„Það gerir enginn neitt fyrir einn né neinn sem gerir ekki neitt fyrir einn né neinn “ Munið það börnin góð.

Opnuatímar í Bolaöldum:

  • Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
  • Mánudaga    LOKAÐ
  • Þriðjudaga         15 – 21
  • Miðvikudaga    15 – 21   ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
  • Fimmtudaga     15- 21
  • Föstudaga         17- 21

 

3. umferð í Motocrossinu lokið í Mosó

Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+. Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina
Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+.
Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina

Veðrið var umtalsvert betra í dag eftir að keppninni var frestað í gær. Þá sló vindinum upp í 37 m/s á Kjalarnesinu en í dag var nánast logn og sól í Mosóbrautinni. Þar var allt í toppstandi, brautin flott og aðstaðan orðin frábær.

Í MX Open var Eyþór alveg í sérflokki og rúllaði hreinlega upp deginum og þar með MX2 líka, Guðbjartur varð annar og Sölvi þriðji eftir harða baráttu. Í kvennaflokki varð Anita í fyrsta sæti, Brynja önnur og Gyða í þriðja sæti. Hlynur varð í fyrsta sæti í MX Unglingaflokki, Viðir Tristan í 85 flokki og Haukur Þorsteins í 40+ flokki.

Lesa áfram 3. umferð í Motocrossinu lokið í Mosó

Ofsarok í Mosó, keppni frestað til morguns

Veðrið í Mosfellsbæ er alls ekki að spila með okkur. Hér er norðan ofsarok 20-25 m/s og meira í hviðum og alls ekkert hjólaveður, því miður. Það er því búið að ákveða að fresta keppni til morguns 17. ágúst, sama stað og sama dagskrá.

Dúbl í Horn varð bara „standard“ Horn í Horn

HIH_Lurkur
Fjöbreytileiki rekaviðsins á Langanesi er gríðarlegur. Þessi drumbur lá t.d. við innganginn á vitanum í gær!

Framhaldsaga af Einar Ofur.

Hér er frásögn frá Einari eftir ferðina:

Djö..!
Þetta leit svo helvíti vel út – þ.e.a.s. í Excel…!
Þó ég hafi notað Excel Professional Plus 2010, þá vantar í það m.a. „addon“ fyrir, dimma/kalda/blauta þoku og fl. smálegt úr raunheimum.
Stutta útgafan af þessu er semsé sú að kapallinn stefndi strax í að ganga ekki upp, þarna í þokuni þessar þrjár fyrstu klukkustundir..!
Ég reyndi að vinna tapaðan tíma upp frá Nýjadal og að Öskju, en sú tilraun rann út í sandinn þegar það sprakk að framan rétt áður en ég koma að Dreka.
Þá breyttist þetta nú eiginlega í að verða bara „standard“ Horn í Horn  túr þar sem í upphafi stóð til að ná þessu innan 24 klst.   🙂
Ekkert annað sem lá þá fyrir, en að klára það bara og bæta kannski tímann frá þvi 2008.
Það tókst reyndar ágætlega þrátt fyrir aukavesenið allt – Semsé nýr Horn í Horn tími – 14 klst.
Svo eftir að ég kom frá Fonti, þá breyttist þetta bara í lúxus ferð – Sund á Þórshöfn og pulsa með öllu.
Og svo átti ég stefnumót við kærustuna mína, hana Dóu, sem tók ekki annað í mál en að koma með kerru á móti peyjanum og skutla mér og hjólinu heim.
Við hittumst svo rétt sunnan við Akureyri – hjólið á kerru, karlinn í þurra sokka – hiti í sætinu – easy jazz í útvarpinu og súkkulaði á kanntinum.
Verður ekki betra … Yndislegt!
Kveðja góð
EiS

Lesa áfram Dúbl í Horn varð bara „standard“ Horn í Horn

MX Bolaöldubrautir eru LOKAÐAR Í DAG.

ALLAR MX BRAUTIR Í BOLAÖLDU ERU LOKAÐAR Í DAG.

Stóra MX brautin er ekki tilbúin eftir mikla vinnu með jarðýtu í henni sl daga. 85 og barnabrautin verða teknar í hressilega hreinsun núna seinnipartinn. Pétur Smára mun verða herforinginn á svæðinu og ætlar að gera rosa skemmtilegar breytingar í 85CC brautinni.

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14

Bolalada