Fögur er hlíðin.

Síðast liðinn laugardag var haldin seinasta MX keppni sumarsins. Við það tækifæri var þessi mynd fest á filmu ( reyndar kubb )

Það yljar okkur VÍK fólki alltaf um hjartaræturnar að sjá fullt af fólki á svæðinu okkar. Takk fyrir komuna. Sjáumst vonandi sem fyrst aftur.

10395822_698956196824835_2665993854391407663_n

 

Síðasta keppnin í Íslandsmótinu í motokrossi var haldin í Bolaöldu í gær

Eyþór Reynisson er Íslandsmeistari í MX Open og MX2 flokki árið 2014!
Eyþór Reynisson er Íslandsmeistari í MX Open og MX2 flokki árið 2014!

Úrslitin í Íslandsmótinu í motokrossi réðust í fimmtu og síðustu umferðinni sem fór fram í brautinni í Bolaöldu í gær. Veðrið var eins og best var á kosið, smá gola, hlýtt og þurrt. Á föstudeginum og aðfararnótt laugardags rigndi hressilega þannig að rakastigið í brautinni var eins og það gat best verið. Fjöldi keppenda var tæplega 70 manns sem er með mesta móti þetta sumarið og gaman að þetta margir skyldu skrá sig í þessa síðustu keppni sumarsins.

Eyþór Reynisson gerði engin mistök í MX Open/MX2 flokki og sigraði tvöfalt eftir gríðarlega öruggan akstur og landaði þar með verðskulduðum Íslandsmeistaratitli í báðum flokkum. Guðbjartur Magnússon varð annar í gær og Sölvi Borgar Sveinsson endaði í þriðja sæti í MX Open. Í kvennaflokki kom það engum á óvart að Anita Hauksdóttir ynni bæði moto og yrði þar með Íslandsmeistari í kvennaflokki með yfirburðum.

Anita Hauksdóttir er Íslandsmeistari kvenna í motokrossi árið 2014
Anita Hauksdóttir er Íslandsmeistari kvenna í motokrossi árið 2014

 

Lesa áfram Síðasta keppnin í Íslandsmótinu í motokrossi var haldin í Bolaöldu í gær

Hjálp! Vinnukvöld fyrir keppnina í Bolaöldu um næstu helgi

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14Síðasta umferðin í motocrossinu verður haldin í Bolaöldu á laugardaginn. Veðurspáin lofar mjög góðu veðri og við munum gera okkur besta til að hafa brautina og svæðið í toppstandi fyrir keppnina. Skráningarfresturinn rennur út í kvöld kl. 21 og ekki eftir neinu að bíða að skrá sig og taka þátt í gleðinni.

Brautin verður opin fram á miðvikudagskvöld en á fimmtudagskvöldið (og föstudag) verður brautin tekin í gegn. Það er heilmargt sem þarf að græja fyrir svona keppni, bæði í brautinni og á svæðinu sjálfu. Við ætlum því að vera með vinnukvöld á fimmtudagskvöldið og óskum eftir aðstoð félagsmanna, fyrrverandi keppnismanna og annarra sem vilja rétta okkur hjálparhönd. Við viljum gera svo margt en erum allt of fáir ef einungis stjórnarmenn mæta.

Mæting verður kl. 17 í Bolaöldu og verkefnalisti verður á staðnum og unnið e-h frameftir kvöldi. Það væri sérstaklega gaman að sjá einhverja koma og taka til hendinni í enduroslóðum s.s. týna grjót úr slóðum, safna saman stikum og plasti og laga slóðana fyrir haustið. Sjáumst á fimmtudaginn – vonandi 🙂

Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!

photo (1)Það reyndist góð ákvörðun að fresta keppninni á Akranesi í sumar. Aðstæðurnar í gær hefðu tæplega getað verið betri. Svæðið hjá VÍFA hefur aldrei litið betur út og brautin var nánast fullkomin að sjá þegar keppendur mættu á svæðið, hvergi bleytu að sjá og fullkomið rakastig á moldinni. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri en þeir sem mættu fengu toppkeppni.

Keppni var mismikil í flokkunum og úrslit nokkurn veginn eftir bókinni nema ef vera skyldi í MX Open. Slagur dagsins var í síðasta motoinu þar á milli Sölva og Eyþórs. Sölvi tók forystuna strax í upphafi og hélt smá bili fyrst á Guðbjart, sem hafði sigrað fyrsta motoið, og svo Eyþór sem ætlaði sér ekkert annað en sigur eftir að hafa lent í þriðja sæti í fyrra motoinu. Sölvi hafði uþb. 1-2 sekúndna forskot alla keppnina og var með Eyþór dýrvitlausan á hælunum nær allan tímann. Baráttan í síðustu tveimur hringjunum var engu lík.

Lesa áfram Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!

MX Akranes í dag 30.08.14

Eru ekki allir á leiðinni á Skagann í dag til á kíkja á allar hetjurnar okkar keppa?

Jú að sjálfsögðu. Sjáumst þar hress og kát á eftir.

IMG_7120-11636-800-600-80
Það verður að öllum líkindum svona þurrt í Akrabraut á eftir.

MX AKRANES 30.08.14

 

Er fólk nokkuð að gleyma sér í skráningarmálum.

Nei það getur ekki verið, en um að gera að klára það tímalega og þá hellst strax í dag.

Skráning á MSÍ síðunni HÉR

Nú er um að gera að fjölmenna og gera skemmtilega keppni.


Bolalada