Vefmyndavél

Hjálp! Vinnukvöld fyrir keppnina í Bolaöldu um næstu helgi

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14Síðasta umferðin í motocrossinu verður haldin í Bolaöldu á laugardaginn. Veðurspáin lofar mjög góðu veðri og við munum gera okkur besta til að hafa brautina og svæðið í toppstandi fyrir keppnina. Skráningarfresturinn rennur út í kvöld kl. 21 og ekki eftir neinu að bíða að skrá sig og taka þátt í gleðinni.

Brautin verður opin fram á miðvikudagskvöld en á fimmtudagskvöldið (og föstudag) verður brautin tekin í gegn. Það er heilmargt sem þarf að græja fyrir svona keppni, bæði í brautinni og á svæðinu sjálfu. Við ætlum því að vera með vinnukvöld á fimmtudagskvöldið og óskum eftir aðstoð félagsmanna, fyrrverandi keppnismanna og annarra sem vilja rétta okkur hjálparhönd. Við viljum gera svo margt en erum allt of fáir ef einungis stjórnarmenn mæta.

Mæting verður kl. 17 í Bolaöldu og verkefnalisti verður á staðnum og unnið e-h frameftir kvöldi. Það væri sérstaklega gaman að sjá einhverja koma og taka til hendinni í enduroslóðum s.s. týna grjót úr slóðum, safna saman stikum og plasti og laga slóðana fyrir haustið. Sjáumst á fimmtudaginn – vonandi 🙂

Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!

photo (1)Það reyndist góð ákvörðun að fresta keppninni á Akranesi í sumar. Aðstæðurnar í gær hefðu tæplega getað verið betri. Svæðið hjá VÍFA hefur aldrei litið betur út og brautin var nánast fullkomin að sjá þegar keppendur mættu á svæðið, hvergi bleytu að sjá og fullkomið rakastig á moldinni. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri en þeir sem mættu fengu toppkeppni.

Keppni var mismikil í flokkunum og úrslit nokkurn veginn eftir bókinni nema ef vera skyldi í MX Open. Slagur dagsins var í síðasta motoinu þar á milli Sölva og Eyþórs. Sölvi tók forystuna strax í upphafi og hélt smá bili fyrst á Guðbjart, sem hafði sigrað fyrsta motoið, og svo Eyþór sem ætlaði sér ekkert annað en sigur eftir að hafa lent í þriðja sæti í fyrra motoinu. Sölvi hafði uþb. 1-2 sekúndna forskot alla keppnina og var með Eyþór dýrvitlausan á hælunum nær allan tímann. Baráttan í síðustu tveimur hringjunum var engu lík.

Lesa meira af Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!

MX Akranes í dag 30.08.14

Eru ekki allir á leiðinni á Skagann í dag til á kíkja á allar hetjurnar okkar keppa?

Jú að sjálfsögðu. Sjáumst þar hress og kát á eftir.

IMG_7120-11636-800-600-80

Það verður að öllum líkindum svona þurrt í Akrabraut á eftir.

MX AKRANES 30.08.14

 

Er fólk nokkuð að gleyma sér í skráningarmálum.

Nei það getur ekki verið, en um að gera að klára það tímalega og þá hellst strax í dag.

Skráning á MSÍ síðunni HÉR

Nú er um að gera að fjölmenna og gera skemmtilega keppni.

SKAMMAR-RÆÐAN. Þeir taki til sín sem eiga.

Það er með hreinum ólíkindum að þetta þurfi að ritast hér, en því miður er það svo.

Einhverjir „SNILLINGAR“ ( að eigin áliti væntanlega ) telja sér heimilt að hjóla í MX brautunum á þeim tímum sem þeim hentar. Ekki bara það, heldur finnst þeim eðlilegt að spóla í kringum traktorinn meðan verið er eð vinna á honum í brautinni. Þetta er ekki bara bannað heldur STÓRHÆTTULEGT.

Brautirnar eru LOKAÐAR á auglýstum tímum til að hægt sé að vinna að viðhaldi í þeim. Opnunartímar hafa verið marg-auglýstir hér á síðunni og ekki lengra síðan en nú i vikunni sem það var síðast gert.

Opnuatímar í Bolaöldum:

 • Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
 • Mánudaga    LOKAÐ
 • Þriðjudaga         15 – 21
 • Miðvikudaga    15 – 21   ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
 • Fimmtudaga     15- 21
 • Föstudaga         17- 21

VIRÐIÐ ÞESSA OPNUNARTÍMA TIL AÐ EKKI ÞURFI AÐ KOMA TIL ÞESS AÐ SETJA ÞURFI UPP ÖFLUG HLIÐ OG GIRÐINGAR. Það mun kosta okkur = ykkur mikla fjármuni sem annars færu í sportið.

Bolaöldubrautir OPNA á morgun Þriðjudag kl 15:00

Það er búið að fara í hressilegar breytingar á öllum þremur brautum í Bolaöldu.

Stóra MX brautin fékk verulega yfirhalningu með dassi af breytingum.

Barnabrautin fékk yfirhalningu og breytingu.

85 cc brautin fékk verulega yfirhalningu og breytingu.

Eftir allar þessar breytingar viljum við benda fólki á að fara rólega amk í fyrsta hring, rétt á meðan það er verið að sjá breytingarnar og hvernig þær virka.

OG SVO ER ÞAÐ LYKILATRIÐIÐ.

ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ ÞVÍ ÞEGAR FARIÐ HEFUR VERIÐ ÚT Í SVONA BREYTINGAR OG VINNU AÐ ÞAÐ KOMI UPP GRJÓT.

VINSAMLEGAST GEFIÐ YKKUR TÍMA, STIGIÐ AF HJÓLUNUM OG TAKIÐ STÆSTU STEINANA ÚR BRAUTINNI. 

Við höfum ekki mannskap til að ganga á eftir ykkur og hreinsa steina, þetta er jú gert meira og minna í sjálfboðavinnu fyrir ykkur = það sem þið gerið er verið að gera fyrir ykkur sjálf.

OG ekki gleyma miðum eða árskortum, einhvern vegin verðum við að borga fyrir ýtuvinnuna.

„Það gerir enginn neitt fyrir einn né neinn sem gerir ekki neitt fyrir einn né neinn “ Munið það börnin góð.

Opnuatímar í Bolaöldum:

 • Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
 • Mánudaga    LOKAÐ
 • Þriðjudaga         15 – 21
 • Miðvikudaga    15 – 21   ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
 • Fimmtudaga     15- 21
 • Föstudaga         17- 21

 

Síða 36 af 940« Fyrsta...20...3435363738...6080...Síðasta »