Vefmyndavél

Race Police Hella næstu helgi 11. Maí

 

 

 

Áttu torfæruhjól, bakpoka og slaghamar/litla sleggju? Ertu að leita að tækifæri til þess að fá þér súrefni á Hellusvæðinu á laugardaginn og fá að viðra hjólið aðeins í brekkunum þar? Við þurfum nokkra einstaklinga á hjólum til þess að koma og aðstoða okkur við race police í keppninni á laugardaginn. Ef þú hefur tök á því máttu gjarnan senda okkur línu og láta vita. Gatla, Gugga eða einhvern í stjórninni. Það er mæting um eða upp úr 10 um morguninn og svo er keppnin búin upp úr 15. Þá þurfum við bara að taka saman stikur, afhenda verðlaun og allir eru komnir heim í tíma fyrir kvöldmat.

Stjórn VÍK

1. Umferð Íslandsmótsins í Enduro, Hella 2019, Vatnsvirkja Enduro á Hellu.

Opnað verður fyrir skráningu fyrir 1. umferð til Íslandsmeistara í Enduro á morgun. Föstudaginn 12.04.2019.
1. Umferðin í Enduro er 2 vikum fyrir Klaustur eða þann 11.05.2019 og er Enduro-ið á Hellu.

Skráning fer fram sem fyrr inn á msisport.felog.is

Að keppa á Hellu er góð skemmtun og enginn betri leið til þess að starta tímabilinu. Hvetjum alla til þess að skrá sig og taka þátt!

Þess ber þó að geta að allur akstur á svæðinu er stranglega bannaður! Við fáum bara undanþágu fyrir keppni þetta eina skipti á ári og það getur eyðilagt það fyrir okkur ef fólk stelst til þess að hjóla á svæðinu utan keppni.

Eins og á síðasta ári er það Vatnsvirkinn sem hjálpar okkur að halda þetta mót.

Með bestu kveðju. Stjórn VÍK

Skráning RED Bull Offroad Challange KLAUSTUR 2019 hefst í dag. Nódjók!

 

Dags: 25.05.2019

Í dag kl. 21:00 hefst skráningin fyrir skemmtilegasta mót ársins

Gefið ykkur tíma til þess að lesa allt hér fyrir neðan!

Skráningin fer fram á nýrri og endurbættri skráningarsíðu þar sem hin var ekki alveg að standa undir álagi.
Ný og betri síða: https://msisport.felog.is/

Nýtt skráningarkerfi MSÍ – leiðbeiningar

Kerfið er smíðað og rekið af Greiðslumiðlun í samstarfi við MSÍ. Einungis er boðið upp á greiðslur með debet, kreditkortum í upphafi. Þeir sem óska eftir öðrum greiðsluleiðum verða að hafa samband við vik@motocross.is.

Allar skráningar eru bindandi og nú þarf að skrá liðsfélaga með kennitölu um leið og lið er skráð til keppni. Þeir sem ekki hafa liðsfélaga kláran geta skráð í tví- eða þrímenning ÁN LIÐSFÉLAGA og VÍK parar svo liðsfélaga inn í keppnina af handahófi þannig að allir geta verið með í gleðinni.

Skráningarleiðbeiningar:
1. Skráningarkerfið er á slóðinni: http://msisport.felog.is
2. Skráðu þig inn með rafrænu auðkenni eða Íslykli – forráðamaður skráir sig inn fyrir alla yngri en 18 ára.
3. Við fyrstu skráningu þarftu að skrá inn tölvupóstfang og símanúmer ÁN bils eða bandstriks og samþykkja almenna skilmála MSÍ fyrir notkun á vefnum.
Hægt er að setja inn mynd og aukaupplýsingar undir „Stillingar“ en ekki nauðsynlegt.
4. Næst ferðu í „Skráning í boði“. Þar sérðu alla flokka sem þú getur skráð þig í og velur þann flokk sem þú ætlar taka þátt í.
5. Ef þú ert að skrá þig í tveggja eða þriggja manna lið seturðu kennitölu liðsfélagans/-anna í viðeigandi reit OG aðildarfélag þitt innan MSÍ. EKKI er hægt að klára skráninguna nema að skrá inn þessar upplýsingar!
Athugið að keppendur verða að hafa greitt félagsgjald fyrir yfirstandandi ár til að geta tekið þátt í keppninni.
6. Því næst velurðu „Greiðslumáta“ og setur inn kortaupplýsingar.
7. Að lokum lestu yfir skilmála og hakar svo við „Samþykki skilmála“ og smellir svo á „Áfram“ til að ganga frá skráningunni.
8. Í lokin geturðu skoðað og prentað kvittun eða fengið senda staðfestingu í tölvupósti.

Liðsfélagar sem hafa þegar verið skráðir:
1. Sá sem skráir lið greiðir fyrir allt liðið!!! Og sér svo sjálfur um að rukka liðsfélaga sína.

Allar fleiri upplýsingar um keppnina má finna á : http://www.klausturoffroad.is/

ATH! Aðeins 300 sæti eru laus fyrir Klaustur 2019 og skráningu lýkur með formlegum hætti 2 vikum fyrir mót. Það verður þó hægt að skrá sig fram að keppnisdag þ.e.a.s. ef það eru laus sæti en það verður gegn hærra gjaldi!

ATH,ATH! Þeir keppendur sem eru skráðir í lið þurfa að fylla út og skila inn þátttöku-yfirlýsingu ef þeir ætla að taka þátt. Hægt verður að skila þeim í skoðun sem klúbbarnir halda.

Mikið hlökkum við til að sjá ykkur á Klaustri 2019 þann 25.05.2019

Með bestu kveðju. Stjórnin

Reglur fornhjólaflokks / Vinduro – Vintage Enduro á Íslandi vegna Klausturs 2019

Reglugerð fornhjólaflokks 30 ára og eldri.

Okkur hefur borist reglur vegna fornhjólaflokks á Klaustri 2019.

Ef þú átt hjól sem er 30 ára eða eldra og vilt keppa. Endilega komdu þér í samband við þessa herramenn og konur sem hægt er að finna á Facebook HÉR.

Félagsmenn í þessum hópi kepptu á Klaustri í fyrsta skipti 2018 undir þessu fordæmi og var hrikalega gaman að fylgjast með þeim taka af stað og útí braut. Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara!

Stjórnin

Eru ekki allir tilbúnir því skráning á Klaustur 2019 er að bresta á!!!

Skemmtilegasta keppnin árið 2019 verður á Kirkjubæjarklaustri helgina 24-26 Maí 2019. Við hvetjum alla að vera tímalega til að skrá sig þar sem það verða aðeins 300 sæti laus.

Skráning fer fram á msisport.felog.is

Allir sem taka þátt á Klaustri 2019, verða að vera skráðir í félag og það er nóg af þeim til á landinu. Tekið verður á þessu fljótlega og hvetjum við alla keppendur til þess að ganga frá þessum málum áður en skráningu líkur.

Í ár sem endranær þarf auðvitað að skoða öll hjól áður en þau fá grænt ljós á þátttöku.
Skoðun á höfuðborgarsvæðinu fer fram hjá Ragga Heimsmeistara í Nitro Urðarhvarfi 4, þriðjudaginn 21. maí, milli kl. 18:00 og 20:00.  Skoðað verður einnig hjá öðrum klúbbum á landsbyggðinni.

!! ATHUGIРað skoðun á Klaustri, á keppnisdegi, verður EKKI í boði eins og áður!
Einungis verður mögulegt að fá „neyðarskoðun“ fyrir þá sem hafa gilda ástæðu fyrir slíku.
Þátttakendur verða því að ganga frá sínum skoðunarmálum þriðjudaginn 21. maí, svo ekki verði eitthvað ves á keppnisdegi.  

Stjórnin

 

VÍK auglýsir eftir aðila til þess að sjá um heimasíður og fl.

Við hjá VÍK viljum endilega komast í samstarf með tölvuséní (helst hjólara) sem getur séð um heimasíður sem við höldum úti og samfélagsmiðla.

Ef þú hefur áhuga á þessu endilega vertu í sambandi við okkur hér: vikmxrvk@gmail.com

Takk kærlega!

Síða 3 af 94012345...2040...Síðasta »