Bolaöldubraut – Opið – Bikarkeppni. GAMAN

Í dag tóku okkar ástsælu brautarstjórar sig til og gerðu nokkrar lagfæringar á brautinni, því miður náðist ekki að fara í alla brautina þar sem “ eld og brennistein“ ringdi niður í gær fimmtudag. EN.. Brautin er opin alla helgina og mánudag. En á þriðjudag verður GAMAN, því þá ætlum við að vera með bikarkeppni með sprett fyrirkomulagi. Kynnum það betur um helgina.  Hei!!!!!! Munið bara eitt, ef það er steinn fyrir ykkur í brautinni, stoppið endilega og hendið honum út fyrir brautina, það gerir nefnilega enginn neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir einn né neinn!!!!!.

image

image

image

 

Félagsstarfið.

Félagsmenn í VÍK ríða ekki við einteyming, það er á hreinu. Á meðan við hin höfum verið í sólbaði, með ýmsan vökva á kanntinum, hefur Pétur Smára verið að setja saman endursmíðaða ripperinn okkar. Það er jú að styttast í MX mótið okkar sem verður 22.08.15.  Það verður frábært þegar við getum farið í að rippa upp brautina aftur og fá hana mjúka 🙂

ATH brautin er opin alla daga fram að keppni nema annað sé auglýst hér á síðunni.

Ripperinn verður aldeilis glæsilegur að verki loknu.
Ripperinn verður aldeilis glæsilegur að verki loknu.

Félagsstarfið og Bolaalda

Á meðan flestir lágu í sólbaði ( vonandi ) voru vaskir félagsmenn í VÍK sveittir í Bolaöldunni að vinna við EnduroCross braut. Einn offvirkur af pólskum uppruna fór hamförum um svæðið , ásamt góðum vinum,  riggaði upp skemmtilegum þrautum og mjög skemmtilegu svæði. Það verður ekki af Robert tekið, þegar hann tekur sig til þá er það STÓRT. Við erum heppin að hafa svona félagsmenn innan okkar raða.

Bolo 9.8.15 7 Boló 9.8.15 2 Boló 4 Boló 9.8.15 5 Boló 9.8.15. 6Boló 9.8.15 3

Minnum á BARNAKEPPNINA Á SELFOSSI

Sem hefst kl 18:00 Á morgun fimmtudaginn 16.07.15. Og að sjálfsögðu á Selfossi 🙂

Keppt verður í 50cc – 65 cc og 85 cc flokkum. Grillað verður ofna í kappana eftir keppni.

Mikið stuð var á æfingunni í gær og krakkarnir mjög ánægðir. ( sem er svo sem alltaf hjá þessum orkuboltum )

Framtíðar keppnisfólkið okkar.
Framtíðar keppnisfólkið okkar.

IMG_1745 (1)
Mynd frá æfingunni á selfossi í gær.

Barnastuð á Selfossi

Frábært samstarf hefur myndast á milli Klúbbsins á Selfossi og VÍK. Krakkarnir á Selfossi hafa mætt á æfingar hjá VÍK og núna ætla Selfosskappar að bjóða okkar köppum.

Á morgun Þriðjudag 14.07.15 verður opin krakkaæfing fyrir alla krakka 3-15 ára. Skipt verður í hópa eftir getu. Æfingin stendur yfir frá kl 19.00 – 20.30.

Á fimmtudag 17.07.15 verður síðan krakkakeppni fyrir 50 – 65- 85cc hjólastærðir. Mæting er kl 18.00 grillað verður eftir keppni.

Um að gera að tka rúnt á Selfoss með krakkana og leyfa þeim að prufa aðstæður þar.

Flottir krakkar á inniæfingu í Reiðhöllinni Víðidal
Flottir krakkar á inniæfingu í Reiðhöllinni Víðidal

Tipps og Trixx.

Við sem erum í drullumallara-leik vitum að teinar í gjörðunum eiga það til að losna og jafnvel að slitna. Ástæður fyrir því geta verið margar. T.D lélegt efni í teinum og gjörðum eða eftir mikið högg á gjörðina. Einnig vill það gerast, þegar við herðum uppá teinunum, að gjarðarhringurinn aflagast. Hér er góður tengill á grein hjá THUPER TALK um hvernig er best að bera sig að.  Það er ekki endilega þörf á að hafa svona flotta stilliklukku í verkið en það verður að vera amk einhver pinni / stika sem bera þarf við gjörðina frá föstum stað. Nú er bara að bíða eftir næsta slæma veðri til að dunda sér í skúrnum.

Screen Shot 2015-05-19 at 9_44_45 AM Screen Shot 2015-05-19 at 9_45_03 AM

Bolalada