FYRSTA ÆFING KL 18:30!! Krakkaæfingar hefjast að nýju – FRÍTT Á FYRSTU ÆFINGUNA!

BREYTT!! Fyrsta æfingin verður kl 18:30 fyrir 50/65cc og 19:30 fyrir 85cc!!

Krakkaæfingar hefjast aftur eftir stutta pásu, og nú í Reiðhöllinni. Fyrsta æfingin verður næstkomandi sunnudag og verður frítt fyrir alla að mæta. Því um að gera að láta alla vita af þessu og gera okkur glaðan dag.

Æfingar munu vera á sama tíma og sl. ár, þ.e. 17 fyrir 50/65cc og kl 18 fyrir 85cc.

**KLIPPIKORT**

Nú verður hægt að kaupa klippikort, bæði 5 skipta og 10 skipta klippikort.

Verð fyrir staka æfingu: 3.000 kr.

Verð fyrir 5 skipta klippikort: 11.000 kr.

Verð fyrir 10 skipta klippikort: 20.000 kr.

Verð fyrir allar æfingar út janúar: 15.000 kr.

 

Fyrsta æfing sem greitt verður fyrir verður því sunnudagurinn 29. nóvember.

Munum að það er bannað að setja hjólin í gang fyrir utan Reiðhöllina, sýnum tillitsemi og tökum allt rusl eftir okkur 🙂

Svo bara muna að mæta tímanlega svo allir séu tilbúnir þegar æfing byrjar.

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Helgi, Gulli, Pétur og Össi

Lokahóf MSÍ á laugardaginn

hendrix

Hendrix, Stórhöfða 17.
Veislustjóri Bjarni Töframaður.
Verðlaunaafhending fyrir keppnistímabilið, ný myndbönd frumsýnd, skemmtiatriði, DJ BB.
Miðaverð 8.500,-
Miðasala inn á vef MSÍ í skráningakerfinu (www.msisport.is)
og í Nítró og í síma 899 4313.
ATH. miðasölu líkur miðvikudaginn 4. nóvember.

Matseðill:
Fordrykkur:
„100 Oktan“
Forréttur:
Koníakslöguð Humarsúpa með rjómatoppi og nýbökuði brauði.
Aðalréttur:
Grilluð lambakóróna með kartöflum röstíc, sellerírót og rauðvínssósa
Eftirréttur:
Heit súkkulaðikaka með þeyttum rjóma í vanillu og skógarberjasósu.

Borðapantanir: bjorkerlings@live.com

FRAMKVÆMDAGLEÐIN ER GJÖRSAMLEGA FARIN MEÐ OKKUR

Og hvað?  Jú það er komin virk VEFMYNDAVÉL í Bolaölduna og auðvelt að sjá hvort það sé veður vott eða vont. Þetta er frábær leið til að sjá aðstæður á svæðinu, nú eða bara til að sjá hvort einhverjir ERU á svæðinu að hjóla. Um að gera að nýta sér tæknina.Vefmyndavel

PS: við viljum biðja ykkur um að fara varlega á slóðasvæðinu. Það er búin að vera töluverð bleyta og gera má ráð fyrir stórum pollum á „stöku stað“ EKKI keyra utan með pollunum, snúið frekar við og finnið betri aðstæðu.

Stjórn VÍK.

Þó að dagarnir styttist —–

Þá eykst orkan í okkar ofur-virku brautar og húsameisturum.

Brautarstjóra-tvíeykið er ekki að slaka á þó að það stefni í kulda og vosbúð næstu mánuði. Nú eru þeir Össi og Pétur að vinna upp hugmyndir með nýja braut í Bolaöldu. Hvað það verður veit nú enginn, verður gaman að sjá ( og allt það ). Ef þið viljið nánari útskýringar á hvað er í gangi þá er bara að mæta á árshátíð / lokahóf MSÍ, gefa þeim í glas og rekja úr þeim garnirnar 😉  VARÚÐ!!!! ekki gefa þeim of mikið því að þá gætu þeir fengið ENN stærri hugmyndir….

Húsa-meistarinn okkar er heldur ekki sá lati í stjórn VÍK, enda kenndur við Harða Gengið. Pálmar var orðinn þreyttur á að ganga frá stólunum eftir hverja barnaæfingu. Þar sem hann er jú Ofur smiður þá er ekkert sjálfsagðara (hjá honum) en að rigga upp bekkjum meðfram veggjunum.

Við erum heppin að hafa svona fólk innan okkar raða sem er til í að gefa okkur frítímann sinn svo að við getum leikið okkur.

ÞETTA ERU SNILLINGAR.

Bolaalda 10.10.15 2 Bolaalda 10.10.15 Bolaalda 10.10.15 1

BOLAÖLDUBRAUT, OPIN, FRÁBÆR ( M/V árstíma )

Okkar ástkæri brautarstjóri ( Pétur ) fylgist grannt með ástandinu í Bolalöldu. Brautin er mjög góð, eina sem hægt er að láta bögga sig er góðir pollar hér og þar. ( Sem er að sjálfsögðu bara betra ). Um að gera að nýta sér þá daga sem gefast fram að frosti.

MUNIÐ SAMT AÐ ÞAÐ ÞARF MIÐA, JÁ OG MIÐA SEM ERU Á HJÓLINU, EKKI INN Í BÍL.

Mynd tekin 8.10.15
Mynd tekin 8.10.15

Bolalada