Vefmyndavél

Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

MEISTARAFLOKKUR ÚRSLIT 19-39 ÚRSLIT 40-49 ÚRSLIT TVIMENNINGUR ÚRSLITÞað hafa oft verið fleiri keppendur á Akureyri en þeir sem mættu urðu ekki fyrir vonbrigðum enda svæðið algjörlega frábært til að halda endurokeppni.Veðrið tók á sig ýmsar myndir til að byrja með en fljótlega eftir start lét sólin sjá sig og var dagurinn því með besta móti þegar upp var staðið. Sumarið hefur reyndar látið bíða eftir sér þannig að talsverð bleyta og drulla var efst í brautinni. Prufuhringur tók td. 45 mínútur þar sem menn voru að prófa hina og þessa staði til að festa sig. Í fyrri umferðinni gekk á ýmsu og voru menn að lenda í smá basli með sandbrekkurnar ásamt því að drullan tók sinn toll.

Lesa meira af Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

Akureyri Enduro

Heyrst hefur að það hafi verið DRULLUGAMAN á Akureyri um helgina.

1898244_10152966269170388_280723972241829872_n

Krakkakeppninni á morgun!

Á morgun ætlum við að halda krakkakeppni í Bolaöldu kl 18. Mæting er því fyrir ALLA klukkan 17:45. Pétur Snæland verður á grillinu og allir keppendur fá medalíu.

Byrjað verður á upphitun klukkan 18:00 og verða svo keyrð tvö moto í öllum flokkum (50, 65, 85).

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun 🙂

Kveðja,

Gulli, Helgi Már og Pétur

SUNNUDAGSSPRETTUR

Motocross æfingamót á Sunnudag 30 Ágúst. kl. 14:00 í Bolöldu
Á sunnudaginn verður haldið æfingamót í motocross í Bolaöldu. Keppni hefst kl. 14:00. Engin skráning, ekkert skráningargjald – bara að mæta og borga brautargjaldið! Snæland Video splæsir í grillaða og gómsæta vinninga. Fyrirkomulag verður start + 2 hringir, 3 moto og síðan úrslitariðill. Keppendum skipt upp í hópa eftir fjölda og getu – og því kærkomið fyrir nýliða sem aldrei hafa keppt að mæta og prófa. Old Boys kappar sérstaklega velkomnir, því það verður keyrt í Upside-Up demparaflokki, fornhjólaflokki (MX hjól með blöndunga), og í veltiþyngdarflokki (þar sem ökumaður er þyngri en hjólið) – ef næg þáttaka fæst. Von er á erlendum keppendum í þetta mót og hefur amk einn frá Spáni boðað komu sína. Spurning hvort þetta endi sem MX des Nations keppni og keyrt í landsliðum…!!! Búið er að panta frábært veður fyrir sunnudaginn – þurrt, sól, og 12 stig! Hlökkum til að sjá sem flesta í frábærri braut í Bolaöldu;)

Bolaöldubraut LOKUÐ fram yfir Íslandsmót

Brautin er lokuð fram yfir keppni á Laugardag 22.08.15.

Okkur vantar aðstoð við að græja brautina í kvöld. Það hellsta sem þarf að gera er að labba brautina og hreinsa steina sem hafa komið upp við rippun á brautinni. Verkið ætti að taka ca 2 klst ef við fáum 6-8 manns í að aðstoða okkur. Mæting 18:00 – 20:00.

Okkur vantar enn aðstoð við flöggun á Laugardag. Í boði er að aðstoða okkar frábæra keppnisfólk í keppni, matur og fimm brautarmiðar. Þær flöggunarstöðvar sem við náum ekki að mannna verða að öðrum kosti settar á herðar keppenda.  Áhugasamir vinsamlegast sendið á E-mail oli.thor.gisla@gmail.com aða sms: 6903500. Einnig má senda skilaboð á FB síðunni okkar.

Bol 20.08.15

Bolaalda MX keppni 2015

Nú er komið að stóru stundinni hjá okkur. MX keppnin er á laugardag 22.08.15.

Við þurfum aðstoð við flöggun, í boði er matur og kaffi ásamt 5 miðum í brautirnar/ slóðana. ( Miðarnir gilda líka fyrir næsta ár )  Þeir sem vilja aðstoða okkur við þetta nauðsynlega hlutverk, vinsamlegast sendið skilaboð á okkur: oli.thor.gisla@gmail.com  eða sms í s: 6903500. Einnig má senda skilaboð á FB síðunni okkar.

Mikið rosalega værum við þakklát ef einhver sér fært að aðstoða okkur við að tryggja öryggi keppenda. Og til að aðstoða þessi hér fyrir neðan í að verða meistarar í drullumalli.

 

IMG_1935

IMG_1932IMG_1938

Síða 21 af 939« Fyrsta...1920212223...4060...Síðasta »