Vefmyndavél

Aðalfundur yfirstaðinn – nýr formaður tekur við!

Sigurjón Snær Jónsson nýr formaður VÍK á Akureyri 2012

Sigurjón Snær Jónsson nýr formaður VÍK á Akureyri 2012

Já, þið lásuð rétt eftir 11 ára setu sem formaður hefur undirritaður sagt skilið við formannsstarfið og nýr maður tekur nú við. Aðalfundur VÍK fór fram í kvöld og var þokkalega sóttur. Hefðbundin aðalfundarstörf voru framkvæmd og fylgir bæði skýrsla stjórnar fyrir árið 2015 og kynningarglærur kvöldsins sem innihalda reikninga ársins hér á eftir.

Á fundinum var kosið í nýja stjórn en þeir Ólafur Þór Gíslason og Birgir Már Georgsson sögðu sig úr stjórn að þessu sinni. Fyrir næsta ár skipa stjórn VÍK þeir Pétur Smárason, Örn Sævar Hilmarsson, Pálmar Pétursson og Guðbjartur Stefánsson en varamenn eru Arnar Þór Ragnarsson og Óli Haukur. Lesa meira af Aðalfundur yfirstaðinn – nýr formaður tekur við!

HEYRST HEFUR:

AÐ: Á aðalfundi VÍK, í kvöld kl 20:00 í húsi ÍSÍ Laugardal, verði boðið uppá kaffi og með því.

AÐ: Þar sem við erum íþróttafélag verði bara heilsusamlegar kleinur á boðstólum.

AÐ: Það stefni í einn fjörugasta aðalfund í manna minnum.

AÐ: Manna minni sé frekar stutt.

AÐ: Menn verði felldir úr stjórn.

AÐ: Aðrir ferskir taki við stjórn.

AÐ: Það vanti samt einn varamann í stjórn.

AÐ: Það verði pottþétt slegist um það sæti.

PS:

Ert þú sá sem ætlar að slást um það sæti?

Við viljum sérstaklega benda á að það er enginn kvenmaður í stjórn VÍK og samkvæmt jafnréttindum og öðrum félagslegum hugsjónum er það okkur að sjálfsöðu til skammar.

Sjáumst í kvöld.

Krakkaæfing í dag kl 17/18

Minnum á æfingu dagsins í Reiðhöllinni klukkan 17 fyrir 50/65cc og kl 18 fyrir 85.

Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂

Kveðja,

Gulli, Helgi Már, Pétur og Össi

MINNUM á!!! AÐALFUNDUR VÍK 2015

Aðalfundur VÍK 2015

Verður haldinn fimmtudaginn 3. des   NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ HAFA ÁHRIF!

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn 3. des. 2015 kl. 20:00 í fundaraðstöðu ÍSÍ við Engjaveg (við hliðina á Laugardalshöllinni.)  Verkefni fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf, sbr. lög félags.

Gaman væri að sjá sem flesta mæta og enn skemmtilegra væri að sjá menn bjóða sig fram til að vinna með klúbbnum í alls konar verkefnum og ekki síst eigin áhugamálum.

ATH.

Einhverjir GAMLIR refir ætla ekki að bjóða sig fran til áframhaldandi stjónarstarfa.

NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ BLÓMSTRA OG SÝNA ÞESSUM GÖMLU KÖLLUM HVERNIG Á AÐ GERA ÞETTA,

 

FYRSTA ÆFING KL 18:30!! Krakkaæfingar hefjast að nýju – FRÍTT Á FYRSTU ÆFINGUNA!

BREYTT!! Fyrsta æfingin verður kl 18:30 fyrir 50/65cc og 19:30 fyrir 85cc!!

Krakkaæfingar hefjast aftur eftir stutta pásu, og nú í Reiðhöllinni. Fyrsta æfingin verður næstkomandi sunnudag og verður frítt fyrir alla að mæta. Því um að gera að láta alla vita af þessu og gera okkur glaðan dag.

Æfingar munu vera á sama tíma og sl. ár, þ.e. 17 fyrir 50/65cc og kl 18 fyrir 85cc.

**KLIPPIKORT**

Nú verður hægt að kaupa klippikort, bæði 5 skipta og 10 skipta klippikort.

Verð fyrir staka æfingu: 3.000 kr.

Verð fyrir 5 skipta klippikort: 11.000 kr.

Verð fyrir 10 skipta klippikort: 20.000 kr.

Verð fyrir allar æfingar út janúar: 15.000 kr.

 

Fyrsta æfing sem greitt verður fyrir verður því sunnudagurinn 29. nóvember.

Munum að það er bannað að setja hjólin í gang fyrir utan Reiðhöllina, sýnum tillitsemi og tökum allt rusl eftir okkur 🙂

Svo bara muna að mæta tímanlega svo allir séu tilbúnir þegar æfing byrjar.

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Helgi, Gulli, Pétur og Össi

Lokahóf MSÍ á laugardaginn

hendrix

Hendrix, Stórhöfða 17.
Veislustjóri Bjarni Töframaður.
Verðlaunaafhending fyrir keppnistímabilið, ný myndbönd frumsýnd, skemmtiatriði, DJ BB.
Miðaverð 8.500,-
Miðasala inn á vef MSÍ í skráningakerfinu (www.msisport.is)
og í Nítró og í síma 899 4313.
ATH. miðasölu líkur miðvikudaginn 4. nóvember.

Matseðill:
Fordrykkur:
„100 Oktan“
Forréttur:
Koníakslöguð Humarsúpa með rjómatoppi og nýbökuði brauði.
Aðalréttur:
Grilluð lambakóróna með kartöflum röstíc, sellerírót og rauðvínssósa
Eftirréttur:
Heit súkkulaðikaka með þeyttum rjóma í vanillu og skógarberjasósu.

Borðapantanir: bjorkerlings@live.com

Síða 20 af 940« Fyrsta...1819202122...4060...Síðasta »