Vefmyndavél

Aðalfundur VÍK 2019, 10 des. Formaður lætur af störfum.

Aðalfundur VÍK verður haldinn í Laugardalnum, þriðjudaginn 10 des kl. 20:00. Fundurinn fer fram í sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal við Engjaveg 6. Á boðstólum verður kaffi og með því. Dagskráin verður í samræmi við hefðbundin aðalfundarstörf.

Skv. lögum VÍK er stjórn félagsins kosin á hverju ári. Það á við um formann, stjórnarmenn og varamenn. Formaður VÍK síðustu tvö ár hyggst ekki bjóða sig fram aftur. Við hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi með okkur, já eða bjóða sig fram í stjórn að mæta. Okkur vantar fólk einnig í eftirfarandi nefndir: Mx-nefnd, Enduro-nefnd, Brautanefnd, Barnastarfsnefnd. Þetta nefndarstarf er mjög góð leið til þess að komast inn í góðan og skemmtilegan hóp af fólki sem hefur gaman að því að vinna í kringum sportið og aðallega barnastarfið. Framboð eru beðin um að berst til formanns eða stjórnarmanna fyrir fundinn. Einnig er hægt að senda framboð á vik@motocross.is

Margar hendur vinna létt verk!

Endilega mætið og takið þátt.

Með bestu kveðju.

Stjórn VÍK

Lokaumferð Íslandsmeistaramótsins í Motocross og Styrktarmót í Enduro

Stór helgi hjá okkur í Vélhjólaíþróttaklúbbnum næstu helgi.

Hvetjum fólk til þess að skrá sig og klára sumarið með STÆL! Skáning HÉR

Motocross á laugardaginn. Enduro og krakkakeppni á sunnudaginn.

Geggjuð helgi framundan.

Hlökkum til að sjá ykkur

Sverrir Jónsson

 

Í ár ákváðum við hjá VÍK fyrir hönd félagsmanna og kvenna að styrkja meistara Sverri Jónsson um 200.000 krónur.

Flest allir í sportinu þekkja Sverrir og hans frábæru konu, hana Björk aka: Brjálaða Bína eins og hún er alltaf kölluð.
Sverrir og Bína hafa undanfarin ár unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir flest alla klúbba á landinu.

Hvort sem það er að taka til hendinni eða að mynda keppnir og ekki rukkað fyrir ljósmyndir eða alla hjálpina sem þau veita. Þeir sem hafa boðist til þess að greiða fyrir myndir þá er yfirleitt svarið sem kemur frá Sverri. “ Leggðu inn á Barnaspítala Hringsins „.

Það er alls ekki gefins að mæta á keppnir með MJÖG dýran útbúnað sem á það til að fara illa í rykinu og annari drullu sem fylgir okkur og hafa þau þurft að taka þann kostnað alveg sjálf. Þetta er ástæðan sem við hjá Vélhjólaíþróttaklúbbnum ákváðum að láta styrkinn í ár renna til þeirra og viljum við hvetja fleiri til þess að gefa af sér. Sverrir og Bína hafa ákveðið að láta allan þann aukapening sem safnast renna beint í barnastarf VÍK sem er í mikilli uppbyggingu og ekki veitir af hjálpinni þar.

Þau sem vilja styrkja barnastarf VÍK í nafni Sverris og Bínu eru beðin um að leggja inn á: Banki: 130 26 321 Kt: 250767-4129 með skýringu á barnastarfið.

Einnig er hægt að kaupa myndir af Sverri og Bínu og ætla þau að láta þann pening einnig renna til barnastarfsins hjá VÍK.

Þrefalt HÚRRA fyrir Sverri og Bínu.

 

Klaustur 2019

Hvað getur maður annað sagt en VÁ VÁ VÁ!!!

Þessi keppni var alveg geggjuð í alla staði. Veðrið var algerlega með okkur á keppnisdag og fólkið og keppendur alveg frábær.

Okkur hjá VÍK langar til þess að þakka öllum þeim sem hjálpuðu til í kringum keppnina og á keppnisdag. Þið eruð ómetanleg fyrir sportið okkar!

Sérstakar þakkir fá ábúendur á Ásgarði því án þeirra væri enginn keppni.

Úrslit má sjá HÉR: http://msiresults.azurewebsites.net

Hlökkum til að sjá ykkur á Klaustri 2020

Skoðun hjóla fyrir Klaustur 2019 upplýsingar.

Þriðjudaginn 21. maí verður skoðun hjóla/hjálma og afhending rásnúmera fyrir keppendur.

Skoðunin verður í húsnæði Nitró Urðarhvarfi 4, Kópavogi.

Skoðunin hefst kl 18:00 og lýkur kl 20:00 og hvetjum við alla sem mögulega hafa tök á að koma og klára skoðun og skráningu þá. Það léttir mjög á okkur þar sem verkefnin á Klaustri er mörg og mannskapur af skornum skammti.

Skoðun út á landi:

Selfoss: Skoðun hefst kl 19:00 á svæðinu hjá þeim

VÍR: Skoðun hefst í Sólbrekku kl 19:00

Akureyri: Skoðun hefst á svæði KKA kl 20:00

Egilstaðir: Skoðun hefst hjá Start í Miðási 11 hjá Rafey kl 18:00

Hjól þurfa að uppfylla eftirfarandi fyrir skoðun:
Vera algjörlega skaðlaus gagnvart öðrum keppendum:
Grip/ höldur skulu vera heilar á endum.
Kúpplings og bremsu handföng óbrotin eða teipuð á enda ( Kúla )
Öll plöst heil og engir aukahlutir á hjóli sem geta skaðað aðra keppendur.
Hjólalegur í lagi.
Bremsur skulu virka fullkomlega að framan sem og að aftan.
Hjálmar meiga ekki vera með rispur sem ná inn fyrir lakkið.
Keppendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Ökuskírteini og eða ÞÁTTÖKUYFIRLÝSING HÉR: (þeir keppendur sem voru skráðir í keppnina af öðrum þurfa að fylla út þáttökuyfirlýsingu).
Tryggingastaðfestingu með tryggingaviðauka og skráningar pappíra / skráningarnúmer fyrir ökutækinu.
Kvittun fyrir greiðslu félagsgjalda í MX eða Endúróklúbb innan MSÍ.

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest á óbreittu verði til 20 Maí. Eftir það verður hægt að skrá sig gegn hærra gjaldi.

Race Police Hella næstu helgi 11. Maí

 

 

 

Áttu torfæruhjól, bakpoka og slaghamar/litla sleggju? Ertu að leita að tækifæri til þess að fá þér súrefni á Hellusvæðinu á laugardaginn og fá að viðra hjólið aðeins í brekkunum þar? Við þurfum nokkra einstaklinga á hjólum til þess að koma og aðstoða okkur við race police í keppninni á laugardaginn. Ef þú hefur tök á því máttu gjarnan senda okkur línu og láta vita. Gatla, Gugga eða einhvern í stjórninni. Það er mæting um eða upp úr 10 um morguninn og svo er keppnin búin upp úr 15. Þá þurfum við bara að taka saman stikur, afhenda verðlaun og allir eru komnir heim í tíma fyrir kvöldmat.

Stjórn VÍK

Síða 2 af 94012345...2040...Síðasta »