Krakkakeppni á sunnudag kl 17:45

Á sunnudaginn fer fram krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:45 og byrjum við tímanlega kl 18.

Keppnin verður með hefðbundnu sniði, þar sem keppt verður í 50/65 og 85cc flokk. Keyrð verður upphitun og svo 2 moto í hverjum flokk. Allir fá medalíu að keppni lokinni og verður Pétur á grillinu og grillar fyrir alla.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudag 🙂

Helgi Már

Engar smáauglýsingar

Vegna villu í hugbúnaði hefur verið lokað fyrir smáauglýsingar á vefnum í bili.

Krakkaæfingum seinkar

Eins og fram kom á síðustu æfingu, þurfum við að seinka krakkaæfingunum sem fara fram á sunnudögum, og munu þær nú fara fram milli 18 og 20 í stað 17 og 19 eins og verið hefur. Breytingin tekur gildi strax, og er því æfingin á morgun kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85.

Á morgun er einnig fyrsta æfingin af nýju tímabili, en þeir sem greiddu fyrir allt tímabilið í haust, þurfa því að greiða aftur á morgun. Þar sem við vitum ekki hve lengi við fáum Reiðhöllina, getum við ekki rukkað fyrir heilan mánuð í einu. Því bjóðum við 5 skipta kort á 10.000 kr í stað 11.000 kr eins og verið hefur.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun.

Gulli og Helgi Már

Krakkakeppni á sunnudag

Á sunnudaginn er síðasti sunnudagur mánaðarsins, og það þýðir aðeins eitt, það er krakkakeppni á sunndag. Mæting er fyrir alla tímanlega kl 16:45 og byrjum við á slaginu 17. Fyrirkomulagið verður með sambærilegu sniði og verið hefur, keyrðir verða þrír flokkar, 50, 65 og 85cc. Pétur verður á grillinu og allir fá medalíur.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudag kl 16:45 🙂

Gulli og Helgi Már

HEYRST HEFUR:

AÐ: Fyrrverandi Formó hafi verið ískaldur um helgina.

AÐ: Ýmsir aðrið séu líka Ískaldar hetjur.

AÐ: Vatn kennt við Hafra sé málið.

AÐ: Það sé bara svolítið gaman að spóla þar.

AÐ: Það sé gott að æfa hliðarskrið á ísnum.

AÐ: Það geti komið að góðum notum í keppnum í sumar.

AÐ: SUMIR séu EKKI að hjóla á ÍS. En þú?

12376375_10208674165639391_1876744773911097539_n
Eru ekki allir með öryggið á hreinu? Eru ekki allir með öryggið á hreinu?

 

Gleðilegt nýtt hjólaár.

Gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir það sem er að líða.


Bratislava_New_Year_Fireworks

Bolalada