Bolaalda er lokuð.

Closed

Kæru hjólarar. Núna er jarðvegur alveg gríðarlega viðkvæmur og við verðum að halda aftur af okkur og hjóla ekki hvar sem er. Ég skil algjörlega hjólagredduna sem er núna í fólki en við verðum að passa að fá losun á réttum stöðum. Því vil ég vinsamlegast biðja alla um að leita á þá staði sem ráða við torfæruhjól núna. Þorlákshöfn er staðurinn núna og þar vinna menn við að halda brautinni góðri. En Bolaöldusvæðið verður ekki tilbúið á næstunni. Þar er enn snjór og þar sem er ekki snjór er bara leðja.

Við munu auglýsa það hressilega þegar við opnum, en fram að því verðum við að biðja um að svæðið fái frið til þess að koma undan vetri.

Með vinsemd og virðingu.

Sigurjón Snær Jónsson

Klaustur Off Road Challenge 2016 – Hvað nú?

Keppandi góður. Hér eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga fyrir skráninguna á Klaustur.

Þú þarft að vera greiddur meðlimur í akstursíþróttafélagi innan vébanda MSÍ.

Ef þú ert ekki í V.Í.K. þá þarftu að hafa samband við það félag sem þú ætlar að vera í eða ert nú þegar í.

Ef þú ert í V.Í.K. og greiddir félagsgjöld í fyrra, þá kemur krafa í heimabankann þinn á næstunni.

Ef þú ætlar þér að skrá þig í V.Í.K., þá millifærirðu 4.000 kr. inn á 0537-26-501101 kt. 480592-2639 og sendir kvittun á vik@motocross.is

Þú skráir þig í mótið á http://www.msisport.is

Ef þú hefur ekki notað aðganginn þinn þar síðan á Klaustri í fyrra, ertu með sama notendanafn en síðustu 4 stafirnir í kennitölunni þinni eru lykilorðið þitt. Vefurinn bilaði í fyrrasumar.

Ef þú hefur aldrei verið með aðgang þar skaltu borga félagsgjald og skrá þig inn á þitt svæði þar.

Ef aðgangurinn virkar ekki, hafðu þá samband við þitt félag.

Aðeins einn meðlimur liðs þarf að skrá sig þar inn og skrá allt liðið.

Athugið að allir meðlimir liðsins þurfa engu að síður að vera greiddir félagsmenn í félagi.

Hvetjið nú félagana til þess að skrá sig og mæta í þessa þrælskemmtilegu keppni sem er öllum fær.

HIÐ FRÁBÆRA BARNASTARF VÍK Í REIÐHÖLLINNI

Minnum á síðustu æfingu fyrir páska.

Að sjálfsögðu á sínum stað og á sínum tíma í Reiðhöllinni.

Minni hjólin ( 50 og 65 cc ) eru á milli 18.00 – 19.00

Stærri hjólin ( 85 cc )  eru frá 19.00 – 20.00.

Hvetjum alla, sem vetlingi geta valdið, að mæta og sjá okkar frábæru framtíðarhetjur á æfingu. Þarna er ekkert fótboltavæl, bara harkað af sér, druslan spörkuð í gang og haldið áfram 🙂  Grjótharðir krakkar og frábærir þjálfarar.

 


SKEMMTI OG STYRKTARKVÖLD VÍK 15. APRÍL

12832320_963174997069619_3988664644369390350_nFjáröflun til uppbyggingar á aksturssvæði VÍK í Bolaöldu.
Húsið opnar með fordrykk kl. 18:30
Borðhald hefst kl. 20:00 og í boði verður Indverskur matur sem verður matreiddur af Maríu Björk.
Um kvöldið verða seldir miðar í happadrætti þar sem er til mikils að vinna og einnig verður uppboð sem startglaðir Klausturskeppendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Miðaverð er 8.900 kr. Innifalið í miðaverðinu er glæsilegur þriggja rétta indverskur matseðill og fordrykkur.
Athugið, einungis 70 miðar verða í boði. Miðasala fer fram í Snæland Núpalind 1 á milli 10:00 og 18:00. Fyrir þá sem vilja tryggja sér miða, geta þeir sent SMS til Péturs í síma 693-3777.
Um 7 tíu manna borð er að ræða. Borðapantanir berist á vik@motocross.is

KRAKKA KEPPNI FRESTAST

Reiðhöllin upptekinn á morgunn svo keppni frestast um viku. það er hundasýning sem gleymdist að láta okkur vita af. Sjáumst hress sunnudaginn 6 mars.

 

12108712_10153475292945922_6693850935230618705_n

Bolalada