Grjót-F******-Hart-Euro-Enduro – Hella 14.5.2016

Hella2015

Fyrsta umferðin í enduro fer fram á Hellu 14. maí 2016. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi keppni er haldin þarna í þessari mynd.

Hellusvæðið er vel þekkt fyrir sínar torfærukeppnir. Það ættu ansi margir að tengja við mýrina og ánna þó að minningin innihaldi misjöfn nöfn. Það væru nöfn á borð við Árna Kópsson, Gísla G. Jónsson, Jón Ingileifsson eða Guðbjörn Grímsson. Þess má einmitt geta að helgina á undan er torfærukeppni á Hellu. Þannig að ef fólk vill sjá svæðið áður en það skráir sig til leiks í enduro er um að gera að skella sér á torfærukeppni og skoða brekkurnar í leiðinni. Mýrin og áin eru nú ekki hluti af endurobrautinni en það er svakalega flott að sjá bíla á borð við Kötlu spreyta á ánni og mýrinni. Skráningin í endurokeppnina er opin fram yfir þá helgina.

Keppt er í mismunandi aldursflokkum sem keyrðir eru 2 x 45 mínútur yfir daginn. Svo er keppt í meistaraflokk og tvímenningsmeistaraflokk sem keyrðir eru 2 x 90 mínútur yfir daginn.

Jóhanna Guðrún mun starta keppendum. (samt ekki)

Páll Óskar mun skemmta á milli umferða. (samt ekki)

Bræðurnir Olsen munu svo skemmta í verðlaunaafhendingunni. (samt ekki)

Brautin er að miklu leyti sandur og að smá hluta vegur og graslendi. Mikið er um brekkur sem er gaman að eiga við og eru góð æfing fyrir þau sem langar að bæta sig í hjólamennskunni.

Skráðu þig á Hellu og komdu hjólasumrinu almennilega í gang. Þú finnur ekki skemmtilegri leið til þess að verja deginum áður en þú skellir þér í Eurovision-partý. Þú verður alla veganna með skemmtilegasta svarið við: ,,Hvað gerðir þú svo í dag?“

Skráning er hafin á vef MSÍ.

Við viljum þó minna á að ALLUR akstur á svæðinu fyrir og eftir keppni er STRANGLEGA BANNAÐUR. Þannig að nýtið tækifærið til þess að hjóla þarna og takið þátt í enduro-inu.

SUMARDAGURINN 1.

það hafa verið mörg handtök og mörgum klukkustundum  verið varið í undirbúning fyrir Klausturs keppnina á undanförnum árum. Frábærir félagsmenn hafa gefið frítímann sinn til að þessi keppni sé möguleg í framkvæmd. Hér má sjá á myndinni hvað  frábærir félagsmenn höfðu fyrir stafni á Sumardaginn 1. fyrir 5 árum. Þetta gerist nefnilega ekki að sjálfu sér og alls ekki bara með keppnisgjöldum.  GLEÐILEGT HJÓLASUMAR.image

ALLT að gerast hjá VÍK

Það verður ekki af nýrri stjórn VÍK tekið, þeir ætla að taka þetta alla leið.

Það eru: Fjáraflanir í gangi. (og ekkert smá flott veisla þar á bakvið)

Það eru: Flottir fundir með félögum klúbbsins. (mjög jákvætt)

Það eru: Flottar framkæmdir í gangi í Bolaöldunni. (ný braut og ýmsar flottar hugmyndir í gangi)

Og síðast en ekki síst þá er búið að setja upp dagskrá fyrir allt sumarið. (ekkert bull hér, þið vitið hvað er frammundan)

Auðséð að það var kominn tími á endurnýjun í stjórn. Kveðja, Óli Gísla f.v/ stjórnarmaður

Vik dagtal 2016

Klaustur. Ég veit þú kemur…

Klaustur ORC

Er ekki búið að sannfæra þig ennþá? Kíktu á nýju Klausturssíðuna okkar. Þar færðu allar helstu upplýsingar og þar eru tenglar á alla samfélagsmiðlana okkar. Skoðaðu síðuna, sendu hana á vinina/vinkonurnar/afa/ömmu og gæjann sem er alltaf að tala um hversu mikill hjólari hann er.

Svo sjáumst við bara á Klaustri.

Keppendur í Íslandsmótum athugið!

Kíkið á þessa frétt hérna hjá MSÍ varðandi keppnisnúmer. Farið á vef MSÍ með því að smella hér.

Image0347Athugið þó að þetta hefur ekkert með Klausturskeppnina að gera. Myndin er fyrir athygli.

Klaustur? En ég keyri ekki enduro… En ég er ekkert fyrir svona keppnisstand…

Ertu nýliði eða telur þú þig ekki eiga erindi á Klaustur Off Road Challenge vegna þess að þú keyrir ekki enduro eða ert ekki fyrir svona keppnisstand!?! Veistu, það skiptir engu máli. Klaustur er torfæruhjólaviðburður fyrir einstaklinga sem hafa gaman af því að keyra torfæruhjól í góðum hóp. Jú, þetta er kallað keppni og jú það er keppt til verðlauna en það er bara afsökun. Brautin að Ásgarði er glæsileg. Hún er öllum fær. Hún liggur að mestu um grashóla og hæðir og fer svo út á sandeyrar. Það eru engar erfiðar hindranir sem krefjast reynslu og hæfileika á borð við Graham Jarvis en þó án þess að það komi niður á skemmtanagildinu. Hingað hafa komið heimsþekktir enduro-ökumenn á borð við David Knight, þeir færustu á sínu sviði, og þeir hafa skemmt sér konunglega í þessari keppni.

Try

Útsýnið í kringum brautina er einnig glæsilegt þannig að þetta er eins og að vera fastur í Inspired by Iceland auglýsingu. Það má segja að brautin “sé opin“ í 6 klukkutíma þar sem þú færð tækifæri til þess að keyra til skiptis með vini þínum, vinkonu, maka, mömmu, pabba, syni, dóttur, afa, ömmu, frænda eða frænku.

Lesa áfram Klaustur? En ég keyri ekki enduro… En ég er ekkert fyrir svona keppnisstand…

Bolalada