Vefmyndavél

HIÐ FRÁBÆRA BARNASTARF VÍK Í REIÐHÖLLINNI

Minnum á síðustu æfingu fyrir páska.

Að sjálfsögðu á sínum stað og á sínum tíma í Reiðhöllinni.

Minni hjólin ( 50 og 65 cc ) eru á milli 18.00 – 19.00

Stærri hjólin ( 85 cc )  eru frá 19.00 – 20.00.

Hvetjum alla, sem vetlingi geta valdið, að mæta og sjá okkar frábæru framtíðarhetjur á æfingu. Þarna er ekkert fótboltavæl, bara harkað af sér, druslan spörkuð í gang og haldið áfram 🙂  Grjótharðir krakkar og frábærir þjálfarar.

 

SKEMMTI OG STYRKTARKVÖLD VÍK 15. APRÍL

12832320_963174997069619_3988664644369390350_nFjáröflun til uppbyggingar á aksturssvæði VÍK í Bolaöldu.
Húsið opnar með fordrykk kl. 18:30
Borðhald hefst kl. 20:00 og í boði verður Indverskur matur sem verður matreiddur af Maríu Björk.
Um kvöldið verða seldir miðar í happadrætti þar sem er til mikils að vinna og einnig verður uppboð sem startglaðir Klausturskeppendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Miðaverð er 8.900 kr. Innifalið í miðaverðinu er glæsilegur þriggja rétta indverskur matseðill og fordrykkur.
Athugið, einungis 70 miðar verða í boði. Miðasala fer fram í Snæland Núpalind 1 á milli 10:00 og 18:00. Fyrir þá sem vilja tryggja sér miða, geta þeir sent SMS til Péturs í síma 693-3777.
Um 7 tíu manna borð er að ræða. Borðapantanir berist á vik@motocross.is

KRAKKA KEPPNI FRESTAST

Reiðhöllin upptekinn á morgunn svo keppni frestast um viku. það er hundasýning sem gleymdist að láta okkur vita af. Sjáumst hress sunnudaginn 6 mars.

 

12108712_10153475292945922_6693850935230618705_n

Krakkakeppni á sunnudag kl 17:45

Á sunnudaginn fer fram krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:45 og byrjum við tímanlega kl 18.

Keppnin verður með hefðbundnu sniði, þar sem keppt verður í 50/65 og 85cc flokk. Keyrð verður upphitun og svo 2 moto í hverjum flokk. Allir fá medalíu að keppni lokinni og verður Pétur á grillinu og grillar fyrir alla.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudag 🙂

Helgi Már

Engar smáauglýsingar

Vegna villu í hugbúnaði hefur verið lokað fyrir smáauglýsingar á vefnum í bili.

Krakkaæfingum seinkar

Eins og fram kom á síðustu æfingu, þurfum við að seinka krakkaæfingunum sem fara fram á sunnudögum, og munu þær nú fara fram milli 18 og 20 í stað 17 og 19 eins og verið hefur. Breytingin tekur gildi strax, og er því æfingin á morgun kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85.

Á morgun er einnig fyrsta æfingin af nýju tímabili, en þeir sem greiddu fyrir allt tímabilið í haust, þurfa því að greiða aftur á morgun. Þar sem við vitum ekki hve lengi við fáum Reiðhöllina, getum við ekki rukkað fyrir heilan mánuð í einu. Því bjóðum við 5 skipta kort á 10.000 kr í stað 11.000 kr eins og verið hefur.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun.

Gulli og Helgi Már

Síða 17 af 939« Fyrsta...1516171819...4060...Síðasta »