Mbl.is fjallar um utanvegaakstur

Nýlega hefur mbl.is fjallað nokkrum sinnum um utanvegaakstur og hér er ein grein af síðunni:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/15/utanvegaakstur_med_olikindum/

Vinnukvöld á Bolaöldusvæðinu

Við þurfum HJÁLP frá frábærum félagsmönnum til að taka til á svæðinu í kvöld, snyrta og undirbúa fyrir MX keppnina um næstu helgi. Einnig þarf að renna yfir slóðana til að hreinsa upp borða og drasl sem gæti legið þar í óreiðu.  Mæting kl 18:30. Unnið verður til kl 21:00

Vonandi sjá margir sér fært að aðstoða okkur, margar hendur vinna létt verk og eru fljótar að.

Dagur 9, næstsíðasti keppnisdagurinn

Fimmti keppnisdagurinn liðinn og með herkjum voru það ennþá þrír sem komu í mark 😉 !

 

Dagurinn byrjaði venjulega á sveitasetrinu og svo var brunað af stað niður í pitt. Í 10 mínútna viðgerðarstoppinu fór ég beint í að pakka hljóðkútinn upp á nýtt svo ég félli ekki aftur á hljóðtesti því þá yrði ég dæmdur úr keppni. Árni skipti um keðju og framtannhjól og pabbi skipti um pústpúða. Gamli var á tíma út í start, Árni var nokkrum mínútum of seinn og svo tafðist ég slatta í þessum pústmálum og komst loks 13 mínútum of seint af stað.

Lesa áfram Dagur 9, næstsíðasti keppnisdagurinn

Bolaöldubraut opin til 15 á laugardag vegna bikarkeppni

Við minnum á bikarkeppnina í Bolaöldu á sunnudaginn. Brautin verður opin í dag og á laugardag fram til kl. 15. Eftir það verður hún lokuð til að hægt verði að laga hana fyrir bikarkeppnina. Enduroslóðarnir verða opnir eins og vanalega.

Koma svo og skrá sig í keppnina á sunnudaginn hér!

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Áttundi dagurinn á ISDE

Fjórði keppnisdagurinn er búinn og enn einn maðurinn dottinn út…

 

Dagurinn byrjaði aftur með úrhellisrigningu og niðrí pitt var nóg framundan. Ég kom fyrstur inn og þurfti að bæta tein í afturgjörðina og setja nýjan keðjusleða, ég náði að smella keðjusleðanum í og henda einni skrúfu áður en ég hljóp út í start, þurfti svo að klára að setja restina af skrúfunum í hinum megin við hliðið. Árni græjaði loftsíu og bremsuklossa, Daði þurfti lítið að græja og Stebbi skipti um bremsuklossa og strekkti á keðjunni.

Lesa áfram Áttundi dagurinn á ISDE

Daði er dottin út líka

af facebook:
Klara Jónsdóttir
Var að heyra í Kára og Daði er víst dottinn út líka, festist illa í mýrarleðjunni sem er þarna og hjólið bilað….Kári var að leggja sig allan fram við að halda Jonna inni í kepnninni, brunandi á milli pitta með varahluti, núna nýja keðju. Jarðvegurinn og drullan þarna er að éta upp keðjur, tannhjól, bremsuklossa og menn eru að detta út í hrönnum af ótrúlegustu ástæðum. Restin verður erfið en vonandi að þeir sem eftir eru nái að klára!

Bolalada