Smellið hér:
http://www.sniglar.is/sniglar/allarfrettir/item/689-undirskriftir
Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi 17&18 September.
Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.
Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Bikarkeppnin um helgina tókst með mestu ágætum og það eina sem hefði mátt vera betra var veðrið.
Eftir langvarandi sól og blíðu tók hávaðarok og kuldi á móti keppendum á sunnudagsmorguninn. Um 40 manns voru skráðir til keppni í öllum flokkum en sumir voru ansi fámennir þó. Brautin var í mjög góðu standi eftir lagfæringar vikunnar og eins hafði rignt hressilega á föstudagskvöldið þannig að góður raki sat í brautinni Keppnin var keyrð í tveimur hópum: MX-Open, MX2 og Unglingaflokkur saman og Kvennaflokkur, 85, B og 40+ keyrðu saman, tvo moto hvor hópur. Tæknilegir örðugleikar (byrjendamistök) seinkuðu birtingu á úrslitum en þau eru komin inn núna á Mylaps.com hér
Í dag Þriðjudaginn 16.08. Opið 14:00 – 21:00
Á morgun Miðvikudaginn 17.08. Opið allan daginn til kl 21:00.
Brautin lokuð fimtudag, föstudag, laugardag vegna keppni og undirbúnings.
Brautarstjórn.
„Munið að skráningu í keppnina lýkur kl 21:00 í kvöld 16.08.11“
Íslendingar enduðu í 16. og næstsíðasta sætinu í International Six Days enduro (ISDE) keppninni sem lauk um helgina. Íslendingarnir stóðu sig þó mjög vel í þessari gríðarlega erfiðu keppni sem er einhver mesta þolraun sem fyrirfinnst, að ljúka keppninni er stórvirki útaf fyrir sig. Keppnin var haldin í Finnlandi og fóru heimamenn með sigur af hólmi.
Íslenska liðið varð fyrir því óláni að missa mann strax út á öðrum degi, næsta mann á þriðja degi og þriðja manninn á fjórða degi. Með aðeins þrjá ökumenn eftir í sex manna liði er enginn séns að vinna sig upp af botninum. Íslandsmeistarinn, Kári Jónsson, sem datt út á þriðja degi var búinn að sýna fantaakstur og skaut heimsfrægum kempum afturfyrir sig í nokkrum „Special test“ hlutum keppninnar er þar er keppt í stuttan tíma þar sem hvert sekúndubrot er dýrt.
Næsta keppni fer fram að ári í Þýskalandi og 100 ára afmælismótið fer fram á eynni Sardínu á Ítalíu árið 2013.
Hér kemur síðasti pistillinn frá liðinu en safn þeirra má annars sjá hér:
Þvílíkur áfangi, síðasti keppnisdagurinn var runninn upp og það leyndi sér ekki ánægjan á mannskapnum. Það voru þó þrír keppendur eftir í landsliðinu sem stefndu á að klára sína fyrstu Six Days keppni þennan dag !
Nýlega hefur mbl.is fjallað nokkrum sinnum um utanvegaakstur og hér er ein grein af síðunni:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/15/utanvegaakstur_med_olikindum/