Opnunartímar í Bolaöldubrautum

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 14-21
  • Fimmtudagar 14-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

MX Bolaalda 2011

Frábærum keppnisdegi lokið í MX Bolaöldu. Óskum öllum vinningshöfum til hamingju með árangurinn sem og Íslandsmeisturum.

En að gera keppnisdag eins vel úr garði og var hjá okkur í gær er ekki eins manns verk heldur koma margir að og þökkum við öllum kærlega fyrir aðstoðina. Að öðrum ólöstuðum þá gerir Björk kraftaverk þar sem hún sér algjörlega um sjoppuna ( Bínu Búllu ) þó hún sé sjálf að keppa sem og að afhenda verðlaun og útvega vinninga. Garðar og Óli Gísla stóðu sig frábærlega í undirbúningi á brautinni og hélt hún sér ótrúlega vel yfir keppnisdaginn. Keppnisstjórn var í öruggum höndum Einars Sigurðarsonar. Þessir og allir aðrir sem komu að undirbúningnum, keppendur og aðrir fá bestu þakkir.  Myndir frá deginum HÉR.

Takk fyrir skemmtilegt sumar. Stjórn VÍK Lesa áfram MX Bolaalda 2011

Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Eyþór Reynisson Íslandsmeistari í motocrossi 2011

Í dag fór fram í blíðskaparveðri í Bolaöldu lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi. Íslandsmeistar í sínum flokkum urðu eftirfarandi:

  • Eyþór Reynisson í MxOpen og Mx2
  • Karen Arnardóttir í MxKvenna
  • Hinrik Ingi Óskarsson í MxUnglinga
  • Einar Sigurðsson í 85 cc flokki
  • Ernir Freyr Sigurðsson í B-flokki
  • Ragnar Ingi Stefánsson B40+ flokkur

Í keppninni í dag urðu úrslitin þessi:
Lesa áfram Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Eyþór Íslandsmeistari

Eyþór Reynisson var rétt í þessu að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í MxOpen eftir að hafa klárað í öðru sæti í fyrsta motoinu í Bolaöldu. Viktor Guðbergsson sigraði í motoinu og Gunnlaugur Karlsson varð þriðji.

Af þessu tilefni skiptum við um mynd í hausnum á síðunni. Myndina tók Reynir Jónsson, pabbi Eyþórs, af honum í Álfsnesbrautinni í sumar.

Til hamingju Eyþór!

Nánari úrslit frá keppninni koma seinna í dag

Tímar eftir tímatöku í Bolaöldu í dag

1. Viktor Guðbergsson 1.53.9

2. Eyþór Reynisson 1.55.2

3. Gunnlaugur Karlsson 1.57.4

4. Kjartan Gunnarsson 1.57.5

5. Björgvin Jónsson 1.59.2

Unglingaflokkur

1. Ingvi Björn 1.57.7

2. Guðbjartur Magnússon 1.59.3

3. Hinrik Ingi Óskarsson 1.59.8

4. Bryndís Einarsdóttir 2.04

 

MX Bolaöldu 2011 á morgun Laugardag.

Brautin lítur hrikalega vel út fyrir keppnina

Við hvetjum alla til að mæta í Bolaöldu í dag, laugardag, og sjá lokabaráttuna um hverjir verða krýndir Íslandsmeistarar í öllum flokkum í motocrossinu.

Smá breyting verður gerð á dagksrá.

Skoðun hefst kl 08:30 B flokkar ganga fyrir í byrjun.

Fundur með keppendum 09:20

Dagskrá verður að öðruleyti óbeytt.

Lesa áfram MX Bolaöldu 2011 á morgun Laugardag.

Bolalada