diskarnir koma í sölu fljótlega!
að það verði fundur hjá Selfyssingum
Fundur mánudaginn 28.nóv kl 20.00 í Hlíðskjálf (félagsheimili hestamanna)
Deild félagsins langar til þess að kynna fyrir öðrum meðlimum félagsins og áhugamönnum um framtíðar áform og störf motocrossdeildar Umfs. Við mælum eindregið með því að þú gefir þér hlut úr kvöldstund með okkur þar sem við förum yfir farinn veg síðustu ára og komandi spennandi framtíðar.
Kveðja, stjórn motocrossdeild Umfs.
DVD – Klaustur 2011 – Jólatilboð
Jólatilboð 1.590 krónur
Frí heimsending í pósti.
DVD – Motocross 2011
5 þættir, 2:45 mín. að lengd.
Frí heimsending í pósti.
Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær
Hver hefði trúað því að það væri hægt að keppa í krakka- og motokrossi og enduro 19. nóvember? Allar aðstæður voru með besta móti.

Blæjalogn og 4-5 stiga hiti tók á móti keppendum í gærmorgun. Fyrst á dagskránni var krakkakrossið og þar kepptu 10 sprækir krakkar um glæsileg verðlaun sem Pálmar hafði útvegað hjá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Púkinn, Nítró, Moto, Arctic Trucks, JHM-Sport og Honda-Bernhard. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn en að auki fengu allir krakkar medalíur frá VÍK. Lesa áfram Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær
Krakkaæfing í Bolaöldu í dag kl. 14
Aron Berg vill minna alla foreldra og krakka á æfinguna í dag í Bolaöldu. Athugið samt að æfingin byrjar kl. 14 en ekki 15 eins og áður. Um að gera nota daginn vel en brautin var mjög flott í gær.