Kjartan fær styrk frá bænum

Styrkþegar í ár

Kjartan Gunnarsson var einn þeirra sem hlutu styrk frá Mosfellsbæ til að stunda íþrótt sína í sumar eins og sjá má á eftirfarandi tilkynningu frá bænum:

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum 13 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt, tómstund eða list yfir sumartímann. Margir hæfir umsækjendur sóttu um, 13 strákar og 9 stúlkur.

Í frétt á vef Mosfellsbæjar segir að við valið hafi nefndin stuðst við reglur sem byggjast á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem, vegna tómstunda sinna, geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra stundað launuð störf.

Þessi meginregla auk reglunnar um að jafna beri styrkjum milli kynja, aldurshópa, list- íþrótta- og tómstundagreina er það sem íþrótta- og tómstundanefnd styðst við þegar valið er í þennan hóp.

Umsækjendur áttu það allir sameiginlegt að þau langar og þurfa að nota sumartímann til æfinga, koma fram á viðburðum eða vera við keppni.

Þeir sem hlutu styrkinn í ár eru:

Emil Tumi Víglundsson, til að stunda götuhjólreiðar
Sigurpáll Melberg Pálsson, til að stunda knattspyrnu
Súsanna Katarína Guðmundsdóttir, til að stunda hestaíþróttir
Þuríður Björg Björgvinsdóttir, til að stunda listskautahlaup
Arna Rún Kristjánsdóttir, til að stunda golf
Stefán Ás Ingvarsson, til að stunda badminton
Gunnar Birgisson, til að stunda skíðagöngu
Böðvar Páll Ásgeirsson, til að stunda handbolta
Halldóra Þóra Birgisdóttir, til að stunda knattspyrnu
Hannah Rós Sigurðardóttir, til að stunda kvikmyndagerðarlist
Kjartan Gunnarsson, til að iðka motocross
Sigurður Kári Árnason, til að leggja stund á stærðfræði
Friðrik Karl Karlsson, til að stunda frjálsar íþróttir

(tekið af mosfellsbaer.is)

MotoMos lokar í dag vegna breytinga og viðhalds

Brautin hjá MotoMos lokar frá og með deginum í dag og þar til nánar verður auglýst.  Brautin er að fara í ítarlegt viðhald og smávægilegar breytingar.  Stórtækar vinnuvélar verða að vinna á svæðinu og er ÖLL UMFERÐ Í BRAUTINNI BÖNNUÐ á meðan.  Þetta ástand mun vara í nokkra daga og verður rækilega auglýst þegar hún opnar aftur.

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa áfram VÍK æfingar sumarið 2012

Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012

Sölvi B. Sveinsson að skemmta sér í MotoMos

Árskortin eru komin í sölu fyrir árið 2012 og marg borgar það sig fyrir hjólandi einstaklinga að kaupa slíkt.  Verðskráin fyrir árið 2012 er eftirfarandi:

  • 25. 000 kr. fyrr utan félagssmenn
  • 20.000 kr. fyrir félagsmenn
  • 15.000 kr. kort númer 2 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu
  • 10.000 kr. kort númer 3 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu (er þá búið að kaupa tvö kort fyrir)
  • 12.000 kr. kort fyrir 85 cc hjól og minni fyrir félagsmann
  • 10.000 kr. kort númer 2 fyrir 85cc innan sömu fjölskyldu

Til að kaupa árskort þarf að senda póst á motomos@internet.is og Bryndís mun sjá um rest ásamt að upplýsa um reikning MotoMos til að greiða fyrir árskortin.

Lesa áfram Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012

Skráning í Klausturskeppnia 2012

Skráning mun standa fram til 1.Maí 20112.

Eftir það munu ógreiddir detta út af listanum og skráningu lokað.

Það eru  ca 100 sæti eftir.

Skráning er hér: http://www.opex.is/mcross_skraningar

Munið eftir! “ Í ÖLLUM tilfellum, þar sem flokka/liðsskipan verður ekki eins og hún var í fyrra VERÐUR HVERT NÝTT LIÐ að sjá til þess að senda inn breytingar á flokka/liðsbreytingu á netfangið “skraning@msisport.is“.

Bolalada