Fyrsta umferðin verður í Bolaöldu en ekki Sólbrekku

af msisport.is

Vegna manneklu hjá VÍR hefur félagið óskað eftir að falla frá keppnishaldi við 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram laugardaginn 5. maí. Keppnin mun því fara fram á akstursíþróttasvæði VÍK v/ Bolaöldu laugardaginn 5. maí. Bolalda verður opin til æfinga alla helgina og allan þriðjudaginn 1. maí. Bolalda verður svo lokuð fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí.

Undirbúningur á Klaustri um helgina

Nýja brúin reist

Unnið var að fullum krafti á Klaustri um helgina. Stjórnarmenn úr VÍK ásamt nokkrum sem vettlingi geta valdið mættu á svæðið. Brautin og umhverfi hennar var betrumbætt á ýmsa vegu en til dæmis var smíðuð brú svo áhorfendur geti fært sig betur um áhorfendasvæðin. Eitthvað þurfti nú að æfa sig í brautinni og erfitt var að ná brosinu af fólki eftir það.

Ennþá er hægt að skrá sig í keppnina og er skráningin opin fram til 1.maí hér.

Lesa áfram Undirbúningur á Klaustri um helgina

Bolaöldubrautir og slóðar.

Garðar er búinn að vera sveittur í að græja og gera brautirnar í fínt stand. Barnabrautin var græjuð í gær semog stóra brautin. Til allrar lukku ringdi svolítið í gær og rakastigið fínt eftir það. Vökvunarkerfið er ekki hægt að setja af stað fyrr en næturfost hættir, frís í öllum stútum.  Slóðarnir á neðra svæðinu eru flottir og er mjög gott að æfa sig í þeim fyrir Klausturskeppnina.

Brauta og slóða nefndir.

Skráning hafin í Íslandsmótin

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmótið 2012 í Moto-Cross og Enduro-CC. Alls verða 6 keppnir í Moto-Cross og gilda 5 bestu keppnir keppanda til Íslandsmeistara. 4 keppnisdagar verða í Enduro-CC en tvær umferðir fara fram á keppnisdegi, 3 bestu keppnisdagar keppanda gilda til Íslandsmeistara, 6 umferðir af 8. Ekki er hægt að ógilda 2 slökustu umferðirnar af 8, ógilda verður slakasta árangur samanlagt frá einum keppnisdegi í E-CC.

Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport,is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.

Keppendur eru minntir á að kynna sér reglur MSÍ og hafa ávalt með sér dagskrá og keppnisreglur á keppnisstað.

Keppnisdagatal má sjá hér.

Skráning í liðakeppnir er einnig hafin og má lesa um liðakeppnirnar í Lesa Meira hér fyrir neðan.

Lesa áfram Skráning hafin í Íslandsmótin

Kjartan fær styrk frá bænum

Styrkþegar í ár

Kjartan Gunnarsson var einn þeirra sem hlutu styrk frá Mosfellsbæ til að stunda íþrótt sína í sumar eins og sjá má á eftirfarandi tilkynningu frá bænum:

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum 13 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt, tómstund eða list yfir sumartímann. Margir hæfir umsækjendur sóttu um, 13 strákar og 9 stúlkur.

Í frétt á vef Mosfellsbæjar segir að við valið hafi nefndin stuðst við reglur sem byggjast á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem, vegna tómstunda sinna, geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra stundað launuð störf.

Þessi meginregla auk reglunnar um að jafna beri styrkjum milli kynja, aldurshópa, list- íþrótta- og tómstundagreina er það sem íþrótta- og tómstundanefnd styðst við þegar valið er í þennan hóp.

Umsækjendur áttu það allir sameiginlegt að þau langar og þurfa að nota sumartímann til æfinga, koma fram á viðburðum eða vera við keppni.

Þeir sem hlutu styrkinn í ár eru:

Emil Tumi Víglundsson, til að stunda götuhjólreiðar
Sigurpáll Melberg Pálsson, til að stunda knattspyrnu
Súsanna Katarína Guðmundsdóttir, til að stunda hestaíþróttir
Þuríður Björg Björgvinsdóttir, til að stunda listskautahlaup
Arna Rún Kristjánsdóttir, til að stunda golf
Stefán Ás Ingvarsson, til að stunda badminton
Gunnar Birgisson, til að stunda skíðagöngu
Böðvar Páll Ásgeirsson, til að stunda handbolta
Halldóra Þóra Birgisdóttir, til að stunda knattspyrnu
Hannah Rós Sigurðardóttir, til að stunda kvikmyndagerðarlist
Kjartan Gunnarsson, til að iðka motocross
Sigurður Kári Árnason, til að leggja stund á stærðfræði
Friðrik Karl Karlsson, til að stunda frjálsar íþróttir

(tekið af mosfellsbaer.is)

Bolalada