Vefmyndavél

Farið varlega um landið!

Rekstrarstjóri Bláfjalla og góðvinur mótorhjólamanna hafði samband í morgun og vildi koma ábendingu á framfæri um að hjólamenn færu varlega um landið. Eftir helgina sjást för á viðkvæmum stað ofan við brekkuna á veginum upp í Bláfjöll. Þar hafa hjólamenn verið á ferð í snjó ofan við Sandfellið upp á Bláfjallaveg en lent í vandræðum og farið út í mosann. Förin sjást vel frá veginum og eru hjólamönnum til skammar, því miður. VÍK vill því árétta að menn haldi sig á slóðum og löglegum svæðum og beri virðingu fyrir náttúrunni og öðru útivistarfólki. Utanvegaakstur kemur okkur öllum illa 🙁

Selfoss lokuð

Brautin er LOKUÐ, við eigum eftir að þjappa uppstökkin og keyra kurli í nýja kaflan og herfa. Við látum strax vita þegar við opnum.

Akrabraut opnar 1.maí kl.13

Vinnudagur milli 11 og 13!

Bolaöldubrautir.

Það var mikið fjör í brautunum í dag. Vökvunin í gær gerði það að verkum í dag að rakastigið var flott. En til að hægt sé að halda brautinni í góðu  standi verður hún LOKUÐ á morgun Mánudag. Opnum aftur kl 10.00 – 18:00 á þriðjudag. Miðvikudag Opið 15:00 til 21:00. LOKUÐ eftir það fram yfir mót á Laugardag.

Vinnudagur verður í brautinni á Fimtudagskvöld. Þá þarf að taka til hendinni á svæðinu og líka að aðstoða við brautarlagfæringu. Nú er komið að því að allir hinir ritlipru bretti upp ermar, mæti á vinnukvöld og sýni kvernig á að gera þetta.

Vinnukvöldið er frá kl 18:30 – 21:00.   Minnum á að skráning í keppnina rennur út á miðnætti annað kvöld.

Sjáumst hress og kát. Lesa meira af Bolaöldubrautir.

Uppfærð frétt – MotoMos opnar á sunnudag kl.15 en ekki í dag, laugardag

MotoMos opnar kl.15 á morgun, sunnudag en ekki í dag þar sem mikið er búið að rigna í nótt og er allt á floti.

Búið er að breyta brautinni nokkuð og er að mati þeirra sem unnið hafa í henni hreint út sagt geðveik. Lágmarksbreidd er nú í það minnsta 6 metrar í brautinni. Jafnframt kynnum við eftirfarandi opnunartíma í sumar sem fólk ber að virða.

Mánudagar – frá kl.17-21
Þriðjudagar – frá kl.17-21
Miðvikudagar – frá kl.17-21
Laugardagar – frá kl.13-18
Sunnudagar – frá kl.13-18

Miðar fæst í N1 í Mosfellsbæ og hægt er að kaupa árskort með að senda póst á motomos@internet.is. Vefmyndavélar fara upp á svæðið á næstu dögum til að fylgjast með umferð á svæðinu.

Fyrsta umferðin verður í Bolaöldu en ekki Sólbrekku

af msisport.is

Vegna manneklu hjá VÍR hefur félagið óskað eftir að falla frá keppnishaldi við 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram laugardaginn 5. maí. Keppnin mun því fara fram á akstursíþróttasvæði VÍK v/ Bolaöldu laugardaginn 5. maí. Bolalda verður opin til æfinga alla helgina og allan þriðjudaginn 1. maí. Bolalda verður svo lokuð fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí.

Síða 120 af 940« Fyrsta...2040...118119120121122...140160...Síðasta »