MotoMos opin 13-21

í dag fyrsta maí

Síðasti skráningardagur fyrir Klaustur

Í dag er síðasti möguleikinn til að skrá sig í Trans Atlantic Off-Road challenge á Klaustri. Aðstæður á Klaustri eru uppá sitt besta og hvetjum við alla til að skrá sig og taka þátt í því frábæra ævintýri sem þessi keppni er.

Skráning er HÉR

Farið varlega um landið!

Rekstrarstjóri Bláfjalla og góðvinur mótorhjólamanna hafði samband í morgun og vildi koma ábendingu á framfæri um að hjólamenn færu varlega um landið. Eftir helgina sjást för á viðkvæmum stað ofan við brekkuna á veginum upp í Bláfjöll. Þar hafa hjólamenn verið á ferð í snjó ofan við Sandfellið upp á Bláfjallaveg en lent í vandræðum og farið út í mosann. Förin sjást vel frá veginum og eru hjólamönnum til skammar, því miður. VÍK vill því árétta að menn haldi sig á slóðum og löglegum svæðum og beri virðingu fyrir náttúrunni og öðru útivistarfólki. Utanvegaakstur kemur okkur öllum illa 🙁

Selfoss lokuð

Brautin er LOKUÐ, við eigum eftir að þjappa uppstökkin og keyra kurli í nýja kaflan og herfa. Við látum strax vita þegar við opnum.

Akrabraut opnar 1.maí kl.13

Vinnudagur milli 11 og 13!

Bolaöldubrautir.

Það var mikið fjör í brautunum í dag. Vökvunin í gær gerði það að verkum í dag að rakastigið var flott. En til að hægt sé að halda brautinni í góðu  standi verður hún LOKUÐ á morgun Mánudag. Opnum aftur kl 10.00 – 18:00 á þriðjudag. Miðvikudag Opið 15:00 til 21:00. LOKUÐ eftir það fram yfir mót á Laugardag.

Vinnudagur verður í brautinni á Fimtudagskvöld. Þá þarf að taka til hendinni á svæðinu og líka að aðstoða við brautarlagfæringu. Nú er komið að því að allir hinir ritlipru bretti upp ermar, mæti á vinnukvöld og sýni kvernig á að gera þetta.

Vinnukvöldið er frá kl 18:30 – 21:00.   Minnum á að skráning í keppnina rennur út á miðnætti annað kvöld.

Sjáumst hress og kát. Lesa áfram Bolaöldubrautir.

Bolalada