Dagskrá helgarinnar

MSÍ hefur gefið út dagskrá sem mun gilda í öllum umferðunum í Íslandsmótinu í motocrossi. Smávægileg breyting er frá fyrra ári en tímatökur í B-flokki hafa verið færðar aftur fyrir kvennaflokkana og 85 flokkinn.

Kynnið ykkur endilega dagskrána og fyrir keppendur er gott er að hafa útprentað eintak á handhægum stað á keppnum.

Smellið hér fyrir að sjá dagskrána

Vinnukvöld í Bolaöldu í kvöld kl. 18-21

Í kvöld verður vinnukvöld í Bolaöldunni og nú vantar okkur hjálp frá öllum sem vinnuvettlingi geta valdið. Það er margt sem þarf að laga og græja eftir veturinn og gera klárt fyrir keppnina á laugardaginn. Ýtan kemur á föstudag en það stendur ma. til að skrapa og mála og þrífa húsið, laga girðingar, hreinsa til, festa niður leiktækið, græja þvottaplanið, setja upp skilti, týna grjót, tengja vökvunarkerfið, hreinsa startplanið, merkja stökkpalla og margt margt fleira.
Allar hendur velkomnar, þetta er ansi mörg verkefni en klárast hratt ef margir mæta! Sjáumst 🙂

Leiga á tímatökusendum

Leiga á tímatökusendum verður í Nítró í sumar eins og undanfarin ár. Verðið er óbreytt frá því í fyrra, kr. 5.000,- . Þeir sem ætla að leigja sendi í sumar VERÐA að ganga frá leigunni í Nítró fyrir kl. 18 á föstudögum. Ekki verður hægt að leigja sendi á keppnisdag! Einnig verða þeir sem leigja sendi að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir honum. Þeir sem skila ekki sendi innan þriggja daga frá keppni verða rukkaðir um fullt verð sendis (ca. 80.000,- kr.) Leigjandi ber einnig fulla ábyrgð á sendinum meðan hann hefur hann í útleigu. Best er að skila sendinum til tímatökustjóra strax og keppni er lokið.

Endurókeppni 12.maí

Stund milli stríða í brautarlagningunni

VÍK hefur í samráði við áhugasama hjólara á Flúðum og fleiri fengið til afnota skemmtilegt keppnissvæði fyrir 1. umferðina í  Enduro Cross Country sem fram fer þann 12. maí.

Enduronefnd Vík ásamt Stjórn og heimamönnum fóru í gær og lögðu brautinna og er óhætt að segja að svæðið hafi boðið upp á mjög skemmtilega möguleika.

Brautin er góð blanda af grasi, börðum, skurðum, crossbraut og smá þúfukafla sem eiga öruglega eftir að vera mörgum keppendanum skemmtileg þolraun. Svæðið er nánast grjótlaust fyrir utan malarnámu sem keyrt er yfir en aðstaða til keppni er eins og best verður á kosið þar sem að pittur og start verða á grasbletti.

Brautinn sjálf er ekki mjög löng sirka 6-7 km og alls ekki hröð. Hún er einnig mjög áhorfendavæn þar sem að stór hluti hennar er innan seilingar við pittsvæðið.

Um leið og við þökkum heimamönnum og þeim sem hafa komið að þessu með okkur þá skorum við á áhugasama Enduronörda að taka þátt í þessu með okkur og skrá sig tímalega á heimasíðu MSÍ,en þessi keppni bíður t.d. upp á tvímenningskeppni sem er mjög sniðug fyrir t.d. þá sem ætla að keppa á Klaustri.

Við bendum einnig á það að í alla flokka nema A-Flokk þarf ekki að eiga tímatökusendi, það er notuð bóla.

Lesa áfram Endurókeppni 12.maí

Árskort og opnunartímar

Ný verðskrá var samþykkt á stjórnarfundi í VÍK um daginn og lækka árskortin um 2000 krónur frá því í fyrra.
Sala árskortana hefst hér með (smellið á lesa meira) og þau gilda alla daga eftir auglýstum opnunartíma hér á síðunni. Verð fyrir stórt hjól er 22.000 krónur og verð fyrir lítið hjól er 10.000 krónur.
Kortin verða send í pósti til viðkomandi þannig munið að skrifa rétt heimilisfang eftir að hafa greitt. Þeir sem vilja nýta sér fjölskylduafsláttinn þurfa að hafa samband við birgir@prent.is
Nánari upplýsinar um brautirnar er að finna undir BRAUTIR í valmyndinni í hausnum hér á síðunni.

Verðskrá 2012:

  • Árskort stórt hjól 22.000 kr.
  • Árskort lítið hjól: 10.000
  • Dagskort í krossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í krossbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.
  • Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Opið mánudaga og miðvikudaga fyrir æfingahópa 16-21.
  • Endúróbrautir eru alltaf opnar.
  • Ef aðstæður leyfa geta menn mætt á öðrum tímum og hjólað með leyfi Garðars s. 866 8467
  • Nýjung: Límmiði á hjálma fylgir hverju félagsgjaldi – félagsmenn setja límmiða á hjálminn og fá frítt í alla slóða á Bolaöldusvæðinu.

    Lesa áfram Árskort og opnunartímar

    Skráningu lokið í fyrstu umferðina

    Alls eru 76 keppendur skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram í Bolaöldu á laugardaginn.
    Fjöldi keppenda eftir flokkum er eftirfarandi:

    85 flokkur: 7
    B-flokkur: 15
    B-flokkur 40 og eldri:8
    MX-Unglingaflokkur: 14
    MX-2: 9
    MX-Open: 9
    MX-Kvenna: 14

    Bolalada