Miklar breytingar á Álfsnesi

Álfsnes 2012 - Myndir Eyþór Reynisson
Fleiri myndir eru í vefalbúminu okkar – smellið á mynd

Talsvert miklar breytingar eru i gangi á Álfsnesi um þessar mundir. Tilefnið er styrktarkeppni fyrir MXoN liðið okkar sem mun keppa í Belgíu í lok september.

Brautinni og reyndar aðstöðunni allri hefur verið talsvert mikið breytt. Vestasti hluti brautarinnar hefur verið skorinn af og í staðinn bætt við kafla syðst í brautinni (nær barnabrautinni). Þetta gerir það að verkum að brautinn öll er nær pittnum heldur hún var. Enn betra er að risa-áhorfendasvæði hefur verið gert sem er með mikið og gott útsýni yfir nánast all brautina, sem var nú kannski galli á Nesinu áður.

Skráning í MXoN keppnina fer fram hér og hvetjum við auðvitað alla til að skrá sig og njóta þessara flottu breytinga (og auðvitað styrkja strákana).

Reynir brautarstjóri vill koma á framfæri miklum þökkum til Frostfisks fyrir stuðningin við brautargerðina.

Brautin er lokuð fram að keppni.

Viðhald

Vefurinn er í endurgerð þessa dagana. Við erum að betrumbæta hitt og þetta og á meðan verða einhverjar truflanir á þjónustunni. Við biðjumst velvirðingar á því.

Hugmyndir um eitthvað sem að kemur vefnum eru ávallt vel þegnar á vefstjori@motocross.is

Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept


Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á sunnudaginn í Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open:MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK,Unglingaflokkur, +40 )
  • C flokkur: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár, hugsaður fyrir byrjendur

Lesa áfram Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept

Krakkaæfing í kvöld / Opin æfing frítt fyrir alla

Í kvöld mánudag er opin æfing fyrir þá sem hafa ekki æft með okkur í sumar, allir velkomnir  að koma og prófa. Við komum til með að halda áfram að þjálfa mánaðarlega fram til jóla og þá kemur líklega 2 vikna jólafrí en höldum svo áfram strax í janúar. Verið er að reyna ná samkomulagi við Reiðhöllina um að halda inniæfingar í vetur einsog var síðasta vetur.

Við reiknum með að geta kynnt vetrar dagskrá um miðjan september, við viljum auðvita reyna fá sem flesta krakka til þess að koma og æfa með okkur Motocross. Við viljum bæta unga fólkið okkar stefna hátt og ná framförum. Lesa áfram Krakkaæfing í kvöld / Opin æfing frítt fyrir alla

Myndband frá Bolaöldum


Íslandsmótinu í motocrossi lokið

6. og síðasta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fór fram í dag í Bolaöldu. Aldrei þessu vant þurfti ekki að vökva brautina en náttúruöflin sáu alfarið um það. Viktor Guðbergsson kom sá og sigraði en Sölvi Borgar var þó aldrei langt undan. VÍK þakkar öllum keppendum, áhorfendum og öllum sem hjálpuðu til fyrir daginn. Takk fyrir okkur.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson  (Íslandsmeistari)
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Ingvi Björn Birgisson

Lesa áfram Íslandsmótinu í motocrossi lokið

Bolalada