Vefmyndavél

Fréttir RÚV í kvöld

Dagsskrá fyrir MXON styrktarkeppni í Álfsnesi á morgun!!!

Opið verður fyrir skráningu á keppnisstað.  Mæting fyrir óskráða er kl 10:30 og keppnisgjald er 5.000.- þarf að greiðast með pening.

Dagskrá 2.09.2012

10:30 Skráningu lýkur
11:00 Mæting  / Skoðun
11:30 – 11:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C Heiðursmenn)
12:00 – 12:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
12:20 – 12:50 Hlé

13:00 – 13:15           1. moto MX 85 & Kvenna
13:20 – 13:35            1. Moto  C Heiðursmenn flokkur
13:40 – 13:55            1. Moto MX B flokkur
14:00 – 14:15            1. Moto MX Open

14:20 – 14:35            2. Moto MX 85 & Kvenn
14:40 – 14:55            2. Moto C Heiðursmenn flokkur
15:00 – 15:15            2. Moto MX B flokkur
15:20 – 15:35            2. Moto MX Open
16:00     Verðlaunarafhending.

Keppnisstjóri                Guðbergur Guðbergsson
Brautarstjóri                 Halldór Jóhannsson
Ræsir                                   Jón helgi Pálsson
Tímatökumeistari    Keli Formaður

Ath. opinn skurður í Bolaöldu

þeir sem leggja leið sína í Bolaöldu um helgina þurfa að passa sig á opnum skurði við bílastæðið meðfram endurobrautinni. Þar er Ingvar Hafberg að leggja drög að trjágróðursetningu á svæðinu.  Farið því endilega varlega þar.

Síðasta endurokeppnin verður í Bolaöldu 8. september

Um leið og við minnum á Styrktarkeppnina  í Álfsnesi um helgina,

Endurokeppni 2006 eða 2007 í Bolaöldu – hver er maðurinn og hvað ár var þetta?

þá er ekki seinna vænna en að fara minna á 7. og 8. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin verður á keppnissvæði VÍK í Bolaöldu þann 8. september nk.

Enduronefnd hefur farið yfir svæðið og er með hugmyndir um að leggja alla nokkra nýja slóða og einnig að nota sparisparislóða sem hafa verið í dvala í nokkur ár.

Skráning hefur verið opnuð á www.msisport.is og við hvetjum alla sem hafa áhuga á skemmtilegri keppni að skrá sig. Við minnum á að í Endurokeppnum þarf ekki tímatökusenda heldur er bólukerfið notað þar. Einnig er vert að minna á að slóðarnir eru í mjög góðu ástandi núna og um að gera að nýta sér þetta frábæra svæði áður en Vetur Konungur mættir á svæðið.

Kveðja, enduronefnd VÍK

Miklar breytingar á Álfsnesi

Álfsnes 2012 - Myndir Eyþór Reynisson

Fleiri myndir eru í vefalbúminu okkar – smellið á mynd

Talsvert miklar breytingar eru i gangi á Álfsnesi um þessar mundir. Tilefnið er styrktarkeppni fyrir MXoN liðið okkar sem mun keppa í Belgíu í lok september.

Brautinni og reyndar aðstöðunni allri hefur verið talsvert mikið breytt. Vestasti hluti brautarinnar hefur verið skorinn af og í staðinn bætt við kafla syðst í brautinni (nær barnabrautinni). Þetta gerir það að verkum að brautinn öll er nær pittnum heldur hún var. Enn betra er að risa-áhorfendasvæði hefur verið gert sem er með mikið og gott útsýni yfir nánast all brautina, sem var nú kannski galli á Nesinu áður.

Skráning í MXoN keppnina fer fram hér og hvetjum við auðvitað alla til að skrá sig og njóta þessara flottu breytinga (og auðvitað styrkja strákana).

Reynir brautarstjóri vill koma á framfæri miklum þökkum til Frostfisks fyrir stuðningin við brautargerðina.

Brautin er lokuð fram að keppni.

Viðhald

Vefurinn er í endurgerð þessa dagana. Við erum að betrumbæta hitt og þetta og á meðan verða einhverjar truflanir á þjónustunni. Við biðjumst velvirðingar á því.

Hugmyndir um eitthvað sem að kemur vefnum eru ávallt vel þegnar á vefstjori@motocross.is

Síða 100 af 940« Fyrsta...2040...9899100101102...120140...Síðasta »