Takk fyrir okkur !

Það varð enginn fyrir vonbrigðum sem mættu í keppnina í Álfsnesi í gær. Sól, nánast logn og brautin í frábæru standi.Reynir var búin að leggja mikla vinnu í brautina í vikunni þar sem hann breytti brautinni rosalega og bætti við nýjum köflum. Brautin gat því tæplega verið betri. Yfir 60 keppendur voru skráðir til keppni í nokkrum flokkum, C flokkurinn var gríðarlega flottur og gaman að sjá svona mörg ný andlit að keppa, við vonum að þeir haldi áfram að keppa á næstu árum.

Landsliðsmennirnir sýndu kynþokkafulla takta í startinu þar sem þeir sáum 5/15 sek spjaldið og að fella hliðin. Að því loknu máttu þeir hlaupa að hjólunum sínum og elta uppi hópinn.

Niðurstaða dagsins var frábær keppni í frábæru veðri og í frábærri braut.
Landsliðið fær öll keppnisgjöld í sinn skerf eða um 250.000 kr. koma sér örugglega vel í ferðasjóðinn.

Bestu þakkir allir keppendur, áhorfendur,  Reynir, Keli, Guggi, Guðný,  Dóri, Jón, Beggi, Svenni, Særós, Brjálaða Bína!! og allir aðrir sem hjálpuðu til.

Landsliðið þakkar fyrir sig !!!

Takk fyrir daginn!!!

Í dag var haldin flott styrktarkeppni fyrir landsliðið í Álfsnesi, mikill fjöldi keppenda var mættur og áttu allir góðan dag. Úrslitin eru komin inn á Mylaps: http://www.mylaps.com/results/showevent.jsp?id=831326

Fréttir RÚV í kvöld


Dagsskrá fyrir MXON styrktarkeppni í Álfsnesi á morgun!!!

Opið verður fyrir skráningu á keppnisstað.  Mæting fyrir óskráða er kl 10:30 og keppnisgjald er 5.000.- þarf að greiðast með pening.

Dagskrá 2.09.2012

10:30 Skráningu lýkur
11:00 Mæting  / Skoðun
11:30 – 11:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C Heiðursmenn)
12:00 – 12:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
12:20 – 12:50 Hlé

13:00 – 13:15           1. moto MX 85 & Kvenna
13:20 – 13:35            1. Moto  C Heiðursmenn flokkur
13:40 – 13:55            1. Moto MX B flokkur
14:00 – 14:15            1. Moto MX Open

14:20 – 14:35            2. Moto MX 85 & Kvenn
14:40 – 14:55            2. Moto C Heiðursmenn flokkur
15:00 – 15:15            2. Moto MX B flokkur
15:20 – 15:35            2. Moto MX Open
16:00     Verðlaunarafhending.

Keppnisstjóri                Guðbergur Guðbergsson
Brautarstjóri                 Halldór Jóhannsson
Ræsir                                   Jón helgi Pálsson
Tímatökumeistari    Keli Formaður

Ath. opinn skurður í Bolaöldu

þeir sem leggja leið sína í Bolaöldu um helgina þurfa að passa sig á opnum skurði við bílastæðið meðfram endurobrautinni. Þar er Ingvar Hafberg að leggja drög að trjágróðursetningu á svæðinu.  Farið því endilega varlega þar.

Síðasta endurokeppnin verður í Bolaöldu 8. september

Um leið og við minnum á Styrktarkeppnina  í Álfsnesi um helgina,

Endurokeppni 2006 eða 2007 í Bolaöldu – hver er maðurinn og hvað ár var þetta?

þá er ekki seinna vænna en að fara minna á 7. og 8. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin verður á keppnissvæði VÍK í Bolaöldu þann 8. september nk.

Enduronefnd hefur farið yfir svæðið og er með hugmyndir um að leggja alla nokkra nýja slóða og einnig að nota sparisparislóða sem hafa verið í dvala í nokkur ár.

Skráning hefur verið opnuð á www.msisport.is og við hvetjum alla sem hafa áhuga á skemmtilegri keppni að skrá sig. Við minnum á að í Endurokeppnum þarf ekki tímatökusenda heldur er bólukerfið notað þar. Einnig er vert að minna á að slóðarnir eru í mjög góðu ástandi núna og um að gera að nýta sér þetta frábæra svæði áður en Vetur Konungur mættir á svæðið.

Kveðja, enduronefnd VÍK

Bolalada